Enski boltinn

Pellegrini óttast ekki að verða rekinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Manuel Pellegrini.
Manuel Pellegrini. vísir/getty
Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, segist ekki hafa áhyggjur af starfi sínu þrátt fyrir tap gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Manchester City er nú níu stigum á eftir Chelsea í titilbaráttunni og menn Mourinhos eiga leik til góða. Það eru afar litlar líkur á að City verji Englandsmeistaratitilinn.

„Ég hef engar áhyggjur af starfinu mínu. Starfið er það eina sem ég hef ekki áhyggjur af,“ sagði Pellegrini eftir tapið í gærkvöldi.

„Ég hef aldrei óttast um það. Ég sinni mínu starfi og er mjög ánægður. Liðinu hefur kannski gengið illa en ég hef engar áhyggjur af mér.“

„Við erum ekki að hugsa um Chelsea núna eða titilinn. Við erum bara að reyna að vinna leiki,“ sagði Manuel Pellegrini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×