Verkfallshrina að skella á: „Erum mjög undrandi á því andvaraleysi sem ríkið sýnir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. apríl 2015 14:56 Páll Halldórsson, formaður BHM. Vísir/Stefán Allt stefnir í verkföll næstkomandi þriðjudag hjá fjölmörgum félagsmönnum BHM en samninganefndir félagsins og ríkisins funduðu í morgun hjá ríkissáttasemjara. Að sögn Páls Halldórssonar, formanns BHM, miðaði ekkert í kjaraviðræðunum á fundinum. „Við erum mjög undrandi á því andvaraleysi sem ríkið sýnir að reyna ekki að leysa úr þessari deilu. Það er staðreynd að það mun bresta á með verkföllum í næstu viku og okkur finnst undarlegt að menn séu ekki á fullu að reyna að leysa úr áður en til þessa kemur,“ segir Páll. Hann segir að ríkið sé ekki tilbúið til að setjast niður yfir páskana og vinna að lausn deilunnar en samningamenn BHM séu tilbúnir í það. „Þeir vilja hins vegar ekki setjast aftur niður fyrr en í næstu viku, eftir að verkfall er hafið. Ríkið er í raun og veru ekki tilbúið til að ræða málin og okkur finnst það mjög alvarleg staða.“Lægstu laun ná ekki 300.000 krónum Kröfur BHM eru þær að háskólamenntun verði metin almennilega til launa. „Við sjáum það að nú eru menn að leggja fram kröfur um það að fólk sem hefur ekki fjárfest í neinni menntun fái 300.000 krónur í laun á mánuði. Okkar lægstu laun ná ekki þeirri tölu núna þannig að það er mikið að vinna. Við getum alveg ímyndað okkur að það væri verkefni sem tæki tíma að ná í gegn. Fyrst og fremst viljum við fá viðurkennt að menntun sé metin til launa.“ Þá er deilt um lögmæti nokkurra boðaðra verkfalla og hefur ríkið stefnt nokkrum stéttarfélögum innan BHM. Um er að ræða Stéttarfélag háskólamenntaðra starfsmanna á matvæla- og næringarsviði, Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Ljósmæðrafélag Íslands, Stéttarfélag lögfræðinga og Félag íslenskra náttúrufræðinga. Páll segir að munnlegur málflutningur í þessum málum hafi farið fram í morgun og að niðurstaða muni liggja fyrir á mánudaginn, annan í páskum. Tengdar fréttir Ríkið boðar lögsókn verði af verkföllunum Fjármálaráðuneytið segir verkfallsboðun fimm aðildarfélaga BHM ólöglega án þess að skoða gögnin: 27. mars 2015 07:30 Krefjast þess að laun endurspegli menntun fólks BHM boðar til verkfallsaðgerða frá og með 7. apríl, þremur dögum áður en verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins hefjast strax eftir páska. 19. mars 2015 20:03 BHM heldur verkfallsboðun til streitu BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða. 26. mars 2015 12:29 Námslánin eru að sliga háskólamenn Þriðjungur félagsmanna BHM skuldar fimm milljónir eða meira í námslán. Verkföll eftir páska verði ekki samið. Segja endurgreiðslu námslána rýra kaupmátt. 26. mars 2015 07:00 Skrítið að meirihluti skikki suma í verkfall Félagsdómur tekur á morgun fyrir kæru ríkisins vegna verkfallsboðunar nokkurra aðildarfélaga BHM. Formaður félagsins segir um annars konar mál að ræða en vegna verkfallsboðana SGS. Verkföll háskólamanna hefjist að óbreyttu í næstu viku. 31. mars 2015 07:00 Fjórtán þúsund launþegar á leið í verkfall Um fjórtán þúsund félagsmenn í 35 verkalýðsfélögum hafa boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og mánuðum. 23. mars 2015 18:45 Kæra ríkisins raskar ekki þunga aðgerða BHM Líklegt að ríkið kæri verkfallsboðun 5 af 18 félögum BHM sem samþykkt hafa verkfallsaðgerðir strax eftir páska. 27. mars 2015 13:14 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Sjá meira
Allt stefnir í verkföll næstkomandi þriðjudag hjá fjölmörgum félagsmönnum BHM en samninganefndir félagsins og ríkisins funduðu í morgun hjá ríkissáttasemjara. Að sögn Páls Halldórssonar, formanns BHM, miðaði ekkert í kjaraviðræðunum á fundinum. „Við erum mjög undrandi á því andvaraleysi sem ríkið sýnir að reyna ekki að leysa úr þessari deilu. Það er staðreynd að það mun bresta á með verkföllum í næstu viku og okkur finnst undarlegt að menn séu ekki á fullu að reyna að leysa úr áður en til þessa kemur,“ segir Páll. Hann segir að ríkið sé ekki tilbúið til að setjast niður yfir páskana og vinna að lausn deilunnar en samningamenn BHM séu tilbúnir í það. „Þeir vilja hins vegar ekki setjast aftur niður fyrr en í næstu viku, eftir að verkfall er hafið. Ríkið er í raun og veru ekki tilbúið til að ræða málin og okkur finnst það mjög alvarleg staða.“Lægstu laun ná ekki 300.000 krónum Kröfur BHM eru þær að háskólamenntun verði metin almennilega til launa. „Við sjáum það að nú eru menn að leggja fram kröfur um það að fólk sem hefur ekki fjárfest í neinni menntun fái 300.000 krónur í laun á mánuði. Okkar lægstu laun ná ekki þeirri tölu núna þannig að það er mikið að vinna. Við getum alveg ímyndað okkur að það væri verkefni sem tæki tíma að ná í gegn. Fyrst og fremst viljum við fá viðurkennt að menntun sé metin til launa.“ Þá er deilt um lögmæti nokkurra boðaðra verkfalla og hefur ríkið stefnt nokkrum stéttarfélögum innan BHM. Um er að ræða Stéttarfélag háskólamenntaðra starfsmanna á matvæla- og næringarsviði, Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Ljósmæðrafélag Íslands, Stéttarfélag lögfræðinga og Félag íslenskra náttúrufræðinga. Páll segir að munnlegur málflutningur í þessum málum hafi farið fram í morgun og að niðurstaða muni liggja fyrir á mánudaginn, annan í páskum.
Tengdar fréttir Ríkið boðar lögsókn verði af verkföllunum Fjármálaráðuneytið segir verkfallsboðun fimm aðildarfélaga BHM ólöglega án þess að skoða gögnin: 27. mars 2015 07:30 Krefjast þess að laun endurspegli menntun fólks BHM boðar til verkfallsaðgerða frá og með 7. apríl, þremur dögum áður en verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins hefjast strax eftir páska. 19. mars 2015 20:03 BHM heldur verkfallsboðun til streitu BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða. 26. mars 2015 12:29 Námslánin eru að sliga háskólamenn Þriðjungur félagsmanna BHM skuldar fimm milljónir eða meira í námslán. Verkföll eftir páska verði ekki samið. Segja endurgreiðslu námslána rýra kaupmátt. 26. mars 2015 07:00 Skrítið að meirihluti skikki suma í verkfall Félagsdómur tekur á morgun fyrir kæru ríkisins vegna verkfallsboðunar nokkurra aðildarfélaga BHM. Formaður félagsins segir um annars konar mál að ræða en vegna verkfallsboðana SGS. Verkföll háskólamanna hefjist að óbreyttu í næstu viku. 31. mars 2015 07:00 Fjórtán þúsund launþegar á leið í verkfall Um fjórtán þúsund félagsmenn í 35 verkalýðsfélögum hafa boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og mánuðum. 23. mars 2015 18:45 Kæra ríkisins raskar ekki þunga aðgerða BHM Líklegt að ríkið kæri verkfallsboðun 5 af 18 félögum BHM sem samþykkt hafa verkfallsaðgerðir strax eftir páska. 27. mars 2015 13:14 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Sjá meira
Ríkið boðar lögsókn verði af verkföllunum Fjármálaráðuneytið segir verkfallsboðun fimm aðildarfélaga BHM ólöglega án þess að skoða gögnin: 27. mars 2015 07:30
Krefjast þess að laun endurspegli menntun fólks BHM boðar til verkfallsaðgerða frá og með 7. apríl, þremur dögum áður en verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins hefjast strax eftir páska. 19. mars 2015 20:03
BHM heldur verkfallsboðun til streitu BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða. 26. mars 2015 12:29
Námslánin eru að sliga háskólamenn Þriðjungur félagsmanna BHM skuldar fimm milljónir eða meira í námslán. Verkföll eftir páska verði ekki samið. Segja endurgreiðslu námslána rýra kaupmátt. 26. mars 2015 07:00
Skrítið að meirihluti skikki suma í verkfall Félagsdómur tekur á morgun fyrir kæru ríkisins vegna verkfallsboðunar nokkurra aðildarfélaga BHM. Formaður félagsins segir um annars konar mál að ræða en vegna verkfallsboðana SGS. Verkföll háskólamanna hefjist að óbreyttu í næstu viku. 31. mars 2015 07:00
Fjórtán þúsund launþegar á leið í verkfall Um fjórtán þúsund félagsmenn í 35 verkalýðsfélögum hafa boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og mánuðum. 23. mars 2015 18:45
Kæra ríkisins raskar ekki þunga aðgerða BHM Líklegt að ríkið kæri verkfallsboðun 5 af 18 félögum BHM sem samþykkt hafa verkfallsaðgerðir strax eftir páska. 27. mars 2015 13:14