Gjafir okkar til þeirra Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. apríl 2015 10:30 Það er með ólíkindum að Ísland hafi ekki tekið fleiri framfaraskref við afnám tolla á innfluttar landbúnaðarafurðir því þeir valda neytendum og þar með öllum almenningi gríðarlegu tjóni á hverju ári. Fyrirtæki sem krefjast verndartolla gagnvart erlendri samkeppni reyna alltaf að setja fram einhverja réttlætingu fyrir kröfunni. Þannig gefa þau í skyn að samfélagið í heild njóti góðs af tollunum og sérstakar hagsbætur sem þau njóta af þeim séu að einhverju læti tilviljanakenndar. Fæðuröryggisrökin eru sprottin úr þessum jarðvegi. Þannig er reynt að telja almenningi trú um að það sé í þágu þjóðarinnar allrar að vernda nokkra innlenda kjötframleiðendur, svo dæmi sé tekið, til þess að tryggja nægilegt framboð af þessum afurðum hér á landi ef í harðbakkann slær hjá erlendum framleiðendum. Í grunninn þá eru frjáls viðskipti með landbúnaðarafurðir best til þess fallin að tryggja framboð af matvælum á viðráðanlegu verði. Og fæðuöryggið eykst í reynd við afnám tolla því innlendir framleiðendur auka hagkvæmni sína og samkeppnishæfni þegar þeir mæta erlendri samkeppni. Tollar gera fyrirtækjum, sem starfa í skjóli þeirra, kleift að hækka verð og auka hagnað sinn og þeir vernda óhagkvæman iðnað sem hefur glatað samkeppnishæfni sinni. Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, segir í bók sinni The Price of Inequality að tollar til að vernda innlenda framleiðslu séu í raun „gjafir almennings“ til innlendra framleiðenda. Óeðlileg tilfærsla verðmæta frá almenningi til þessara fáu framleiðenda felst í mismuninum á því verði sem almenningur greiðir vegna tollanna og því verði sem væri greitt ef innflutningur væri frjáls. Það er gjaldið sem við greiðum. Þannig er almenningur látinn bera kostnaðinn af því að vernda nokkur innlend fyrirtæki. Það er í raun með ólíkindum að þetta sé staðreynd á árinu 2015. Ekki verður séð að tollar á innflutt kjöt, eins og svínakjöt og kjúkling, séu annað en eiginlegar gjafir almennings til fárra fyrirtækja sem eru ráðandi í þessari framleiðslu á Íslandi. Þannig er allri þjóðinni haldið læstri inni í tollum svo nokkrir framleiðendur geti haldið áfram rekstri. Það sjá allir óréttlætið sem í þessu felst.Í nýju mati Viðskiptaráðs Íslands á áhrifum tolla á matvæli, sem kom út í gær, kemur fram að afnám tolla á matvæli myndi spara meðalfjölskyldunni 76 þúsund krónur í matarútgjöld á ári. Þetta jafngildir 10 milljarða króna árlegum sparnaði fyrir íslenska neytendur en um 40 prósent matarútgjalda heimila má rekja til vörutegunda þar sem tollvernd er við lýði. Þá bendir Viðskiptaráð á að eini geirinn innan landbúnaðarins sem skili jákvæðri rekstarafkomu að teknu tilliti framleiðslustyrkja sé garðyrkja. Við síðustu aldamót voru tollar á grænmeti felldir niður og styrkjafyrirkomulagi greinarinnar breytt. Eftir breytingarnar lækkaði útsöluverð á grænmeti um allt að 45 prósent. Þrátt fyrir umtalsverðar verðlækkanir á grænmeti í kjölfar breytinganna hefur grænmetisframleiðsla á Íslandi staðið þær af sér og gott betur. Af hverju ætti ekki nákvæmlega sama lögmál að gilda um aðrar landbúnaðarafurðir, eins og kjöt? Greining Viðskiptaráðs ætti að vera fóður fyrir hugrakka stjórnmálamenn til að ráðast loksins í róttækar breytingar á tollalöggjöfinni almenningi til hagsbóta. Því við töpum öll á tollunum. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er með ólíkindum að Ísland hafi ekki tekið fleiri framfaraskref við afnám tolla á innfluttar landbúnaðarafurðir því þeir valda neytendum og þar með öllum almenningi gríðarlegu tjóni á hverju ári. Fyrirtæki sem krefjast verndartolla gagnvart erlendri samkeppni reyna alltaf að setja fram einhverja réttlætingu fyrir kröfunni. Þannig gefa þau í skyn að samfélagið í heild njóti góðs af tollunum og sérstakar hagsbætur sem þau njóta af þeim séu að einhverju læti tilviljanakenndar. Fæðuröryggisrökin eru sprottin úr þessum jarðvegi. Þannig er reynt að telja almenningi trú um að það sé í þágu þjóðarinnar allrar að vernda nokkra innlenda kjötframleiðendur, svo dæmi sé tekið, til þess að tryggja nægilegt framboð af þessum afurðum hér á landi ef í harðbakkann slær hjá erlendum framleiðendum. Í grunninn þá eru frjáls viðskipti með landbúnaðarafurðir best til þess fallin að tryggja framboð af matvælum á viðráðanlegu verði. Og fæðuöryggið eykst í reynd við afnám tolla því innlendir framleiðendur auka hagkvæmni sína og samkeppnishæfni þegar þeir mæta erlendri samkeppni. Tollar gera fyrirtækjum, sem starfa í skjóli þeirra, kleift að hækka verð og auka hagnað sinn og þeir vernda óhagkvæman iðnað sem hefur glatað samkeppnishæfni sinni. Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, segir í bók sinni The Price of Inequality að tollar til að vernda innlenda framleiðslu séu í raun „gjafir almennings“ til innlendra framleiðenda. Óeðlileg tilfærsla verðmæta frá almenningi til þessara fáu framleiðenda felst í mismuninum á því verði sem almenningur greiðir vegna tollanna og því verði sem væri greitt ef innflutningur væri frjáls. Það er gjaldið sem við greiðum. Þannig er almenningur látinn bera kostnaðinn af því að vernda nokkur innlend fyrirtæki. Það er í raun með ólíkindum að þetta sé staðreynd á árinu 2015. Ekki verður séð að tollar á innflutt kjöt, eins og svínakjöt og kjúkling, séu annað en eiginlegar gjafir almennings til fárra fyrirtækja sem eru ráðandi í þessari framleiðslu á Íslandi. Þannig er allri þjóðinni haldið læstri inni í tollum svo nokkrir framleiðendur geti haldið áfram rekstri. Það sjá allir óréttlætið sem í þessu felst.Í nýju mati Viðskiptaráðs Íslands á áhrifum tolla á matvæli, sem kom út í gær, kemur fram að afnám tolla á matvæli myndi spara meðalfjölskyldunni 76 þúsund krónur í matarútgjöld á ári. Þetta jafngildir 10 milljarða króna árlegum sparnaði fyrir íslenska neytendur en um 40 prósent matarútgjalda heimila má rekja til vörutegunda þar sem tollvernd er við lýði. Þá bendir Viðskiptaráð á að eini geirinn innan landbúnaðarins sem skili jákvæðri rekstarafkomu að teknu tilliti framleiðslustyrkja sé garðyrkja. Við síðustu aldamót voru tollar á grænmeti felldir niður og styrkjafyrirkomulagi greinarinnar breytt. Eftir breytingarnar lækkaði útsöluverð á grænmeti um allt að 45 prósent. Þrátt fyrir umtalsverðar verðlækkanir á grænmeti í kjölfar breytinganna hefur grænmetisframleiðsla á Íslandi staðið þær af sér og gott betur. Af hverju ætti ekki nákvæmlega sama lögmál að gilda um aðrar landbúnaðarafurðir, eins og kjöt? Greining Viðskiptaráðs ætti að vera fóður fyrir hugrakka stjórnmálamenn til að ráðast loksins í róttækar breytingar á tollalöggjöfinni almenningi til hagsbóta. Því við töpum öll á tollunum. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun