Jafntefli í risaslagnum | Kiel enn með tveggja stiga forystu á toppnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2015 11:59 Uwe Gensheimer gerir örvæntingafulla tilraun til að stöðva Aron Pálmarsson. Vísir/Getty Kiel og Rhein-Neckar Löwen skildu jöfn, 23-23, í stórleik helgarinnar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Jafnteflið hentar Kiel betur en Löwen en lærisveinar Alfreðs Gíslasonar eru enn með tveggja stiga forskot á Löwen sem á þó leik inni. Markatala Kiel er hins vegar mun betri en hún gæti ráðið úrslitum líkt og á síðasta tímabili. Aron Pálmarsson og Alexander Petersson skoruðu báðir tvö mörk í leiknum en Stefán Rafn Sigurmannsson kom ekkert við sögu hjá Löwen. Varnarleikur liðanna var gríðarlega sterkur og mörkin voru fá til að byrja með. Markverðir liðanna voru einnig í góðum gír. Daninn Niklas Landin varði 19 skot í marki Löwen en landi hans, hinn 22 ára gamli Kim Sonne Hansen, varði 12 skot í markinu hjá Kiel. Um miðjan fyrri hálfleik var staðan 3-3 en þá kom góður kafli hjá Kiel sem skoraði fjögur mörk gegn einu á tveimur mínútum og komst 7-4 yfir.Steffen Weinhold átti flottan leik fyrir Kiel.vísir/gettyÞá tók Nicolaj Jacobsen, þjálfari Löwen, leikhlé og eftir það kviknaði á hans mönnum sem skoruðu fimm mörk gegn einu og komust yfir, 8-9, þegar Andy Schmid skoraði með frábæru skoti. Liðin skiptust á að skora það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en staðan að honum loknum var 11-10, Kiel í vil. Það sama var uppi á teningnum framan af seinni hálfleik en stöðunni 15-15 hertu heimamenn tökin. Þeir skoruðu sex mörk gegn tveimur og komust fjórum mörkum yfir, 21-17, þegar tíu mínútur lifðu leiks. Sænski hornamaðurinn Niclas Ekberg fór mikinn á þessum kafla en hann skoraði fjögur mörk á sex mínútum eftir að hafa haft hægt um sig í fyrri hálfleik. Ljónin frá Mannheim fengu líflínu þegar Joan Canellas var rekinn út af í tvær mínútur fyrir brot á Alexander sem kom ekki meira við sögu í leiknum.Nicolaj Jacobsen, þjálfari Löwen, var líflegur á hliðarlínunni í dag.vísir/gettyLöwen skoraði tvö mörk í röð áður en Domagoj Duvnjak skoraði 22. mark Kiel. En þá var komið að þætti Uwe Gensheimer, fyrirliða Löwen, sem skoraði þrjú mörk í röð og jafnaði metin í 22-22. Steffen Weinhold kom Kiel aftur yfir í 23-22 með þrumuskoti en Harald Reinkind tryggði Löwen stig þegar hann jafnaði í 23-23. Kiel fékk síðustu sóknina þar sem Landin varði skot Weinholds, Aron tók frákastið en skaut boltanum í slána og niður. Liðin sættust því á skiptan hlut. Weinhold var markahæstur í liði Kiel með fimm mörk en Ekberg kom næstur með fjögur. Gensheimer var einu sinni sem oftar markahæstur hjá Löwen með átta mörk. Schmid skoraði fjögur og Kim Ekdahl du Rietz þrjú. Handbolti Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
Kiel og Rhein-Neckar Löwen skildu jöfn, 23-23, í stórleik helgarinnar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Jafnteflið hentar Kiel betur en Löwen en lærisveinar Alfreðs Gíslasonar eru enn með tveggja stiga forskot á Löwen sem á þó leik inni. Markatala Kiel er hins vegar mun betri en hún gæti ráðið úrslitum líkt og á síðasta tímabili. Aron Pálmarsson og Alexander Petersson skoruðu báðir tvö mörk í leiknum en Stefán Rafn Sigurmannsson kom ekkert við sögu hjá Löwen. Varnarleikur liðanna var gríðarlega sterkur og mörkin voru fá til að byrja með. Markverðir liðanna voru einnig í góðum gír. Daninn Niklas Landin varði 19 skot í marki Löwen en landi hans, hinn 22 ára gamli Kim Sonne Hansen, varði 12 skot í markinu hjá Kiel. Um miðjan fyrri hálfleik var staðan 3-3 en þá kom góður kafli hjá Kiel sem skoraði fjögur mörk gegn einu á tveimur mínútum og komst 7-4 yfir.Steffen Weinhold átti flottan leik fyrir Kiel.vísir/gettyÞá tók Nicolaj Jacobsen, þjálfari Löwen, leikhlé og eftir það kviknaði á hans mönnum sem skoruðu fimm mörk gegn einu og komust yfir, 8-9, þegar Andy Schmid skoraði með frábæru skoti. Liðin skiptust á að skora það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en staðan að honum loknum var 11-10, Kiel í vil. Það sama var uppi á teningnum framan af seinni hálfleik en stöðunni 15-15 hertu heimamenn tökin. Þeir skoruðu sex mörk gegn tveimur og komust fjórum mörkum yfir, 21-17, þegar tíu mínútur lifðu leiks. Sænski hornamaðurinn Niclas Ekberg fór mikinn á þessum kafla en hann skoraði fjögur mörk á sex mínútum eftir að hafa haft hægt um sig í fyrri hálfleik. Ljónin frá Mannheim fengu líflínu þegar Joan Canellas var rekinn út af í tvær mínútur fyrir brot á Alexander sem kom ekki meira við sögu í leiknum.Nicolaj Jacobsen, þjálfari Löwen, var líflegur á hliðarlínunni í dag.vísir/gettyLöwen skoraði tvö mörk í röð áður en Domagoj Duvnjak skoraði 22. mark Kiel. En þá var komið að þætti Uwe Gensheimer, fyrirliða Löwen, sem skoraði þrjú mörk í röð og jafnaði metin í 22-22. Steffen Weinhold kom Kiel aftur yfir í 23-22 með þrumuskoti en Harald Reinkind tryggði Löwen stig þegar hann jafnaði í 23-23. Kiel fékk síðustu sóknina þar sem Landin varði skot Weinholds, Aron tók frákastið en skaut boltanum í slána og niður. Liðin sættust því á skiptan hlut. Weinhold var markahæstur í liði Kiel með fimm mörk en Ekberg kom næstur með fjögur. Gensheimer var einu sinni sem oftar markahæstur hjá Löwen með átta mörk. Schmid skoraði fjögur og Kim Ekdahl du Rietz þrjú.
Handbolti Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira