Ríkið skilar auðu í viðræðum við háskólamenn Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 7. apríl 2015 19:29 Magnús Pétursson ríkissáttasemjari segir að ekki þýði að boða til funda ef menn hafa ekki um neitt að tala. BHM hefur kallað fundahlé í deilunni yfir páskana vítavert ábyrgðarleysi. Guðmundur H. Guðmundsson varaformaður samninganefndar ríkisins sagði í dag að það hefði alfarið verið ákvörðun Magnúsar Péturssonar ríkissáttasemjara að boða enga sáttafundi í deilu ríkisins og BHM í heila viku.Verða að leggja eitthvað af mörkumMagnús Pétursson segir við Stöð 2 að fundað hafi verið í tvígang um deiluna eftir að málið kom á borð sáttasemjara, án framgangs: „Þegar við skildum hér, miðvikudaginn fyrir páska, var ríkið ekki tilbúið að leggja neitt af mörkum til málsins,“ segir Magnús og bætir við að það þýði lítið að halda fundi ef menn séu ekki tilbúnir að leggja neitt til. Magnús er einnig fyrrverandi forstjóri Landspítalans og þekkir málið því betur en margir. „Ég hef einhverja hugmynd um það, hvað það þýðir á Landspítalanum þegar geislafræðingar og fleiri fara í verkfall. Það er grafalvarlegt mál. Til þess að það sé hægt að leysa það, þá þurfa báðir aðilar að vera tilbúnir til að sveigja af kröfum og leggja eitthvað fram til að mæta kröfum.“Mikill hugur í verkfallsfólkiHalla Þorvaldsdóttir varaformaður BHM segir að mikill hugur sé í verkfallsfólki. Það sé hinsvegar óviðunandi staða að standa í svona aðgerðum árið 2015. Það sé hrikalegt og valdi miklu hugarangri og áhyggjum. Fjöldi fólks var mættur í verkfallsmiðstöð BHM í morgun, á fyrsta degi verkfallsins. Samningafundur í deilunni hefst aftur eftir hádegi á morgun, en vika er frá síðsta fundi. Aðildarfélög BHM standa saman í aðgerðunum og þær eru greiddar af öllum verkfallsjóðum aðildarfélaganna. Launatap félagsmanna verður því með minnsta móti. Halla segir að samningar í fyrra hafi verið vopnahléssamningur og öllum hafi verið ljóst að ástandið yrðu alvarlegt ef ekki kæmi meira til í viðræðunum núna. Samninganefnd ríkisins hafi hingað til ekkert boðið sem máli skiptir að mati BHM, einungis 3,5 prósent hækkun. Það sé mjög langt frá því sem þurfi til að ná samningum. Vonast sé til að það rætist úr á samningafundinum á morgun. Tengdar fréttir Starfsemi Blóðbankans í lágmarki vegna verkfalls Hundruð félagsmanna BHM eru í verkfalli í dag og gætir áhrifa þess víða, meðal annars á heilbrigðisstofnunum landsins sem og í Blóðbankanum. 7. apríl 2015 11:23 Fresta hefur þurft skurðaðgerðum vegna verkfalls Fresta þurfti skurðaðgerðum á Landspítalanum í morgun vegna verkfallsaðgerða félagsmanna BHM. Starfandi forstjóri spítalans segir áhrifa verkfallsaðgerðanna gæta víða á spítalanum. 7. apríl 2015 13:43 Formaður samninganefndar ríkisins í leyfi Hefur ekki áhrif á framvindu kjaradeilu ríkisins og BHM samkvæmt fjármála-og efnahagsráðuneytinu. 7. apríl 2015 10:37 Enginn fundur um páskana Íslenska ríkið stefndi Bandalagi háskólamanna fyrir Félagsdóm vegna verkfallsboðunar fimm aðildarfélaga 7. apríl 2015 07:00 Mikill hugur í félagsmönnum BHM Mikill hugur er í félagsmönnum BHM sem hófu verkfallsaðgerðir á miðnætti. Þetta segir Páll Halldórsson formaður Bandalags háskólamanna. Fimm hundruð og sextíu félagsmenn BHM lögðu niður störf á miðnætti. 7. apríl 2015 14:52 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Magnús Pétursson ríkissáttasemjari segir að ekki þýði að boða til funda ef menn hafa ekki um neitt að tala. BHM hefur kallað fundahlé í deilunni yfir páskana vítavert ábyrgðarleysi. Guðmundur H. Guðmundsson varaformaður samninganefndar ríkisins sagði í dag að það hefði alfarið verið ákvörðun Magnúsar Péturssonar ríkissáttasemjara að boða enga sáttafundi í deilu ríkisins og BHM í heila viku.Verða að leggja eitthvað af mörkumMagnús Pétursson segir við Stöð 2 að fundað hafi verið í tvígang um deiluna eftir að málið kom á borð sáttasemjara, án framgangs: „Þegar við skildum hér, miðvikudaginn fyrir páska, var ríkið ekki tilbúið að leggja neitt af mörkum til málsins,“ segir Magnús og bætir við að það þýði lítið að halda fundi ef menn séu ekki tilbúnir að leggja neitt til. Magnús er einnig fyrrverandi forstjóri Landspítalans og þekkir málið því betur en margir. „Ég hef einhverja hugmynd um það, hvað það þýðir á Landspítalanum þegar geislafræðingar og fleiri fara í verkfall. Það er grafalvarlegt mál. Til þess að það sé hægt að leysa það, þá þurfa báðir aðilar að vera tilbúnir til að sveigja af kröfum og leggja eitthvað fram til að mæta kröfum.“Mikill hugur í verkfallsfólkiHalla Þorvaldsdóttir varaformaður BHM segir að mikill hugur sé í verkfallsfólki. Það sé hinsvegar óviðunandi staða að standa í svona aðgerðum árið 2015. Það sé hrikalegt og valdi miklu hugarangri og áhyggjum. Fjöldi fólks var mættur í verkfallsmiðstöð BHM í morgun, á fyrsta degi verkfallsins. Samningafundur í deilunni hefst aftur eftir hádegi á morgun, en vika er frá síðsta fundi. Aðildarfélög BHM standa saman í aðgerðunum og þær eru greiddar af öllum verkfallsjóðum aðildarfélaganna. Launatap félagsmanna verður því með minnsta móti. Halla segir að samningar í fyrra hafi verið vopnahléssamningur og öllum hafi verið ljóst að ástandið yrðu alvarlegt ef ekki kæmi meira til í viðræðunum núna. Samninganefnd ríkisins hafi hingað til ekkert boðið sem máli skiptir að mati BHM, einungis 3,5 prósent hækkun. Það sé mjög langt frá því sem þurfi til að ná samningum. Vonast sé til að það rætist úr á samningafundinum á morgun.
Tengdar fréttir Starfsemi Blóðbankans í lágmarki vegna verkfalls Hundruð félagsmanna BHM eru í verkfalli í dag og gætir áhrifa þess víða, meðal annars á heilbrigðisstofnunum landsins sem og í Blóðbankanum. 7. apríl 2015 11:23 Fresta hefur þurft skurðaðgerðum vegna verkfalls Fresta þurfti skurðaðgerðum á Landspítalanum í morgun vegna verkfallsaðgerða félagsmanna BHM. Starfandi forstjóri spítalans segir áhrifa verkfallsaðgerðanna gæta víða á spítalanum. 7. apríl 2015 13:43 Formaður samninganefndar ríkisins í leyfi Hefur ekki áhrif á framvindu kjaradeilu ríkisins og BHM samkvæmt fjármála-og efnahagsráðuneytinu. 7. apríl 2015 10:37 Enginn fundur um páskana Íslenska ríkið stefndi Bandalagi háskólamanna fyrir Félagsdóm vegna verkfallsboðunar fimm aðildarfélaga 7. apríl 2015 07:00 Mikill hugur í félagsmönnum BHM Mikill hugur er í félagsmönnum BHM sem hófu verkfallsaðgerðir á miðnætti. Þetta segir Páll Halldórsson formaður Bandalags háskólamanna. Fimm hundruð og sextíu félagsmenn BHM lögðu niður störf á miðnætti. 7. apríl 2015 14:52 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Starfsemi Blóðbankans í lágmarki vegna verkfalls Hundruð félagsmanna BHM eru í verkfalli í dag og gætir áhrifa þess víða, meðal annars á heilbrigðisstofnunum landsins sem og í Blóðbankanum. 7. apríl 2015 11:23
Fresta hefur þurft skurðaðgerðum vegna verkfalls Fresta þurfti skurðaðgerðum á Landspítalanum í morgun vegna verkfallsaðgerða félagsmanna BHM. Starfandi forstjóri spítalans segir áhrifa verkfallsaðgerðanna gæta víða á spítalanum. 7. apríl 2015 13:43
Formaður samninganefndar ríkisins í leyfi Hefur ekki áhrif á framvindu kjaradeilu ríkisins og BHM samkvæmt fjármála-og efnahagsráðuneytinu. 7. apríl 2015 10:37
Enginn fundur um páskana Íslenska ríkið stefndi Bandalagi háskólamanna fyrir Félagsdóm vegna verkfallsboðunar fimm aðildarfélaga 7. apríl 2015 07:00
Mikill hugur í félagsmönnum BHM Mikill hugur er í félagsmönnum BHM sem hófu verkfallsaðgerðir á miðnætti. Þetta segir Páll Halldórsson formaður Bandalags háskólamanna. Fimm hundruð og sextíu félagsmenn BHM lögðu niður störf á miðnætti. 7. apríl 2015 14:52