Enski boltinn

Duff segir Dyche geta tekið við enska landsliðinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dyche og Duff á góðri stundu.
Dyche og Duff á góðri stundu. vísir/getty
Michael Duff, varnarmaður Burnley, segir að stjóri sinn hjá Burnley, Sean Dyche, gæti alveg þjálfað enska landsliðið. Kapparnir fóru saman upp úr ensku B-deildinni í fyrra og standa nú í ströngu í úrvalsdeildinni.

Duff var spurður hvort Dyche gæti tekið við enska landsliðinu og Duff var ekki lengi að svara: „Hann hefur náð því mesta úr okkur svo afhverju ekki?"

„Flestir leikmenn liðsins hafa spilað megnið af þeirra ferli í B-deildinni eða neðar. Við erum að spila gegn milljarðaliðum, en erum samt enn á lífi og erum að berjast."

Burnley er í átjánda sæti úrvalsdeildarinnar þegar átta umferðir eru eftir, stigi frá öruggu sæti. Fyrir leiktímabilið bjuggust flestir við að Burnley yrðu fallbyssufóður, en þeir meðal annars unnið Manchester City og gert jafntefli við Chelsea í vetur.

„Vonandi verður hann hérna lengur og að Burnley muni ná einhverjum árangri með hann við stjórnvölinn. Ég sé ekki afhverju einhver ætti ekki að gefa honum tækifæri miðað við hvað hann hefur gert hér."

„Hann er í toppklassa. Ég hef lært fullt af honum, litlu hlutirnir sem hann gerir og ég held að hann verði eitt sinn einn af toppstjórunum," sagði Duff að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×