Innlent

Enn skjálfta­hrina við Trölla­dyngju

Lovísa Arnardóttir skrifar
Trölladyngja (379 m) er eldfjall á Reykjanesskaga, nyrst í Núpshlíðarhálsi. Rétt við hana er Grænadyngja (402 m), sem er mjög áþekk og er oft talað um fjöllin sem tvíbura og saman eru þau kölluð Dyngjurnar.
Trölladyngja (379 m) er eldfjall á Reykjanesskaga, nyrst í Núpshlíðarhálsi. Rétt við hana er Grænadyngja (402 m), sem er mjög áþekk og er oft talað um fjöllin sem tvíbura og saman eru þau kölluð Dyngjurnar. Vísir/Vilhelm

Enn er í gangi skjálftahrina við Trölladyngju. Snarpur skjálfti fannst víða á höfuðborgarsvæðinu nú rétt fyrir klukkan 23 og mældist um 3,9. Upptök skjálftans voru á milli Sveifluháls og Trölladyngju. 

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er enn verið að meta upptök hans og stærð en líklegast þykir að hann eigi sér upptök á svipuðum slóðum og skjálftarnir sem mældust um kvöldmatarleytið. 

Skjálftahrinan er nú við Trölladyngju. ve

Fram kom í tilkynningu frá Veðurstofunni fyrr í kvöld að skjálftahrinan hófst um klukkan hálf sex. Þá höfðu um fimmtíyu skjálftar mælst. Meðaldýpi skjálftanna er á um fjögur til sex kílómetra dýpi.

Um er að ræða gikkskjálftahrinu sem hófst við Reykjanestá og færði sig svo að Eldey og svo nú að Trölladyngju. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×