Enski boltinn

Chelsea gerði tilboð í japanskan framherja

Muto í leik með Tokyo.
Muto í leik með Tokyo. vísir/getty
Chelsea er búið að gera Tokyo FC tilboð í framherjann Yoshinori Muto. Þetta er 22 ára gamall strákur sem hefur spilað ellefu landsleiki fyrir Japan.

Hann hefur farið mikinn í upphafi tímabilsins í Japan og skorað þrjú mörk í fyrstu fjórum leikjum liðsins.

Muto liggur nú undir feldi hvort hann eigi að taka stökkið í enska boltann.

Strákurinn er ekki bara sprækur í fótbolta heldur er hann nýútskrifaður úr háskóla þar sem hann nam hagfræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×