Enski boltinn

Pellegrini ánægður með frammistöðuna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, sagðist vera ánægður með frammistöðu sinna leikmanna er liðið tapaði óvænt fyrir Crystal Palace á útivelli í kvöld, 2-1.

Glenn Murray og Jason Puncheon komu City í 2-0 forystu en Yaya Toure minnkaði muninn fyrir Englandsmeistarana rúmum tíu mínútum fyrir leikslok. En nær komust gestirnir ekki.

„Ég er mjög ánægður með hvernig mitt lið spilaði því ég tel að við spiluðum virkilega vel,“ sagði Pellegrini eftir leikinn í kvöld.

„Undir venjulegum kringumstæðum vinnum við leiki ef við spilum eins og við gerðum í kvöld. Það er alltaf áfall að missa stig, sérstaklega undir lok tímabilsins.“

City er í fjórða sæti deildarinnar og er nú níu stigum á eftir toppliði Chelsea, sem á leik til góða.

„Næstu sjö leikir eru afar mikilvægir. Öllu jöfnu ræðst titilbaráttan á bara 1-2 stigum og þurfum við því að safna eins mörgum stigum og við getum.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×