Innlent

Tilkynning frá Landspítalanum: Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða

Atli Ísleifsson skrifar
Um 500 starfsmenn Landspítala munu leggja niður störf.
Um 500 starfsmenn Landspítala munu leggja niður störf. Vísir/GVA
Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða og sérhæfðra meðferða, til að mynda hjartaþræðingum, á meðan á verkfalli félaga í BHM stendur. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Landspítalanum.

„Búast má við að skipulagðir keisaraskurðir verið færðir til. Þá mun verkfallið raska áhættumæðraeftirliti, skipulagningu geislameðferða nýgreindra krabbameinssjúkra, svefnrannsóknum og fleiru.“

Á morgun 7. apríl hefst ótímabundið verkfall Félags geislafræðinga, Félags íslenskra náttúrufræðinga, Félags lífeindafræðinga og Ljósmæðrafélags Íslands.

Um 500 starfsmenn Landspítala munu leggja niður störf. Verkfallsaðgerðir lífeindafræðinga verða á degi hverjum milli kl. 08-12 og aðgerðir ljósmæðra á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum.

Í tilkynningunni segir að Landspítalinn muni eftir sem áður sinna allri bráðastarfsemi og hvetur alla sem telja sig þurfa slíka þjónustu að draga ekki að leita til spítalans.


Tengdar fréttir

Ábyrgðarleysi að boða ekki fund í deilunni fyrr

Páll Halldórsson, formaður BHM, segir það fádæma ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar í kjaradeilu ríkisins og félagsins yfir páskana, þrátt fyrir yfirvofandi verkfall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×