Beið á meðan aðalkeppinauturinn stóð aftur upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2015 08:00 Sævar Birgisson. Vísir/Ernir Sævar Birgisson varð í gær Íslandsmeistari í sprettgöngu á Skíðamóti Íslands eins og Elsa Guðrún Jónsdóttir en hann mætti líka fá aukaverðlaun fyrir drengskap. Skíðamót Íslands fer fram þessa dagana á Dalvík og Ólafsfirði. Sprettgangan fór fram á Ólafsfirði, en brautin var hringinn í kringum tjörnina í miðbæ Ólafsfjarðar. Hringurinn var um 500 metra langur og gengu konurnar tvo hringa og karlarnir gengu þrjá hringi. Aðstæður voru nokkuð erfiðar en brautin var blaut og þung. Landsliðsmennirnir Sævar Birgisson og Brynjar Leó Kristinsson börðust um gullið í sprettgöngunni og Morgunblaðið segir frá drengilegri framgöngu Sævars í dag. Brynjar Leó var fremstur þegar kom að síðasta hring en datt í síðustu brekkunni sem gaf Sævari tækifærið á að vinna örugglega. „Ég stoppaði og beið eftir honum og svo tókum við endasprett. Ég hafði það ekki í mér að fara bara fram úr honum og í mark. Það er ekkert gaman að vinna þannig," sagði Sævar við Morgunblaðið. Í kvennaflokki sigraði Elsa Guðrún nokkuð sannfærandi, en Jónína Kristjánsdóttir endaði í öðru sætinu. Í þriðja sæti varð Svava Jónsdóttir, en hún er einmitt systir Elsu Guðrúnar. Allar koma þær frá Ólafsfirði.Úrslit í sprettgöngu kvenna: 1. Elsa Guðrún Jónsdóttir - Skíðafélag Ólafsfjarðar - 04:01 2. Jónína Kristjánsdóttir - Skíðafélag Ólafsfjarðar - 04:12 3. Svava Jónsdóttir - Skíðafélag Ólafsfjarðar - 04:31Úrslit í sprettgöngu karla: 1. Sævar Birgisson - Skíðafélag Ólafsfjarðar - 04:35 2. Brynjar Leó Kristinsson - Skíðafélag Akureyrar - 04:39 3. Dagur Benediktsson - Skíðafélag Ísafjarðar - 04:58 Íþróttir Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira
Sævar Birgisson varð í gær Íslandsmeistari í sprettgöngu á Skíðamóti Íslands eins og Elsa Guðrún Jónsdóttir en hann mætti líka fá aukaverðlaun fyrir drengskap. Skíðamót Íslands fer fram þessa dagana á Dalvík og Ólafsfirði. Sprettgangan fór fram á Ólafsfirði, en brautin var hringinn í kringum tjörnina í miðbæ Ólafsfjarðar. Hringurinn var um 500 metra langur og gengu konurnar tvo hringa og karlarnir gengu þrjá hringi. Aðstæður voru nokkuð erfiðar en brautin var blaut og þung. Landsliðsmennirnir Sævar Birgisson og Brynjar Leó Kristinsson börðust um gullið í sprettgöngunni og Morgunblaðið segir frá drengilegri framgöngu Sævars í dag. Brynjar Leó var fremstur þegar kom að síðasta hring en datt í síðustu brekkunni sem gaf Sævari tækifærið á að vinna örugglega. „Ég stoppaði og beið eftir honum og svo tókum við endasprett. Ég hafði það ekki í mér að fara bara fram úr honum og í mark. Það er ekkert gaman að vinna þannig," sagði Sævar við Morgunblaðið. Í kvennaflokki sigraði Elsa Guðrún nokkuð sannfærandi, en Jónína Kristjánsdóttir endaði í öðru sætinu. Í þriðja sæti varð Svava Jónsdóttir, en hún er einmitt systir Elsu Guðrúnar. Allar koma þær frá Ólafsfirði.Úrslit í sprettgöngu kvenna: 1. Elsa Guðrún Jónsdóttir - Skíðafélag Ólafsfjarðar - 04:01 2. Jónína Kristjánsdóttir - Skíðafélag Ólafsfjarðar - 04:12 3. Svava Jónsdóttir - Skíðafélag Ólafsfjarðar - 04:31Úrslit í sprettgöngu karla: 1. Sævar Birgisson - Skíðafélag Ólafsfjarðar - 04:35 2. Brynjar Leó Kristinsson - Skíðafélag Akureyrar - 04:39 3. Dagur Benediktsson - Skíðafélag Ísafjarðar - 04:58
Íþróttir Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira