Íslenski boltinn

Garðar tryggði Stjörnunni fimmta sigurinn í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Garðar Jóhannsson.
Garðar Jóhannsson. Vísir/Stefán
Íslandsmeistarar Stjörnunnar héldu sigurgöngu sinni áfram í Lengjubikar karla í fótbolta í kvöld þegar liðið vann 1-0 sigur á Haukum í Kórnum.

Garðar Jóhannsson skoraði eina mark leiksins með skallamarki í fyrri hálfleik. Haukar fengu sín færi til að stela sigri en Garðbæingar gátu líka bætt við mörkum.

Garðar var þarna að skora í öðrum leiknum í röð en hann missti af þremur fyrstu leikjum liðsins í Lengjubikarnum.  

Stjarnan fékk bara eitt stig í fyrstu tveimur leikjum sínum í Lengjubikarnum en Stjörnuliðið hefur síðan þá unnið Fjarðabyggð (6-1), Þór (1-0), Keflavík (2-0), Grindavík (3-1) og svo Hauka í kvöld.

Stjörnumenn eru í öðru sæti A-riðilsins, tveimur stigum á eftir toppliði ÍA en Valsmenn geta komist upp fyrir Garðabæjarliðið með sigri á Haukum á föstudaginn.

Upplýsingar um markaskorara leiksins eru fengnar frá fótbolti.net.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×