Enski boltinn

Markvörður Blackburn nálægt því að jafna á móti Liverpool | Sjáðu færið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Liverpool komst í undanúrslit ensku bikarkeppninnar í fótbolta í gærkvöldi með sigri á Blackburn í endurteknum leik, 1-0, á Ewood Park.

Phillipe Coutinho skoraði eina mark gestanna á 70. mínútu, en Blackburn var ekki langt frá því að jafna metin á ótrúlegan hátt á fjórðu mínútu í uppbótartíma.

Markvörður Blackburn, Simon Eastwood, skellti sér þá fram í sóknina þegar heimamenn áttu langt innkast og komst markvörðurinn í fínt skotfæri í teignum.

Skotið fór í gegnum varnarpakka Liverpool en sem betur fer fyrir Simon Mignolet í marki gestanna var það beint á hann. Belginn hélt ekki boltanum en náði að stökkva á hann áður en leikmenn Blackburn komust í frákastið.

Þetta skemmtilega atvik má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×