Enski boltinn

Fjörugt jafntefli á Pride Park

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bent fagnar marki sínu.
Bent fagnar marki sínu. vísir/getty
Derby og Watford skildu jöfn í ensku B-deildinni í knattspyrnu, en leikið var i flóðljósum á Pride Park í Derby. Fjögur mörk litu dagsins ljós og eitt rautt spjald.

Matej Vydra kom Watford yfir eftir 23. mínútna leik eftir hörmuleg mistök Cyrus Christie, en skömmu áður hafði Darren Bent klikkað góðu færi til þess að koma Derby yfir.

Undir lok fyrri hálfleiks fengu heimamenn vítaspyrnu. Marco Motta gerðist þá brotlegur og fékk hann að líta beint rautt spjald. Darren Bent steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi. 1-1 í hálfleik.

Derby hafði ekki unnið í síðustu sex deildarleikjum, en Tom Ince kom heimamönnum í Derby yfir þegar 58. mínútur voru liðnar.

Gestirnir náðu hins vegar að jafna einum færri. Odion Ighalo jafnaði metin eftir undirbúning frá Adlene Guedioura. Lokatölur 2-2.

Watford er í fjórða sæti deildarinnar með 73 stig, en Derby er í sjötta sætinu með 68 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×