Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 6. apríl 2015 13:28 Páll Halldórsson, formaður BHM, segir fádæma ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar í kjaradeilu ríkisins og félagsins yfir páskana, þrátt fyrir yfirvofandi verkfall. Verkfall geislafræðinga og lífeindafræðinga hefst á morgun og lamar hluta af starfsemi spítalanna. Deilt er um verkfallsboðun fimm annarra félaga en félagsdómur úrskurðar um lögmæti þeirra klukkan rúmlega tvö í dag.„Algjört ábyrgðarleysi“ Félögin fimm sem um ræðir eru Ljósmæðrafélag Íslands, Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Stéttarfélag lögfræðinga, Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði og Félag íslenskra náttúrufræðinga. Verkfallið mun hafa víðtækar afleiðingar að óbreyttu en það nær til þrjú þúsund félaga BHM. „Það myndi fyrst og fremst hafa áhrif inni á spítalanum og einnig hjá sýslumönnum inni á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Páll. „Þau áhrif kæmu fyrst í ljós, síðan eru aðrir hlutir sem koma síðar. En menn munu verða varir við þetta.“ Páll segir að það sé í raun með ólíkindum að ekki hafi verið reynt að nýta tímann um páskana til að leysa úr málunum. „Það hafa engir fundir verið núna yfir páskana og við vorum tilbúin til þess að vera með fundi,“ segir hann. „En fyrsti fundur eftir að verkfall skellur á verður á miðvikudeginum. Mér finnst þetta vera algjört ábyrgðarleysi.“Deilan leysist ekki með dómunum Verkfall geislafræðinga og lífeindafræðinga hefst á morgun og nær til 323 starfsmanna Landspítalans. Ekki er deilt um lögmæti þeirra aðgerða. „Þannig að það var öllum ljóst, hvernig sem þessi mál fara fyrir félagsdómi, að það myndi hefjast verkfall á Landspítalanum á morgun.“ Ef félagsdómur úrskurðar verkfallsaðgerðirnar ólöglegar nú á eftir, verður hafist handa við að undirbúa verkfall að nýju. „Þetta er auðvitað ferli,“ segir Páll. „Það þarf að boða með fimmtán daga fyrirvara og atkvæðagreiðslur taka tíma og svona. Þannig að þetta er töf en í raun og veru, hvernig sem þessir dómar fara, þá leysist deilan ekki með þeim. Ef ríkið sýnir engan vilja til sátta, þá auðvitað finna menn leiðir til þess að knýja á þeim.“ Tengdar fréttir Krefjast þess að laun endurspegli menntun fólks BHM boðar til verkfallsaðgerða frá og með 7. apríl, þremur dögum áður en verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins hefjast strax eftir páska. 19. mars 2015 20:03 BHM heldur verkfallsboðun til streitu BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða. 26. mars 2015 12:29 Verkfallshrina að skella á: „Erum mjög undrandi á því andvaraleysi sem ríkið sýnir“ Ekkert miðaði á samningafundi BHM og ríkisins í morgun. Ekkert verður fundað um páskana. 1. apríl 2015 14:56 Fjórtán þúsund launþegar á leið í verkfall Um fjórtán þúsund félagsmenn í 35 verkalýðsfélögum hafa boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og mánuðum. 23. mars 2015 18:45 Raskanir verða á sónarskoðunum og mæðravernd vegna verkfalls ljósmæðra Verkföll aðildarfélaga BHM hefjast að öllu óbreyttu eftir páska, og munu hafa vítæk áhrif á starfsemi Landspítalans. Ljósmæður eru á meðal þeirra sem leggja niður störf og verða því meðal annars raskanir á sónarskoðunum, valkeisaraskurðum og mæðravernd. 4. apríl 2015 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Páll Halldórsson, formaður BHM, segir fádæma ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar í kjaradeilu ríkisins og félagsins yfir páskana, þrátt fyrir yfirvofandi verkfall. Verkfall geislafræðinga og lífeindafræðinga hefst á morgun og lamar hluta af starfsemi spítalanna. Deilt er um verkfallsboðun fimm annarra félaga en félagsdómur úrskurðar um lögmæti þeirra klukkan rúmlega tvö í dag.„Algjört ábyrgðarleysi“ Félögin fimm sem um ræðir eru Ljósmæðrafélag Íslands, Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Stéttarfélag lögfræðinga, Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði og Félag íslenskra náttúrufræðinga. Verkfallið mun hafa víðtækar afleiðingar að óbreyttu en það nær til þrjú þúsund félaga BHM. „Það myndi fyrst og fremst hafa áhrif inni á spítalanum og einnig hjá sýslumönnum inni á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Páll. „Þau áhrif kæmu fyrst í ljós, síðan eru aðrir hlutir sem koma síðar. En menn munu verða varir við þetta.“ Páll segir að það sé í raun með ólíkindum að ekki hafi verið reynt að nýta tímann um páskana til að leysa úr málunum. „Það hafa engir fundir verið núna yfir páskana og við vorum tilbúin til þess að vera með fundi,“ segir hann. „En fyrsti fundur eftir að verkfall skellur á verður á miðvikudeginum. Mér finnst þetta vera algjört ábyrgðarleysi.“Deilan leysist ekki með dómunum Verkfall geislafræðinga og lífeindafræðinga hefst á morgun og nær til 323 starfsmanna Landspítalans. Ekki er deilt um lögmæti þeirra aðgerða. „Þannig að það var öllum ljóst, hvernig sem þessi mál fara fyrir félagsdómi, að það myndi hefjast verkfall á Landspítalanum á morgun.“ Ef félagsdómur úrskurðar verkfallsaðgerðirnar ólöglegar nú á eftir, verður hafist handa við að undirbúa verkfall að nýju. „Þetta er auðvitað ferli,“ segir Páll. „Það þarf að boða með fimmtán daga fyrirvara og atkvæðagreiðslur taka tíma og svona. Þannig að þetta er töf en í raun og veru, hvernig sem þessir dómar fara, þá leysist deilan ekki með þeim. Ef ríkið sýnir engan vilja til sátta, þá auðvitað finna menn leiðir til þess að knýja á þeim.“
Tengdar fréttir Krefjast þess að laun endurspegli menntun fólks BHM boðar til verkfallsaðgerða frá og með 7. apríl, þremur dögum áður en verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins hefjast strax eftir páska. 19. mars 2015 20:03 BHM heldur verkfallsboðun til streitu BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða. 26. mars 2015 12:29 Verkfallshrina að skella á: „Erum mjög undrandi á því andvaraleysi sem ríkið sýnir“ Ekkert miðaði á samningafundi BHM og ríkisins í morgun. Ekkert verður fundað um páskana. 1. apríl 2015 14:56 Fjórtán þúsund launþegar á leið í verkfall Um fjórtán þúsund félagsmenn í 35 verkalýðsfélögum hafa boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og mánuðum. 23. mars 2015 18:45 Raskanir verða á sónarskoðunum og mæðravernd vegna verkfalls ljósmæðra Verkföll aðildarfélaga BHM hefjast að öllu óbreyttu eftir páska, og munu hafa vítæk áhrif á starfsemi Landspítalans. Ljósmæður eru á meðal þeirra sem leggja niður störf og verða því meðal annars raskanir á sónarskoðunum, valkeisaraskurðum og mæðravernd. 4. apríl 2015 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Krefjast þess að laun endurspegli menntun fólks BHM boðar til verkfallsaðgerða frá og með 7. apríl, þremur dögum áður en verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins hefjast strax eftir páska. 19. mars 2015 20:03
BHM heldur verkfallsboðun til streitu BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða. 26. mars 2015 12:29
Verkfallshrina að skella á: „Erum mjög undrandi á því andvaraleysi sem ríkið sýnir“ Ekkert miðaði á samningafundi BHM og ríkisins í morgun. Ekkert verður fundað um páskana. 1. apríl 2015 14:56
Fjórtán þúsund launþegar á leið í verkfall Um fjórtán þúsund félagsmenn í 35 verkalýðsfélögum hafa boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og mánuðum. 23. mars 2015 18:45
Raskanir verða á sónarskoðunum og mæðravernd vegna verkfalls ljósmæðra Verkföll aðildarfélaga BHM hefjast að öllu óbreyttu eftir páska, og munu hafa vítæk áhrif á starfsemi Landspítalans. Ljósmæður eru á meðal þeirra sem leggja niður störf og verða því meðal annars raskanir á sónarskoðunum, valkeisaraskurðum og mæðravernd. 4. apríl 2015 19:00