Vill sérstakt dvalarheimili fyrir hinsegin eldri borgara magnús hlynur hreiðarsson skrifar 21. mars 2015 14:58 Ugla Stefanía Kristjönudóttir, fræðslustjóri Samtakanna 78, vill sjá sérstakt dvalarheimili fyrir aldraða á Íslandi sem yrði eingöngu fyrir hinsegin eldri borgara. Hún segir að fólki sé frekar ýtt inn í skápinn þegar það fer á dvalarheimili í stað þess að leyfa fólki að koma út úr skápnum. Umræðan á Íslandi um samkynhneigð er alltaf að verða opnari og opnari enda þykir það ekki tiltökumál að vera samkynhneigður. Samtökin 78 voru með kynningu á starfsemi sinni í vikunni fyrir nemendur Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem allskonar spurningar komu upp, m.a. um samkynhneigð eldri borgara á Íslandi. „Við höfum alveg heyrt það að það sé ákveðin menning á elliheimilum, að hinsegin fólki sé ýtt aftur inn í skápinn og margir sem hafa aldrei þorað að tala um það fyrr en viðkomandi eru komin á elliheimili. Jafnvel í mörgum löndum er farið að búa til hinsegin elliheimili bara til að sporna gegn þessum fordómum og þessari stöðu sem fólk lendir í. Á Íslandi er fullt af elliheimilum en ég get ekki ímyndað mér að að hinsegin fólk sé í einhverjum forgangi varðandi þetta,“ segir Ugla.En gæti hún hugsað sér á fá hinsegin dvalarheimili á Íslandi? „Það væri alveg gaman, ég væri alveg persónulega til í að fara á eitthvað svona hinsegin elliheimili, það væri örugglega mjög spennandi og þá myndi ég líka vita að það væri allt í lagi að vera hinsegin, ég myndi ekki lenda í fordómum eða þessu kerfi sem er í gangi, það er bara spennandi pæling sem væri skemmtilegt að skoða“ segir hún. Ugla segir að það sé töluverður hópur eldri borgara á Íslandi sem sé hinsegin þó það sé ekkert verið að ræða um það eða segja frá því. „Já, já, það er eflaust fullt, fullt af eldri borgurum samkynhneigðir á þessum elliheimilum. Við þekkjum alveg til fólks á elliheimilum sem er hinsegin. Líka kannski núna með þessari nýju kynslóð þar sem það er opnara að vera hinsegin, þá er fólk miklu opnara með það, þannig að ég held að það eigi eftir að aukast miklu meira á Íslandi núna“, segir Ugla. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Ugla Stefanía Kristjönudóttir, fræðslustjóri Samtakanna 78, vill sjá sérstakt dvalarheimili fyrir aldraða á Íslandi sem yrði eingöngu fyrir hinsegin eldri borgara. Hún segir að fólki sé frekar ýtt inn í skápinn þegar það fer á dvalarheimili í stað þess að leyfa fólki að koma út úr skápnum. Umræðan á Íslandi um samkynhneigð er alltaf að verða opnari og opnari enda þykir það ekki tiltökumál að vera samkynhneigður. Samtökin 78 voru með kynningu á starfsemi sinni í vikunni fyrir nemendur Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem allskonar spurningar komu upp, m.a. um samkynhneigð eldri borgara á Íslandi. „Við höfum alveg heyrt það að það sé ákveðin menning á elliheimilum, að hinsegin fólki sé ýtt aftur inn í skápinn og margir sem hafa aldrei þorað að tala um það fyrr en viðkomandi eru komin á elliheimili. Jafnvel í mörgum löndum er farið að búa til hinsegin elliheimili bara til að sporna gegn þessum fordómum og þessari stöðu sem fólk lendir í. Á Íslandi er fullt af elliheimilum en ég get ekki ímyndað mér að að hinsegin fólk sé í einhverjum forgangi varðandi þetta,“ segir Ugla.En gæti hún hugsað sér á fá hinsegin dvalarheimili á Íslandi? „Það væri alveg gaman, ég væri alveg persónulega til í að fara á eitthvað svona hinsegin elliheimili, það væri örugglega mjög spennandi og þá myndi ég líka vita að það væri allt í lagi að vera hinsegin, ég myndi ekki lenda í fordómum eða þessu kerfi sem er í gangi, það er bara spennandi pæling sem væri skemmtilegt að skoða“ segir hún. Ugla segir að það sé töluverður hópur eldri borgara á Íslandi sem sé hinsegin þó það sé ekkert verið að ræða um það eða segja frá því. „Já, já, það er eflaust fullt, fullt af eldri borgurum samkynhneigðir á þessum elliheimilum. Við þekkjum alveg til fólks á elliheimilum sem er hinsegin. Líka kannski núna með þessari nýju kynslóð þar sem það er opnara að vera hinsegin, þá er fólk miklu opnara með það, þannig að ég held að það eigi eftir að aukast miklu meira á Íslandi núna“, segir Ugla.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira