Erlent

Fyrrum forsætisráðherra Ástralíu látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Fraser gegndi embætti forsætisráðherra landsins á árunum 1975 til 1983.
Fraser gegndi embætti forsætisráðherra landsins á árunum 1975 til 1983. Vísir/AFP
Malcolm Fraser, fyrrum forsætisráðherra Ástralíu, er látinn, 84 ára að aldri.

Fraser gegndi embætti forsætisráðherra landsins á árunum 1975 til 1983. Hann tók við embættinu eftir að Gough Whitlam hafði var hrakinn úr embætti árið 1975.

Fraser barðist meðal annars fyrir réttindum ástralskra frumbyggja og flóttamanna, en síðar á lífsleiðinni átti sú afstaða hans eftir leiða til að hann lenti upp á kant við fjölda flokksbræðra sinna.

Í frétt BBC segir að sú stjórnlagakreppa og þær aðstæður sem leiddu til þess að Fraser varð forsætisráðherra landsins hafi einna helst mótað ímynd hans í Ástralíu.

Sem leiðtogi stjórnarandstöðunnar kom hann í veg fyrir að fjárlög yrðu samþykkt þannig að ríkisstjórinn Sir John Kerr vék Whitlam að lokum úr embætti forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×