Innlent

Vilborg Arna lögð af stað upp Everest

Samúel Karl Ólason skrifar
Vilborg í grunnbúðunum í fyrra.
Vilborg í grunnbúðunum í fyrra.
Vilborg Arna Gissurardóttir er nú stödd í Namche Bazar þar sem hún reyna að venjast lofthæðinni áður en lengra er haldið upp Everest fjallið. Namche Bazar er um 3.400 metra hæð. Hún lagði af stað í fyrradag og segir ferðina vera erfiðari en í fyrra. Þá hætti hún við ferðina eftir að fjöldi fólks lést í snjóflóði í fjallinu.

Þetta skrifar Vilborg Arna á heimasíðu sína. Þar segir hún að það fylgi því skrítin tilfinning að vera á leiðinni í grunnbúðirnar aftur. Hún segir að því fylgi einnig ákveðin spenna og hún magnist eftir því sem nær dregur.

Hún segir einnig frá því að hún hafi hitt nokkra sherpa sem hún kynntist í fyrra, en einnig rakst hún á Ingólf Axelsson. Hann er einnig á leið upp fjallið og þurfti einnig að hætta við eftir snjóflóðið í fyrra.


Tengdar fréttir

Vilborg aftur á Everest: Þurfti áfallahjálp eftir slysið

"Já, það er framundan stórt og mikið ferðalag,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir, í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Vilborg ætlar að gera aðra tilraun til að klífa Everest en hún varð að snúa við á síðasta ári þegar snjóflóð féll í fjallinu með þeim afleiðingum að fjöldi manns lét lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×