Bílar

Jón Trausti endurkjörinn formaður Bílgreinasambandsins

Finnur Thorlacius skrifar
Jón Trausti Ólafsson forstjóri Öskju var endurkjörinn formaður Bílgreinasambandsins.
Jón Trausti Ólafsson forstjóri Öskju var endurkjörinn formaður Bílgreinasambandsins.
Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, var endurkjörinn formaður Bílgreinasambandsins á aðalfundi þess.

Nýr í stjórn er Friðbert Friðbertsson, framkvæmdastjóri Heklu. Aðrir í stjórn eru Einar Sigurðsson frá Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur, Skúli Skúlason frá BL, Sverrir Gunnarsson frá Nýsprautun, Steingrímur Birgisson frá Höldi og Lárus Blöndal Sigurðsson frá Bílanausti.

Varamenn voru kjörnir Atli Vilhjálmsson frá Betri bílum og Benedikt Eyjólfsson frá Bílabúð Benna. Aðildarfyrirtæki Bílgreinasambands Íslands eru 126 og starfa þau á flestum sviðum bílgreinarinnar.







×