Enski boltinn

Keane segist vera saklaus

Roy Keane.
Roy Keane. vísir/getty
Roy Keane ætlar að berjast gegn kæru um ofbeldi í garð leigubílstjóra.

Atvikið á að hafa átt sér stað í janúar. Keane á þá að hafa veist að leigubílstjóranum og farþega hans út á götu. Leigubílstjórinn heldur því fram að Keane hafi verið ögrandi og beitt ofbeldi.

Málið var tekið fyrir í morgun. Keane mætti ekki sjálfur í réttarsalinn en lögfræðingur hans sagði að Keane lýsti sig saklausan.

Málsmeðferð mun fara fram þann 19. janúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×