Mercedes Benz E-Class með 4 forþjöppur Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2015 14:30 Mercedes Benz E-Class Coupe. Þegar 2016 árgerðin af Mercedes Benz E-Class verður kynnt má velja um dísilvél í bílnum sem er með fjórum forþjöppum og er hún ríflega 400 hestöfl. Einnig verður í boði sama vél með tveimur forþjöppum og 313 hestöfl. Vélin er 2,9 lítra línuvél með sex strokkum. Tvær af þessum fjórum forþjöppum eru rafmagnsforþjöppur, en svo virðist sem þær séu í sífellt auknu mæli að ryðja sér til rúms. Vélarnar verða með ógnarmikið tog, sú minni 516 pund-fet og sú stærri 627. E-Class má einnig fá með tveimur gerðum 2,9 lítra bensínvélar sem skila 367 og 435 hestöflum. Nýr E-Class fer í allmikla megrun og mun léttast um allt frá 70 til 150 kíló eftir útfærslum bílsins og gera má ráð fyrir að aukin notkun áls og hástyrktarstáls spili þar stærstan þátt. Eins og í núverandi gerðum verða í boði 7 mismunandi týpur E-Class og verða coupe- og blæjuúgáfur bílsins örlítið stærri en fyrr til að gera rými fyrir aftursætisfarþega meira og í takt við aðrar gerðir hans. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent
Þegar 2016 árgerðin af Mercedes Benz E-Class verður kynnt má velja um dísilvél í bílnum sem er með fjórum forþjöppum og er hún ríflega 400 hestöfl. Einnig verður í boði sama vél með tveimur forþjöppum og 313 hestöfl. Vélin er 2,9 lítra línuvél með sex strokkum. Tvær af þessum fjórum forþjöppum eru rafmagnsforþjöppur, en svo virðist sem þær séu í sífellt auknu mæli að ryðja sér til rúms. Vélarnar verða með ógnarmikið tog, sú minni 516 pund-fet og sú stærri 627. E-Class má einnig fá með tveimur gerðum 2,9 lítra bensínvélar sem skila 367 og 435 hestöflum. Nýr E-Class fer í allmikla megrun og mun léttast um allt frá 70 til 150 kíló eftir útfærslum bílsins og gera má ráð fyrir að aukin notkun áls og hástyrktarstáls spili þar stærstan þátt. Eins og í núverandi gerðum verða í boði 7 mismunandi týpur E-Class og verða coupe- og blæjuúgáfur bílsins örlítið stærri en fyrr til að gera rými fyrir aftursætisfarþega meira og í takt við aðrar gerðir hans.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent