Fyrrum NHL-leikmaðurinn Andre Deveaux var handtekinn í Svíþjóð eftir að hafa gengið í skrokk á andstæðingi sínum fyrir leik í úrslitakeppninni í Svíþjóð.
Deveaux réðst á Per Helmersson, keyrði hann ofan í ísinn og lamdi hann síðan ítrekað með kylfunni sinni.
Atvikið náðist á myndband og leikmaðurinn var því handtekinn. Hann var í kjölfarið rekinn frá félagi sínu.
Þessi skapheiti leikmaður spilaði með New York Rangers og Toronto Maple Leafs á ferli sínum í NHL.
