Aukinn þrýstingur vegna verkfalls Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. apríl 2015 18:40 Geislafræðingar segjast upplifa aukinn þrýsting frá stjórnendum Landspítalans vegna verkfalls þeirra. Helmingi, þeirra beiðna sem borist hafa frá spítalanum um undanþágu til að kalla út geislafræðinga vegna verkfallsins, hefur verið hafnað. Tæpar tvær vikur eru frá því að verkfallsaðgerðir Bandalags háskólanna hófust. Þá lögðu meðal annars 108 geislafræðingar sem starfa hjá ríkinu niður störf en um sextíu af þeim starfa á Landspítalanum. Að jafnaði eru um sextán geislafræðingar á dagvakt á spítalanum en á meðan á verkfallinu stendur eru þeir sex. Verkfall geislafræðinganna hefur mikil áhrif á starfsemi Landspítalans sérstaklega á þá starfsemi sem tengist krabbameinssjúklingum. Til að mynda er ekki hægt að framkvæma allar rannsóknir sem venjulega er hægt og þá hefur ekki verið unnt að hefja nýjar geislameðferðir. Formaður Félags geislafræðinga segist upplifa aukinn þrýsting frá Landspítalanum vegna þess ástands sem myndast hafi á spítalanum. „Það er náttúrulega bara þrýstingur. Það er ástand á sjúkrahúsinu nú eru bara áhrifin komin af miklum þunga og þá verður náttúrulega, það liggur í hlutarins eðli, að þá verða átökin meiri,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga. Spítalinn hefur til að mynda óskað nokkrum sinnum eftir að fá undanþágu frá verkfallinu til að kalla út fleiri geislafræðinga til vinnu. „Það hafa sem sagt borist fjórar undanþágubeiðnir til Félags geislafræðinga og tveim hefur verið hafnað,“ segir Katrín. Í vikunni sögðum við frá Hinriki A. Hansen sem er með heilaæxli og komst ekki í myndatöku vegna verkfallsins. Hann sakaði meðal verkalýðsfélögin, nú síðast BHM, um að taka sjúklinga í gíslingu til að sækja launahækkanir. „Ég get alveg fullvissað þig um það að það er fullt samþykki þarna og menn eru sammála um það að sjúklingar sem geta hlotið svona skaða af þeir eiga ekki að bíða,“ segir Katrín. Katrín segir kröfu félagsins skýra. Það er að menntun verði metin til launa en lægstu laun félagsmanna samkvæmt kjarasamningum eru í dag um 330 þúsund krónur sem hún telur alltof lág. Hún segir félagsmenn tilbúna til að standa í verkfallsaðgerðunum jafnvel svo mánuðum skipti til að knýja fram kjarabót. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Geislafræðingar segjast upplifa aukinn þrýsting frá stjórnendum Landspítalans vegna verkfalls þeirra. Helmingi, þeirra beiðna sem borist hafa frá spítalanum um undanþágu til að kalla út geislafræðinga vegna verkfallsins, hefur verið hafnað. Tæpar tvær vikur eru frá því að verkfallsaðgerðir Bandalags háskólanna hófust. Þá lögðu meðal annars 108 geislafræðingar sem starfa hjá ríkinu niður störf en um sextíu af þeim starfa á Landspítalanum. Að jafnaði eru um sextán geislafræðingar á dagvakt á spítalanum en á meðan á verkfallinu stendur eru þeir sex. Verkfall geislafræðinganna hefur mikil áhrif á starfsemi Landspítalans sérstaklega á þá starfsemi sem tengist krabbameinssjúklingum. Til að mynda er ekki hægt að framkvæma allar rannsóknir sem venjulega er hægt og þá hefur ekki verið unnt að hefja nýjar geislameðferðir. Formaður Félags geislafræðinga segist upplifa aukinn þrýsting frá Landspítalanum vegna þess ástands sem myndast hafi á spítalanum. „Það er náttúrulega bara þrýstingur. Það er ástand á sjúkrahúsinu nú eru bara áhrifin komin af miklum þunga og þá verður náttúrulega, það liggur í hlutarins eðli, að þá verða átökin meiri,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga. Spítalinn hefur til að mynda óskað nokkrum sinnum eftir að fá undanþágu frá verkfallinu til að kalla út fleiri geislafræðinga til vinnu. „Það hafa sem sagt borist fjórar undanþágubeiðnir til Félags geislafræðinga og tveim hefur verið hafnað,“ segir Katrín. Í vikunni sögðum við frá Hinriki A. Hansen sem er með heilaæxli og komst ekki í myndatöku vegna verkfallsins. Hann sakaði meðal verkalýðsfélögin, nú síðast BHM, um að taka sjúklinga í gíslingu til að sækja launahækkanir. „Ég get alveg fullvissað þig um það að það er fullt samþykki þarna og menn eru sammála um það að sjúklingar sem geta hlotið svona skaða af þeir eiga ekki að bíða,“ segir Katrín. Katrín segir kröfu félagsins skýra. Það er að menntun verði metin til launa en lægstu laun félagsmanna samkvæmt kjarasamningum eru í dag um 330 þúsund krónur sem hún telur alltof lág. Hún segir félagsmenn tilbúna til að standa í verkfallsaðgerðunum jafnvel svo mánuðum skipti til að knýja fram kjarabót.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira