„Ef ég trúi þessu, af hverju má ég þá ekki vera í friði með það?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. apríl 2015 10:19 Forseti Sálarrannsóknarfélags Íslands, Magnús Má Harðarson, segir að það sé ekki stór hópur hér á landi sem sé gæddur þeirri sérgáfu að geta miðlað. Hann sjálfur sé til dæmis næmur en hafi ekki sömu gáfu og spámiðlar. Til að ganga úr skugga um að fólk sem vilji starfa hjá Sálarrannsóknarfélaginu sé í raun með þessa sérgáfu gengst það undir sérstakt próf. „Þeir sem koma hingað til okkar fara í próf, oftast er það nú ég sem er viðstaddur prófið og svo einn miðill. Prófið gengur þannig fyrir sig að þeir þurfa að miðla fyrir okkur og ég sit bara og hlusta.“ Magnús segist byggja á reynslu. „Sem ungur maður reyndi ég þetta og fékk reynslu af þessu í gegnum svona fólk. Ég trúi þessu statt og stöðugt að þetta sé svona og ég skil ekki tilganginn með því að vera að æsa sig yfir því úti í þjóðfélaginu. Ef að ég trúi þessu, af hverju má ég þá ekki bara vera í friði með það?“Ef fólk lokar á miðlana verður ekki neitt úr neinu Hann segir dagsformið skipta máli fyrir spámiðla. „Miðlarnir eru bara eins og tæki. Eins og síminn sem ég held á núna, hann gæti klikkað núna en það þýðir ekki að allir símar séu ónýtir. Það er dagsformið sem skiptir máli. Ég upplifði það líka í þættinum, það litla sem ég sá, að Þórhallur hafi verið svolítið nervus og þegar maður er nervus þá nær maður ekki sínu besta.“ Þá bendir Magnús á að í Sálarrannsóknarfélagið komi fólk sem ætlar sér að sýna og sanna að starf miðla sé tómt rugl. „Oftar en ekki þá stendur bara miðillinn upp og segir að þetta gangi ekki. Það er vegna þess að þá lokar fólk á þetta og neitar að þetta sé til og þá verður ekki neitt úr neinu.“Rætt var við Magnús í Reykjavík síðdegis í gær og má hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Brestir: Nafnið „Tobbi“ kom til hans frá látnum afa Þorbjörn Þórðarson, þáttastjórnandi, fór til eins þekktasta spámiðils landsins, Þórhalls Guðmundssonar, og lét reyna á á spáhæfileika hans. 31. mars 2015 14:35 Brestir skoða spámiðla: „Þetta eru alltaf svik“ Fjöldi Íslendinga sækir þjónustu spámiðla og mikið er að gera hjá þeim vinsælustu. Eru þeir loddarar eða búa þeir yfir raunverulegri náðargáfu? 30. mars 2015 21:00 Brestir: Eru spámiðlar með náðargáfu eða loddarar? Í nýjasta þættinum af Brestum er farið ofan í saumana á starfi spámiðla en fjöldi Íslendinga nýtir sér þjónustu þeirra. 29. mars 2015 18:16 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
Forseti Sálarrannsóknarfélags Íslands, Magnús Má Harðarson, segir að það sé ekki stór hópur hér á landi sem sé gæddur þeirri sérgáfu að geta miðlað. Hann sjálfur sé til dæmis næmur en hafi ekki sömu gáfu og spámiðlar. Til að ganga úr skugga um að fólk sem vilji starfa hjá Sálarrannsóknarfélaginu sé í raun með þessa sérgáfu gengst það undir sérstakt próf. „Þeir sem koma hingað til okkar fara í próf, oftast er það nú ég sem er viðstaddur prófið og svo einn miðill. Prófið gengur þannig fyrir sig að þeir þurfa að miðla fyrir okkur og ég sit bara og hlusta.“ Magnús segist byggja á reynslu. „Sem ungur maður reyndi ég þetta og fékk reynslu af þessu í gegnum svona fólk. Ég trúi þessu statt og stöðugt að þetta sé svona og ég skil ekki tilganginn með því að vera að æsa sig yfir því úti í þjóðfélaginu. Ef að ég trúi þessu, af hverju má ég þá ekki bara vera í friði með það?“Ef fólk lokar á miðlana verður ekki neitt úr neinu Hann segir dagsformið skipta máli fyrir spámiðla. „Miðlarnir eru bara eins og tæki. Eins og síminn sem ég held á núna, hann gæti klikkað núna en það þýðir ekki að allir símar séu ónýtir. Það er dagsformið sem skiptir máli. Ég upplifði það líka í þættinum, það litla sem ég sá, að Þórhallur hafi verið svolítið nervus og þegar maður er nervus þá nær maður ekki sínu besta.“ Þá bendir Magnús á að í Sálarrannsóknarfélagið komi fólk sem ætlar sér að sýna og sanna að starf miðla sé tómt rugl. „Oftar en ekki þá stendur bara miðillinn upp og segir að þetta gangi ekki. Það er vegna þess að þá lokar fólk á þetta og neitar að þetta sé til og þá verður ekki neitt úr neinu.“Rætt var við Magnús í Reykjavík síðdegis í gær og má hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Brestir: Nafnið „Tobbi“ kom til hans frá látnum afa Þorbjörn Þórðarson, þáttastjórnandi, fór til eins þekktasta spámiðils landsins, Þórhalls Guðmundssonar, og lét reyna á á spáhæfileika hans. 31. mars 2015 14:35 Brestir skoða spámiðla: „Þetta eru alltaf svik“ Fjöldi Íslendinga sækir þjónustu spámiðla og mikið er að gera hjá þeim vinsælustu. Eru þeir loddarar eða búa þeir yfir raunverulegri náðargáfu? 30. mars 2015 21:00 Brestir: Eru spámiðlar með náðargáfu eða loddarar? Í nýjasta þættinum af Brestum er farið ofan í saumana á starfi spámiðla en fjöldi Íslendinga nýtir sér þjónustu þeirra. 29. mars 2015 18:16 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
Brestir: Nafnið „Tobbi“ kom til hans frá látnum afa Þorbjörn Þórðarson, þáttastjórnandi, fór til eins þekktasta spámiðils landsins, Þórhalls Guðmundssonar, og lét reyna á á spáhæfileika hans. 31. mars 2015 14:35
Brestir skoða spámiðla: „Þetta eru alltaf svik“ Fjöldi Íslendinga sækir þjónustu spámiðla og mikið er að gera hjá þeim vinsælustu. Eru þeir loddarar eða búa þeir yfir raunverulegri náðargáfu? 30. mars 2015 21:00
Brestir: Eru spámiðlar með náðargáfu eða loddarar? Í nýjasta þættinum af Brestum er farið ofan í saumana á starfi spámiðla en fjöldi Íslendinga nýtir sér þjónustu þeirra. 29. mars 2015 18:16