Pólska útgáfan af Fast & Furious Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2015 14:06 Nú þegar nýhafin er sýning á sjöundu mynd Fast & Furious er tilhlýðilegt að sjá hvernig pólska útgáfan af myndinni myndi líta út, ef hún væri af fullri lengd. Í þessu myndskeiði eru á ferð pólskir grínistar og ná þeir algerlega stemmningunni úr myndunum Fast & Furious, en bara með húmorískari hætti. Í stað ofuröflugra bíla beita þeir fyrir sér Trabant, Fiat 126p og 125p bílum, eldgömlu mótorhjóli og enn eldri dráttarvél. Grínistarnir sýna þarna ekki síðri leik en í myndunum frægu og líklega eiga þeir meiri von á Óskarstilnefningum en fyrirmyndin. Mynd sína hafa Pólverjarnir nefnt Ugly and Angry, alls ekki síðri titill en Fast & Furious. Ekki fylgir sögunni hvort von sé á myndinni í fullri lengd. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent
Nú þegar nýhafin er sýning á sjöundu mynd Fast & Furious er tilhlýðilegt að sjá hvernig pólska útgáfan af myndinni myndi líta út, ef hún væri af fullri lengd. Í þessu myndskeiði eru á ferð pólskir grínistar og ná þeir algerlega stemmningunni úr myndunum Fast & Furious, en bara með húmorískari hætti. Í stað ofuröflugra bíla beita þeir fyrir sér Trabant, Fiat 126p og 125p bílum, eldgömlu mótorhjóli og enn eldri dráttarvél. Grínistarnir sýna þarna ekki síðri leik en í myndunum frægu og líklega eiga þeir meiri von á Óskarstilnefningum en fyrirmyndin. Mynd sína hafa Pólverjarnir nefnt Ugly and Angry, alls ekki síðri titill en Fast & Furious. Ekki fylgir sögunni hvort von sé á myndinni í fullri lengd.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent