Pólska útgáfan af Fast & Furious Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2015 14:06 Nú þegar nýhafin er sýning á sjöundu mynd Fast & Furious er tilhlýðilegt að sjá hvernig pólska útgáfan af myndinni myndi líta út, ef hún væri af fullri lengd. Í þessu myndskeiði eru á ferð pólskir grínistar og ná þeir algerlega stemmningunni úr myndunum Fast & Furious, en bara með húmorískari hætti. Í stað ofuröflugra bíla beita þeir fyrir sér Trabant, Fiat 126p og 125p bílum, eldgömlu mótorhjóli og enn eldri dráttarvél. Grínistarnir sýna þarna ekki síðri leik en í myndunum frægu og líklega eiga þeir meiri von á Óskarstilnefningum en fyrirmyndin. Mynd sína hafa Pólverjarnir nefnt Ugly and Angry, alls ekki síðri titill en Fast & Furious. Ekki fylgir sögunni hvort von sé á myndinni í fullri lengd. Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent
Nú þegar nýhafin er sýning á sjöundu mynd Fast & Furious er tilhlýðilegt að sjá hvernig pólska útgáfan af myndinni myndi líta út, ef hún væri af fullri lengd. Í þessu myndskeiði eru á ferð pólskir grínistar og ná þeir algerlega stemmningunni úr myndunum Fast & Furious, en bara með húmorískari hætti. Í stað ofuröflugra bíla beita þeir fyrir sér Trabant, Fiat 126p og 125p bílum, eldgömlu mótorhjóli og enn eldri dráttarvél. Grínistarnir sýna þarna ekki síðri leik en í myndunum frægu og líklega eiga þeir meiri von á Óskarstilnefningum en fyrirmyndin. Mynd sína hafa Pólverjarnir nefnt Ugly and Angry, alls ekki síðri titill en Fast & Furious. Ekki fylgir sögunni hvort von sé á myndinni í fullri lengd.
Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent