Innlent

Verkföll fimm félaga úrskurðuð lögleg

Bjarki Ármannsson skrifar
Páll Halldórsson við dómsuppkvaðningu í dag.
Páll Halldórsson við dómsuppkvaðningu í dag. Vísir/Valli
Félagsdómur hefur úrskurðað að verkfallsboðanir fimm félaga BHM séu löglegar. Það er því ljóst að verkfall sem hefst í fyrramálið verður mun víðtækara en ella. Óvissa ríkti um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkföllin eftir að félagsdómur dæmdi verkfallsboðun starfsmanna Ríkisútvarpsins ólöglega.

Félögin fimm sem um ræðir eru Ljósmæðrafélag Íslands, Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Stéttarfélag lögfræðinga, Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði og Félag íslenskra náttúrufræðinga. Páll Halldórsson, formaður BHM, segist fagna úrskurði félagsdóms en ekki því að félögin þurfi að fara í verkfall á annað borð.

Verkfall geislafræðinga og lífeindafræðinga hefst svo á morgun og nær til 323 starfsmanna Landspítalans. Ekki var deilt um lögmæti þeirra aðgerða.


Tengdar fréttir

Verkföll hefjast strax eftir páska

Fyrstu félagsmenn BHM fara í verkfall á þriðjudaginn, en næsti fundur samninganefnda ríkisins og BHM í kjaradeilu aðildarfélaga bandalagsins er ekki boðaður fyrr en á miðvikudag. Formaður BHM segir verkföllin koma til með að hafa mikl áhrif á samfélagið og gagnrýnir að ekki verði fundað í deilunni fyrr en eftir að verkföllin hefjast.

BHM heldur verkfallsboðun til streitu

BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×