Enski boltinn

Sex mörk í sex stiga leik en bara eitt stig á lið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Christian Benteke var með þrennu í kvöld.
Christian Benteke var með þrennu í kvöld. Vísir/Getty
Aston Villa og Queens Park Rangers gerðu 3-3 jafntefli í kvöld í gríðarlega mikilvægum leik í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Christian Benteke skoraði þrennu fyrir Aston Villa í leiknum og skoraði jöfnunarmarkið sjö mínútum fyrir leikslok.

Queens Park Rangers komst tvisvar yfir í leiknum en liðið hefði sent Aston Villa niður í fallsæti með sigri.

Leiknum var flýtt vegna þátttöku Aston Villa í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar seinna í þessum mánuði.

Matt Phillips kom Queens Park Rangers í 1-0 strax á sjö mínútu leiksins en það stóð ekki lengi því Belginn Christian Benteke koma Aston Villa yfir með tveimur mörkum á næstu 26 mínútum.

Staðan var 2-1 fyrir Aston Villa í hálfleik en Clint Hill jafnaði metin fyrir Queens Park Rangers eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Charlie Austin kom QPR aftur yfir en Christian Benteke jafnaði metin og fullkomnaði þrennuna þegar sjö mínútur voru eftir.

Aston Villa er nú með 29 stig eða þremur stigum meira en Queens Park Rangers sem er með betri markatölu og því hefði sigur dugar liðinu til að komst upp úr fallsæti.

Likurinn byrjaði vel fyrir Queens Park Rangers. Matt Phillips kom QPR í 1-0 á 7. mínútu með skallamarki eftir sendingu frá á 7. mínútu en Christian Benteke jafnaði metin á 10. mínútu eftir sendingu frá Fabian Delph.

Christian Benteke var aftur á ferðinni á 33. mínútu eftir stungusendingu frá Gabriel Agbonlahor.

Leikmenn Queens Park Rangers gáfust ekki upp. Clint Hill jafnaði með skalla á 55. mínútu efir hornspyrnu Matt Phillips en þetta var fyrsta mark þessa 36 ára gamla leikmanns í ensku úrvalsdeildinni.

Charlie Austin kom QPR síðan í 3-2 á 78. mínútu eftir aðra stoðsendingu frá Matt Phillips sem átti þátt í öllum þremur mörkunum.

Christian Benteke innsiglaði þrennuna sína og jafnaði metin á 83. mínútu með skoti beint úr aukaspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×