Tónlist

Hasselhoff aðdáandi fulltrúa Finna í Eurovision

Birgir Olgeirsson skrifar
David Hasselhoff hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við fulltrúa Finna í Eurovision.
David Hasselhoff hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við fulltrúa Finna í Eurovision. Vísir/Getty/YouTube
Fulltrúar Finnlands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár hafa fengið stuðning frá leikaranum og tónlistarmanninum David Hasselhoff. Hann lýsti yfir stuðningi við pönksveitina Pertti Kurikan Nimipäivät á samfélagsmiðlinum Twitter en hann segir sveitina veita sér innblástur.

Sveitin sló rækilega í gegn eftir að hafa unnið finnsku undankeppnina sem veitti henni farmiða á Eurovision-keppnina í Vín í Austurríki þar sem hún mun flytja lagið Aina mun pitää.

Hasselhoff þekkja margir úr sjónvarpsþáttunum Knight Rider og Baywatch en hann hefur gefið út nokkrar plötur á ferli sínum og verið dómara í þáttunum America´s Got Talent og Britain´s Got Talent. Hann stjórnar nú spjallþætti hjá MTV í Finnlandi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.