Enski boltinn

Clattenburg dæmir Manchester-slaginn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Luke Shaw fær að líta rauða spjaldið hjá Mark Clattenburg á móti West Ham.
Luke Shaw fær að líta rauða spjaldið hjá Mark Clattenburg á móti West Ham. vísir/getty
Mark Clattenburg dæmir stórleikinn í ensku úrvalsdeildinni um helgina þegar Manchester-liðin United og City mætast á Old Trafford.

Leikurinn hefur mikla þýðingu í baráttunni um Meistaradeildarsæti því Liverpool mætir Newcastle um helgina og nýtir sér væntanlega stigatap annars liðsins eða beggja skilji þau jöfn.

Clattenburg hefur gefið 78 gul spjöld á leiktíðinni og er í áttunda sæti yfir flest guld spjöld í úrvalsdeildinni, en hann hefur rekið tvo United-menn út af í vetur.

Hann rak bakvörðinn Luke Shaw út af seint í 1-1 jafntefli United gegn West Ham og þá fékk miðvörðurinn ungi Tyler Blackett reisupassann í 5-3 tapinu gegn nýliðum Leicester. Þetta eru einu rauðu spjöldin sem Clattenburg hefur lyft á leiktíðinni.

Dómarinn rak þó Vincent Kompany, fyrirliða Manchester City, út af í landsleik Belgíu og Ísrael. Kompany fékk tvö gul spjöld og þar með rautt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×