Enski boltinn

Wenger: Wilshere er ekki til sölu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, ætlar ekki að selja enska landsliðsmanninn Jack Wilshere sem hefur verið orðaður við Manchester City undanfarna daga.

„Við erum ekki í þeirri stöðu lengur að við þurfum að selja okkar bestu menn,“ sagði Wenger.

Wilshere hefur verið í herbúðum Arsenal síðan hann var níu ára gamall en verið mikið frá vegna meiðsla undanfarin misseri.

„Við getum ekki rætt allar fyrirsagnir blaðanna sem ekki eru sannar á blaðamannafundum,“ sagði Frakkinn á fréttamannafundi í gær.

Wilshere, sem er enn og aftur að jafna sig af meiðslum, spilaði með U21 árs liði Arsenal í vikunni og gæti spilað sinn fyrsta leik síðan í nóvember um helgina.

„Það geta allir lagt sín lóð á vogarskálarnar fram undir enda tímabilsins,“ sagði Arsene Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×