Fótbolti

Sundsvall steinlá í fyrsta leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar Már og félagar voru flengdir í fyrsta leik sínum í sænsku úrvalsdeildinni.
Rúnar Már og félagar voru flengdir í fyrsta leik sínum í sænsku úrvalsdeildinni. facebook-síða sundsvall
Jón Guðni Fjóluson, Rúnar Már Sigurjónsson og félagar þeirra í Sundsvall fengu skell í fyrsta leik sínum í sænsku úrvalsdeildinni. Meistarar Malmö komu þá í heimsókn á Norrporten Arena og fóru með sigur af hólmi, 1-4.

Meistararnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og eftir 20. mínútna leik var staðan orðin 0-3, þeim í vil.

Sundsvall fékk hins vegar líflínu á 31. mínútu þegar liðið fékk vítaspyrnu auk þess sem leikmaður Malmö fékk að líta rauða spjaldið. Johan Eklund skoraði úr spyrnunni og minnkaði muninn í 1-3 en aðeins sex mínútum síðar skoraði Oscar Lewicki fjórða mark Malmö.

Fleiri urðu mörkin ekki og Malmö fagnaði öruggum sigri.

Jón Guðni og Rúnar léku báðir allan leikinn fyrir Sundsvall sem gæti átt langa og erfiða leiktíð fyrir höndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×