HIV faraldur gengur yfir Indiana, BNA - neyðaráætlun sett í gang Jón Tryggvi Sveinsson skrifar 30. mars 2015 21:15 Frá seinni hluta janúarmánaðar hafa um 70 manns, aðallega sprautusjúklingar, greinst með HIV smit í Scott County einu fylkja Indiana, með íbúafjölda er á við Reykjavík (um 130.000). Ef ekki tekst að hefta framgang þessa faraldurs mun nýsmit skipta hundruðum í lok árs, og líklega nálgast þúsundið. Menn geta rétt ímyndað sér hver áhrifin eru á heilbrigðiskerfið fylkisins vegna þess, beinn kostnaður við meðferð hvers einstaks einstaklings með HIV smit er talið nema um 160 milljónir IKR (tölur frá 2011). 26. mars lýsti fylkisstjórinn yfir 30 daga neyðarástandi til að reyna með öllu móti að hamla útbreiðslu þessa faraldurs. Til marks um alvarleika málsins þá hefur CDC, sóttvarnamiðstöð BNA, sent fjölda starfsfólks til aðstoðar. Hafin er árvekniherferð til að vekja íbúa fylkisins um hættuna sem þeim stafar af faraldrinum. Þetta eru skelfilegar fréttar, og eru til marks um það hversu mikilvæg öflug fræðsla og forvarnir eru, meðal ALLRA þjóðfélagshópa. Við Íslendingar fengum alvarlega viðvörun á árunum 2010 og 2011 þegar skyndileg aukning varð á HIV-smiti meðal íslenskra sprautufíkla. Sem betur fór tókst þá að koma í veg fyrir að þetta yrði að faraldri hér. Það má þakka öflugu fræðslu- og forvarnarstarfi HIV-Ísland, ásamt skaðaminnkunarverkefni frú Ragnheiðar. Fræðsluverkefni HIV-Íslands, sem samtökin hafa haldið úti sl. 14 ár kostar um 2 milljónir kr. á ári, þar af hefur styrkur Landlæknisembættis til þess numið um 750 þús. Króna. Til samanburðar er kostnaður við lyfjagjöf og meðferð eins HIV+ einstaklings um 3 milljónir á ári. Fræðslunni er haldið úti af félagsmönnum samtakanna, og boðið frítt öllum þeim rúmlega 100 grunnskólum landsins sem eru með kennslu á unglingastigi. Sökum samdráttar í opinberum styrkjum um margra ára skeið er nú hætta á að hún leggist af. Samtökin vilja vekja athygli á að þeim er nauðsyn að fá aukinn fjárhagslegan stuðning frá ríki og landlæknisembætti, til frambúðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Frá seinni hluta janúarmánaðar hafa um 70 manns, aðallega sprautusjúklingar, greinst með HIV smit í Scott County einu fylkja Indiana, með íbúafjölda er á við Reykjavík (um 130.000). Ef ekki tekst að hefta framgang þessa faraldurs mun nýsmit skipta hundruðum í lok árs, og líklega nálgast þúsundið. Menn geta rétt ímyndað sér hver áhrifin eru á heilbrigðiskerfið fylkisins vegna þess, beinn kostnaður við meðferð hvers einstaks einstaklings með HIV smit er talið nema um 160 milljónir IKR (tölur frá 2011). 26. mars lýsti fylkisstjórinn yfir 30 daga neyðarástandi til að reyna með öllu móti að hamla útbreiðslu þessa faraldurs. Til marks um alvarleika málsins þá hefur CDC, sóttvarnamiðstöð BNA, sent fjölda starfsfólks til aðstoðar. Hafin er árvekniherferð til að vekja íbúa fylkisins um hættuna sem þeim stafar af faraldrinum. Þetta eru skelfilegar fréttar, og eru til marks um það hversu mikilvæg öflug fræðsla og forvarnir eru, meðal ALLRA þjóðfélagshópa. Við Íslendingar fengum alvarlega viðvörun á árunum 2010 og 2011 þegar skyndileg aukning varð á HIV-smiti meðal íslenskra sprautufíkla. Sem betur fór tókst þá að koma í veg fyrir að þetta yrði að faraldri hér. Það má þakka öflugu fræðslu- og forvarnarstarfi HIV-Ísland, ásamt skaðaminnkunarverkefni frú Ragnheiðar. Fræðsluverkefni HIV-Íslands, sem samtökin hafa haldið úti sl. 14 ár kostar um 2 milljónir kr. á ári, þar af hefur styrkur Landlæknisembættis til þess numið um 750 þús. Króna. Til samanburðar er kostnaður við lyfjagjöf og meðferð eins HIV+ einstaklings um 3 milljónir á ári. Fræðslunni er haldið úti af félagsmönnum samtakanna, og boðið frítt öllum þeim rúmlega 100 grunnskólum landsins sem eru með kennslu á unglingastigi. Sökum samdráttar í opinberum styrkjum um margra ára skeið er nú hætta á að hún leggist af. Samtökin vilja vekja athygli á að þeim er nauðsyn að fá aukinn fjárhagslegan stuðning frá ríki og landlæknisembætti, til frambúðar.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar