Enski boltinn

Hjörvar: Ef Sterling er besti unglingur heims þarf að borga honum eftir því

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Raheem Sterling gerði allt vitlaust í síðustu viku þegar hann hafnaði launatilboði Liverpool upp á 100.000 pund á viku og ræddi svo málefni sín í viðtali við BBC.

Sterling er sagður vilja fá hærra kaup eigi hann að vera áfram hjá Liverpool, en leikmaðurinn ungi er þó með samning til ársins 2017.

„Við höfum oft talað um Sterling sem besta ungling í heimi og þá velti ég því fyrir mér hvort ekki þurfi að borga honum eins og besta unglingi í heimi. Það hlýtur að vera,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Messunni í gær.

„Þetta er hluti af þessum geðsjúka sjónvarpssamningi sem kemur í gildi á þar næstu leiktíð. Þá aukast sjónvarpstekjurnar og menn vilja bara meira.“

„Það er ekkert hægt að ganga að neinu vísu með þennan strák því hann er ekkert frá Liverpool. Þetta er strákur frá London sem er sóttur frá QPR þannig það er frekar langsótt að ætlast til þess að hann haldi tryggð við liðið,“ sagði Hjörvar.

Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Sterling: Snýst ekki um peninga

Raheem Sterling, framherji Liverpool, hefur mikið verið í umræðunni undanfarnar vikur. Framherjanum unga hefur verið boðinn nýr samningur, en hann hefur ekki enn samþykkt hann. Það fellur misvel í kramið hjá stuðningsmönnum Liverpool.

Rodgers segir Sterling ekki vera á förum

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir að Raheem Sterling, framherji liðsins, sé ekki á förum frá félaginu. Sterling var í athyglisverðu viðtali við BBC í gær þar sem hann greindi frá því að hann vilji vinna titla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×