AFS: „Hér starfa femínistar og þetta eru bara vangaveltur“ Birgir Olgeirsson skrifar 31. mars 2015 14:20 Adda Þ. Smáradóttir. Vísir/Twitter „Við styðjum þetta heilshugar og okkur finnst hún flott fyrirmynd,“ segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi, um Öddu Þóreyjardóttur Smáradóttur, upphafsmanneskju #freethenipple-átaksins á Íslandi en henni var nýverið meinað um skiptinám í Kosta Ríka. Adda hafði greint frá því á vef Morgunblaðsins að hún væri á leið til skiptináms í Kosta Ríka og sagði að átak líkt og #freethenipple, þar sem konur hafa birt myndir af brjóstum sínum á netinu, geta komið í veg fyrir skiptinámið. Hafði hún til að mynda fjarlægt mynd af Twitter eftir að henni var bent á að myndbirtingin gæti komið í veg fyrir fyrirhugað skiptinám. Hún fékk nýverið synjun á skiptinám í Kosta Ríka og er ástæðan sögð frjókornaofnæmi hennar. Hún sagði í samtali við Ríkisútvarpið í dag að hún teldi myndbirtinguna spila þar inn í. Jóna Fanney segir það ekki vera ástæðuna fyrir því að Adda fékk synjun á skiptinámið. „Henni var hafnað af læknisfræðilegum ástæðum í Kosta Ríka, þeir eru mjög strangir þar. Við buðum henni Bólivíu eða Perú í staðinn en hún afþakkaði það,“ segir Jóna Fanney.Styðja átakið Hún ítrekar að að AFS á Íslandi styður #freethenipple-átakið. „Í fyrsta lagi vil ég taka fram að AFS á Íslandi styður #freethenipple-átakið. Hér starfa femínistar og þetta eru bara vangaveltur,“ segir Jóna Fanney um þær vangaveltur að Öddu hefði verið synjað um skiptinám sökum myndbirtingarinnar á Twitter. Aðspurð hvort að slík myndbirting gæti hins vegar haft áhrif í möguleika fólks til skiptináms í öðrum löndum þar sem eru önnur viðmið en á Íslandi svara Jóna Fanney: „Við getum ekki ákveðið hvað eru rétt viðmið. Svo vitum við ekki hvernig annar heimshluti horfi á þetta, það er samt ekki ástæðan en það getur vel verið, hver veit, að það hefði orðið ástæðan. En þetta er ekki ástæðan, þetta var komið upp áður.“Vilja byltingarfólk Almannatengillinn Andrés Jónsson situr í stjórn AFS Á íslandi en hann segist á Facebook geta sagt með vissu að #freethenipple-átakið hefði ekki haft áhrif á skiptinám Öddu í Kostaríka.Leiðinlegt að heyra að Kosta-Ríka hafi ekki valið Öddu. Get þó sagt með vissu, verandi stjórnarmaður í AFS á Íslandi, að...Posted by Andres Jonsson on Tuesday, March 31, 2015 #FreeTheNipple Tengdar fréttir „Við erum að gengisfella hefndarklám“ Ísland í dag fjallaði um Free the Nipple-daginn. 26. mars 2015 23:01 Geirvörtusundið í Laugardal: Um þúsund manns mættu í Laugardalslaugina Starfsmenn Laugardalslaugar áætla að frá klukkan 20 hafi laugargestir talið um þúsund. Skipuleggjendur viðburðarins eru himinlifandi með hvernig til tókst. 29. mars 2015 22:58 Geirvörtusundferð í Laugardalslaug í kvöld: „Nú er komið nóg og nú segjum við stopp“ Karen Björk Eyþórsdóttir, einn skipuleggjenda sundferðarinnar, segir að ferðin í Laugardalslaug sem farin var á fimmtudaginn hafi verið skyndiákvörðun en að "aðalbomban“ verði nú í kvöld. 29. mars 2015 18:27 Íslenskar geirvörtur vekja athygli ytra Átakið Free The Nipple hefur vakið mikla eftirtekt. 30. mars 2015 22:22 Beraði brjóstin á b5: Biggi lögga gekk „vandræðalegur“ í burtu „Ég setti reyndar ekki mynd af mér á netið, þorði því ekki, en studdi átakið heilshugar. Ég held ég hafi sýnt það í verki,“ segir Jónína Birgisdóttir. 30. mars 2015 10:00 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira
„Við styðjum þetta heilshugar og okkur finnst hún flott fyrirmynd,“ segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi, um Öddu Þóreyjardóttur Smáradóttur, upphafsmanneskju #freethenipple-átaksins á Íslandi en henni var nýverið meinað um skiptinám í Kosta Ríka. Adda hafði greint frá því á vef Morgunblaðsins að hún væri á leið til skiptináms í Kosta Ríka og sagði að átak líkt og #freethenipple, þar sem konur hafa birt myndir af brjóstum sínum á netinu, geta komið í veg fyrir skiptinámið. Hafði hún til að mynda fjarlægt mynd af Twitter eftir að henni var bent á að myndbirtingin gæti komið í veg fyrir fyrirhugað skiptinám. Hún fékk nýverið synjun á skiptinám í Kosta Ríka og er ástæðan sögð frjókornaofnæmi hennar. Hún sagði í samtali við Ríkisútvarpið í dag að hún teldi myndbirtinguna spila þar inn í. Jóna Fanney segir það ekki vera ástæðuna fyrir því að Adda fékk synjun á skiptinámið. „Henni var hafnað af læknisfræðilegum ástæðum í Kosta Ríka, þeir eru mjög strangir þar. Við buðum henni Bólivíu eða Perú í staðinn en hún afþakkaði það,“ segir Jóna Fanney.Styðja átakið Hún ítrekar að að AFS á Íslandi styður #freethenipple-átakið. „Í fyrsta lagi vil ég taka fram að AFS á Íslandi styður #freethenipple-átakið. Hér starfa femínistar og þetta eru bara vangaveltur,“ segir Jóna Fanney um þær vangaveltur að Öddu hefði verið synjað um skiptinám sökum myndbirtingarinnar á Twitter. Aðspurð hvort að slík myndbirting gæti hins vegar haft áhrif í möguleika fólks til skiptináms í öðrum löndum þar sem eru önnur viðmið en á Íslandi svara Jóna Fanney: „Við getum ekki ákveðið hvað eru rétt viðmið. Svo vitum við ekki hvernig annar heimshluti horfi á þetta, það er samt ekki ástæðan en það getur vel verið, hver veit, að það hefði orðið ástæðan. En þetta er ekki ástæðan, þetta var komið upp áður.“Vilja byltingarfólk Almannatengillinn Andrés Jónsson situr í stjórn AFS Á íslandi en hann segist á Facebook geta sagt með vissu að #freethenipple-átakið hefði ekki haft áhrif á skiptinám Öddu í Kostaríka.Leiðinlegt að heyra að Kosta-Ríka hafi ekki valið Öddu. Get þó sagt með vissu, verandi stjórnarmaður í AFS á Íslandi, að...Posted by Andres Jonsson on Tuesday, March 31, 2015
#FreeTheNipple Tengdar fréttir „Við erum að gengisfella hefndarklám“ Ísland í dag fjallaði um Free the Nipple-daginn. 26. mars 2015 23:01 Geirvörtusundið í Laugardal: Um þúsund manns mættu í Laugardalslaugina Starfsmenn Laugardalslaugar áætla að frá klukkan 20 hafi laugargestir talið um þúsund. Skipuleggjendur viðburðarins eru himinlifandi með hvernig til tókst. 29. mars 2015 22:58 Geirvörtusundferð í Laugardalslaug í kvöld: „Nú er komið nóg og nú segjum við stopp“ Karen Björk Eyþórsdóttir, einn skipuleggjenda sundferðarinnar, segir að ferðin í Laugardalslaug sem farin var á fimmtudaginn hafi verið skyndiákvörðun en að "aðalbomban“ verði nú í kvöld. 29. mars 2015 18:27 Íslenskar geirvörtur vekja athygli ytra Átakið Free The Nipple hefur vakið mikla eftirtekt. 30. mars 2015 22:22 Beraði brjóstin á b5: Biggi lögga gekk „vandræðalegur“ í burtu „Ég setti reyndar ekki mynd af mér á netið, þorði því ekki, en studdi átakið heilshugar. Ég held ég hafi sýnt það í verki,“ segir Jónína Birgisdóttir. 30. mars 2015 10:00 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira
„Við erum að gengisfella hefndarklám“ Ísland í dag fjallaði um Free the Nipple-daginn. 26. mars 2015 23:01
Geirvörtusundið í Laugardal: Um þúsund manns mættu í Laugardalslaugina Starfsmenn Laugardalslaugar áætla að frá klukkan 20 hafi laugargestir talið um þúsund. Skipuleggjendur viðburðarins eru himinlifandi með hvernig til tókst. 29. mars 2015 22:58
Geirvörtusundferð í Laugardalslaug í kvöld: „Nú er komið nóg og nú segjum við stopp“ Karen Björk Eyþórsdóttir, einn skipuleggjenda sundferðarinnar, segir að ferðin í Laugardalslaug sem farin var á fimmtudaginn hafi verið skyndiákvörðun en að "aðalbomban“ verði nú í kvöld. 29. mars 2015 18:27
Íslenskar geirvörtur vekja athygli ytra Átakið Free The Nipple hefur vakið mikla eftirtekt. 30. mars 2015 22:22
Beraði brjóstin á b5: Biggi lögga gekk „vandræðalegur“ í burtu „Ég setti reyndar ekki mynd af mér á netið, þorði því ekki, en studdi átakið heilshugar. Ég held ég hafi sýnt það í verki,“ segir Jónína Birgisdóttir. 30. mars 2015 10:00