Tesla má selja bíla beint í New Jersey Finnur Thorlacius skrifar 20. mars 2015 10:51 Tesla Model S. Tesla hefur átt í miklu stríði við hin ýmsu ríki Bandaríkjanna að fá leyfi til að selja bíla sína beint til viðskiptavina. Þar í landi eru bílasölur verndaðar í flestum ríkjum og bílaframleiðendur hafa ekki leyfi til að selja bíla sína beint til kaupenda. Tesla hefur barist hatrammlega gegn þessu og hefur nú náð árangri í New Jersey sem ætti að tryggja þann möguleika að selja beint bíla til íbúa New York og nágrennis. Elon Musk, forstjóri Tesla hefur úttalað sig um þá forneskju sem núverandi lög eru að leyfa ekki öllum þeim bílaframleiðendum sem vilja selja bíla sína beint til kaupenda og hefur sagt að þessi lög minni á bannárin sem tryggðu mafíunni sinn sess í viðskiptum þar. Þessi lög, segja ráðamenn á móti að tryggi kaupendum bíla vernd fyrir bílafamleiðendum en Elon Musk hefur bent á að fátt sé bílaframleiðendum fjarri en að svíkja kaupendur sína á nokkurn hátt. Þvert á móti sé vernd kaupenda frá bílasölum það sísta sem vakir fyrir þeim. Musk á enn eftir að há marga hildina gegn einstökum ríkjum, en fá þeirra hafa leyft Tesla, né öðrum bílaframleiðendum, að selja bíla sína beint til kaupenda. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent
Tesla hefur átt í miklu stríði við hin ýmsu ríki Bandaríkjanna að fá leyfi til að selja bíla sína beint til viðskiptavina. Þar í landi eru bílasölur verndaðar í flestum ríkjum og bílaframleiðendur hafa ekki leyfi til að selja bíla sína beint til kaupenda. Tesla hefur barist hatrammlega gegn þessu og hefur nú náð árangri í New Jersey sem ætti að tryggja þann möguleika að selja beint bíla til íbúa New York og nágrennis. Elon Musk, forstjóri Tesla hefur úttalað sig um þá forneskju sem núverandi lög eru að leyfa ekki öllum þeim bílaframleiðendum sem vilja selja bíla sína beint til kaupenda og hefur sagt að þessi lög minni á bannárin sem tryggðu mafíunni sinn sess í viðskiptum þar. Þessi lög, segja ráðamenn á móti að tryggi kaupendum bíla vernd fyrir bílafamleiðendum en Elon Musk hefur bent á að fátt sé bílaframleiðendum fjarri en að svíkja kaupendur sína á nokkurn hátt. Þvert á móti sé vernd kaupenda frá bílasölum það sísta sem vakir fyrir þeim. Musk á enn eftir að há marga hildina gegn einstökum ríkjum, en fá þeirra hafa leyft Tesla, né öðrum bílaframleiðendum, að selja bíla sína beint til kaupenda.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent