Enski boltinn

Þessa leiki eiga efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni eftir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Chelsea-menn eiga titilinn vísan.
Chelsea-menn eiga titilinn vísan. vísir/getty
Þegar sjö umferðir eru eftir í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er Chelsea með sjö stiga forskot á toppnum og á leik til góða á Arsenal.

Chelea er með 70 stig eftir 2-1 sigur gegn Stoke um helgina en Arsenal er komið upp í annað sætið eftir að valta yfir Liverpool, 4-1.

Manchester United er með 62 stig, stigi á eftir Arsenal og Englandsmeistarar Manchester City eru með 61 stig í fjórða sæti. Liverpool og Tottenham eiga svo enn veika von á Meistaradeildarsæti en þau eru í 5.-6. sæti með 54 stig.

Draumar Liverpool um Meistaradeildarsæti eru kannski ekki alveg úti þó liðið sé sjö stigum frá fjórða sætinu. Lærisveinar Brendans Rodgers eiga aðeins einn leik eftir gegn liðunum fyrir ofan sig.

Manchester United á svakalega erfiða leiki eftir, þar á meðal stórleikinn gegn Manchester City um helgina. United á einnig eftir að mæta Chelsea og Arsenal, en liðið hefur þó staðið sig mjög vel á móti toppliðunum í ár.

Chelsea á eftir leiki gegn Arsenal og Liverpool og Arsenal á eftir leiki gegn Chelsea og Manchester United. Manchester City er búið með öll liðin fyrir ofan sig.

Hér að neðan má sjá leikina sem eftir sex liðin í ensku úrvalsdeildinni eiga eftir.

Chelsea:

QPR (ú)

Manchester United (h)

Arsenal (ú)

Leicester (ú)

Crystal Palace (h)

Liverpool (h)

West Brom (ú)

Sunderland (h)

Manchester City:

Manchester United (ú)

West Ham (h)

Aston Villa (h)

Tottenham (ú)

QPR (h)

Swansea (ú)

Southampton (h)

Arsenal:

Burnley (ú)

Sunderland (h)

Chelsea (h)

Hull (ú)

Swansea (h)

Manchester United (ú)

West Brom (h)

Manchester United:

Manchester City (h)

Chelsea (ú)

Everton (ú)

West Brom (h)

Crystal Palace (ú)

Arsenal (h)

Hull (ú)

Liverpool:

Newcastle (h)

Hull (ú)

West Brom (ú)

QPR (h)

Chelsea (ú)

Crystal Palace (h)

Stoke (ú)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×