Enski boltinn

Zidane segir Real Madrid fylgjast með Raheem Sterling

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Raheem Sterling á leið frá Liverpool?
Raheem Sterling á leið frá Liverpool? vísir/getty
Real Madrid fylgist með gangi mála hjá Raheem Sterling, að sögn Zinedine Zidane, en þessi svakalega efnilegi enski landsliðsmaður á enn eftir að skrifa undir nýjan samning við Liverpool.

„Við vitum hver Raheem Sterling er og auðvitað fylgjumst við með honum sem leikmanni,“ segir Zidane, sem þjálfar B-lið Real Madrid, við Sky Sports.

„Það eru fáir leikmenn í heiminum í dag sem styrkja Real Madrid-liðið þannig vitaskuld fylgjumst við með bestu ungu leikmönnunum.“

„Við fylgdumst líka með Gareth Bale í rúmt ár og það sama gerðum við í tilvikum Isco og Raphaël Varane,“ segir Zidane, en Real Madrid fær nær undantekningalaust þá leikmenn sem það reynir að kaupa.

Sterling olli miklu fjaðrafoki í síðustu viku þegar hann hafnaði launatilboði Liverpool upp á 100.000 pund á viku og sagðist svo í viðtali við BBC ekki vera hugsa um peninginn.

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, ítrekaði um helgina að drengurinn er ekki til sölu, en hann á enn tvö ár eftir af samningi sínum við liðið.

„Raheem fer ekki neitt í sumar. Hann er rólegur yfir þessu öllu rétt eins og ég og vill bara einbeita sér að því að klára tímabilið,“ segir Brendan Rodgers.


Tengdar fréttir

Sterling: Snýst ekki um peninga

Raheem Sterling, framherji Liverpool, hefur mikið verið í umræðunni undanfarnar vikur. Framherjanum unga hefur verið boðinn nýr samningur, en hann hefur ekki enn samþykkt hann. Það fellur misvel í kramið hjá stuðningsmönnum Liverpool.

Rodgers segir Sterling ekki vera á förum

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir að Raheem Sterling, framherji liðsins, sé ekki á förum frá félaginu. Sterling var í athyglisverðu viðtali við BBC í gær þar sem hann greindi frá því að hann vilji vinna titla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×