Enski boltinn

Grátlegt tap Jóhanns og félaga

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann Berg í baráttunni í leik með Charlton í vetur.
Jóhann Berg í baráttunni í leik með Charlton í vetur. vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Charlton sem tapaði 2-1 gegn Millwall á útivelli í ensku B-deildinni í knattspyrnu í dag. Jóhann og félagar voru yfir þegar 79. mínútur voru komnar á klukkuna.

Það leit ekki vel út fyrir Jóhann Berg og félaga eftir hálftíma leik. Chris Solly, varnarmaður Charlton, varði þá boltann með hendi á línunni, vítaspyrna var dæmt og rautt spjald á Solly.

Lee Gregory fór á punktinn, en Stephen Henderson gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Staðan markalaus í hálfleik.

Alou Diarra gerði fyrsta mark leiksins eftir 67. mínútur og kom Charlton yfir. Magaye Gueye jafnaði hins vegar metinn fyrir Millwall þegar ellefu mínútur voru eftir.

Það voru þrjár mínútur eftir af venjulegum leiktíma þegar sigurmarkið kom. Jos Hoovield skoraði þá sigurmarkið við mikinn fögnuð stuðningsmanna Millwall.

Eftir tapið er Charlton í ellefta sætinu, en Millwall er í 22., fjórum stigum frá öruggu sæti.

Kári Árnason tók út leikbann þegar Rotherham tapaði á útivelli gegn Birmingham, 2-1. Rotherham er í bullandi fallbaráttu, en liðið er einungis fjórum stigum frá fallsæti.

Öll úrslit dagsins:

Birmingham - Rotherham 2-1

Brighton & Hove Albion - Norwich 0-1

Fulham - Brentford 1-4

Middlesbrough - Wigan 1-0

Millwall - Charlton 2-1

Nottingham Forest - Wolves 1-2

16.15 Ipswich - AFC Bournemouth

18.45 Derby - Watford Í BEINNI Á STÖÐ 2 SPORT 2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×