Sport

Íslenskt danspar í úrslitum í Blackpool

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Frá verðlaunaafhendingu í flokki 12-13 ára í standard dönsum.
Frá verðlaunaafhendingu í flokki 12-13 ára í standard dönsum. Vísir
Um 150 dansáhugamenn eru nú staddir í Blackpool þar sem ein stærsta barna- og ungmennadanskeppni í heimi fer fram. Íslensk danspör hafa náð góðum árangri á mótinu sem hefur staðið síðan fyrir páska. Því líkur á morgun.

Bestum árangri Íslendinganna á mótinu hafa þau Elvar Kristinn Gapunay og Sara Lind Guðnadóttir úr Dansíþróttafélagi Kópavogs náð. Þau hrepptu þriðja sætið í suður-amerískum dönsum og fjórða sætið í standard dönsum. Þau keppa í flokki 12-13 ára.

Elvar og Sara Lind hafa verið ósigruð á íslenskum keppnum síðan árið 2010.

Þá hafa tvö íslensku dansparanna náð inn í fjórðungsúrslit í flokki barna 11 ára og yngri í keppni í dansinum Jive, þau Ignas Pacevicius og Arndís Hallgrímsdóttir og Aron Hrannarsson og Halldóra Þórðardóttir. Aron og Halldóra náðu líka inn í fjórðungsúrslit í standard dönsum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×