Fundað á ný eftir vikuhlé Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. apríl 2015 12:03 Páll Halldórsson formaður BHM Vísir/Stefán Allt stefnir í að á þriðja þúsund félagsmenn BHM leggi niður störf á morgun. Samninganefndir Bandalags háskólmanna og ríksins koma saman til fundar í Karphúsinu í dag eftir vikulangt hlé. Formaður BHM vonast til að samninganefnd ríkisins kynni þar nýtt útspil til að hægt verði að leysa kjaradeiluna áður en til allsherjarverkfalls kemur. Verkfallsaðgerðir BHM hófust í gær. Þá lögðu fimm hundruð og sextíu félagsmenn Bandalags háskólamanna niður störf. Flestir þeirra starfa á Landspítalanum eða öðrum heilbrigðisstofnunum en um er að ræða geislafræðinga, lífeindafræðinga, ljósmæður og náttúrfræðinga á spítalanum. Þá lögðu lögfræðingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu einnig niður störf í gær. Á morgun hefst svo allsherjarverkfall BHM ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Reynt verður til þrautar að leysa deiluna í dag þegar samninganefndir BHM og ríkisins hittast á fundi hjá Ríkissáttasemjara í Karphúsinu eftir hádegi. Um vika er liðin frá því deiluaðilar hittust síðast á fundi. „Við förum á fund á eftir og við sjáum hvað þar kemur fram. Það hefur komið fram að ríkið var ekki tilbúið að funda með okkur um páskana en töldu sig þurfa þennan tíma til þess að undirbúa eitthvað og ég er bara spenntur að sjá hvað kemur út úr því og við mætum á fundinn. Boltinn er hjá þeim og við tökum bara afstöðu til þess sem að þar kemur fram,“ segir Páll Halldórsson formaður BHM. Páll vonast til að samninganefnd ríksins kynni á fundinum nýtt útspil svo hægt verði að leysa deiluna. „Maður auðvitað vonar að það gerist eitthvað en ég get ekki fullyrt um það. Það er auðvitað þeirra að svara til um það en ég geri auðvitað þá kröfu til þeirra að þeir komi með eitthvað inn í þessa deilu þannig að við getum svona eitthvað fikrað okkur til lausnar,“ segir Páll. Á morgun leggja ríflega tvö þúsund og þrjú hundruð félagsmenn BHM niður störf ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Á meðal þeirra eru félagar í Sálfræðingafélagi Íslands, Iðjuþjálfafélagi Íslands og Þroskaþjálfafélagi Íslands. Páll segir enn nokkuð bera í milli samninganefndanna. „Auðvitað er það þannig að ef við ætluðum að taka okkar ýtrustu kröfur á skömmum tíma þá auðvitað má segja að það beri mikið í milli en við auðvitað erum að reyna að finna einhverjar leiðir,“ segir Páll Halldórsson. Tengdar fréttir Stjórnendur Landspítala hafa áhyggjur af öryggi Verkfall hefst á Landspítala í dag. Talið að það muni hafa jafn víðtæk áhrif og læknaverkfallið, meðal annars á þjónustu við ófrískar konur og hjartasjúklinga. Starfandi forstjóri hefur áhyggjur af öryggi sjúklinganna. 7. apríl 2015 07:00 Hörkuverkföll virðast það eina í spilunum Formaður BHM vonast til að viðsemjendurnir hjá ríkinu fari að átta sig á alvöru málsins. Verkföll eru hafin. Fundað verður í deilunni í dag og búist er við útspili af hálfu ríkisins. Formaður SGS furðar sig á skorti á samningsvilja hjá ríki og SA. 8. apríl 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri Sjá meira
Allt stefnir í að á þriðja þúsund félagsmenn BHM leggi niður störf á morgun. Samninganefndir Bandalags háskólmanna og ríksins koma saman til fundar í Karphúsinu í dag eftir vikulangt hlé. Formaður BHM vonast til að samninganefnd ríkisins kynni þar nýtt útspil til að hægt verði að leysa kjaradeiluna áður en til allsherjarverkfalls kemur. Verkfallsaðgerðir BHM hófust í gær. Þá lögðu fimm hundruð og sextíu félagsmenn Bandalags háskólamanna niður störf. Flestir þeirra starfa á Landspítalanum eða öðrum heilbrigðisstofnunum en um er að ræða geislafræðinga, lífeindafræðinga, ljósmæður og náttúrfræðinga á spítalanum. Þá lögðu lögfræðingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu einnig niður störf í gær. Á morgun hefst svo allsherjarverkfall BHM ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Reynt verður til þrautar að leysa deiluna í dag þegar samninganefndir BHM og ríkisins hittast á fundi hjá Ríkissáttasemjara í Karphúsinu eftir hádegi. Um vika er liðin frá því deiluaðilar hittust síðast á fundi. „Við förum á fund á eftir og við sjáum hvað þar kemur fram. Það hefur komið fram að ríkið var ekki tilbúið að funda með okkur um páskana en töldu sig þurfa þennan tíma til þess að undirbúa eitthvað og ég er bara spenntur að sjá hvað kemur út úr því og við mætum á fundinn. Boltinn er hjá þeim og við tökum bara afstöðu til þess sem að þar kemur fram,“ segir Páll Halldórsson formaður BHM. Páll vonast til að samninganefnd ríksins kynni á fundinum nýtt útspil svo hægt verði að leysa deiluna. „Maður auðvitað vonar að það gerist eitthvað en ég get ekki fullyrt um það. Það er auðvitað þeirra að svara til um það en ég geri auðvitað þá kröfu til þeirra að þeir komi með eitthvað inn í þessa deilu þannig að við getum svona eitthvað fikrað okkur til lausnar,“ segir Páll. Á morgun leggja ríflega tvö þúsund og þrjú hundruð félagsmenn BHM niður störf ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Á meðal þeirra eru félagar í Sálfræðingafélagi Íslands, Iðjuþjálfafélagi Íslands og Þroskaþjálfafélagi Íslands. Páll segir enn nokkuð bera í milli samninganefndanna. „Auðvitað er það þannig að ef við ætluðum að taka okkar ýtrustu kröfur á skömmum tíma þá auðvitað má segja að það beri mikið í milli en við auðvitað erum að reyna að finna einhverjar leiðir,“ segir Páll Halldórsson.
Tengdar fréttir Stjórnendur Landspítala hafa áhyggjur af öryggi Verkfall hefst á Landspítala í dag. Talið að það muni hafa jafn víðtæk áhrif og læknaverkfallið, meðal annars á þjónustu við ófrískar konur og hjartasjúklinga. Starfandi forstjóri hefur áhyggjur af öryggi sjúklinganna. 7. apríl 2015 07:00 Hörkuverkföll virðast það eina í spilunum Formaður BHM vonast til að viðsemjendurnir hjá ríkinu fari að átta sig á alvöru málsins. Verkföll eru hafin. Fundað verður í deilunni í dag og búist er við útspili af hálfu ríkisins. Formaður SGS furðar sig á skorti á samningsvilja hjá ríki og SA. 8. apríl 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri Sjá meira
Stjórnendur Landspítala hafa áhyggjur af öryggi Verkfall hefst á Landspítala í dag. Talið að það muni hafa jafn víðtæk áhrif og læknaverkfallið, meðal annars á þjónustu við ófrískar konur og hjartasjúklinga. Starfandi forstjóri hefur áhyggjur af öryggi sjúklinganna. 7. apríl 2015 07:00
Hörkuverkföll virðast það eina í spilunum Formaður BHM vonast til að viðsemjendurnir hjá ríkinu fari að átta sig á alvöru málsins. Verkföll eru hafin. Fundað verður í deilunni í dag og búist er við útspili af hálfu ríkisins. Formaður SGS furðar sig á skorti á samningsvilja hjá ríki og SA. 8. apríl 2015 07:00