Bjalla og lirfur í hrökkbrauðspakka: „Bjóst aldrei við að finna neitt lifandi í vörum frá Sollu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. apríl 2015 15:30 Helena Svava Hjaltadóttir lenti í heldur óskemmtilegu atviki á fimmtudaginn í seinustu viku þegar hún var að gæða sér á hrökkbrauði frá Himneskt Sollu Eiríks. „Ég keypti þetta í Bónus í Reykjanesbæ og tók þetta svo með mér í vinnuna. Ég opna bara kexpakkann og fæ mér tvö kex í kaffitímanum. Svo þegar ég er að fá mér þriðja kexið og legg það á diskinn til að fá mér að drekka sé ég eitthvað hreyfast á disknum. Ég lít svo betur og sé að það eru tveir ormar á disknum,“ segir Helena í samtali við Vísi. Hún segist vera mjög pödduhrædd og að sér hafi brugðið mikið. Þá hafi hún oft keypt vörur frá Sollu. „Ég hélt að þær ættu að vera góðar og ég bjóst aldrei við að finna neitt lifandi í þeim.“„Ein bjalla í pakkanum sem var mamman“ Helena bað vinnufélaga sinn um að hringja í Aðföng sem flytja vörurnar inn og dreifa þeim í verslanir. Hún segir að fyrirtækið hafi svo sent pakkann til Náttúrufræðistofnunar til rannsóknar. „Þeir hringja svo í mig láta mig vita af því að það fundust bjöllur og ormar í pakkanum. Það hafi verið ein bjalla í pakkanum sem var „mamman“ og hún var að verpa eggjum ofan í pakkann. Það var líka kannað hvort að þessir ormar væru manni eitthvað skaðlegir en svo var ekki. Mér varð því ekkert meint af en mér leið engu að síður mjög illa yfir þessu og grét alla helgina því ég vissi ekki þá að ormarnir væru ekki skaðlegir.“ Helena talaði við Sollu daginn eftir að þetta gerðist og svo aftur á mánudeginum. „Þá segir hún mér að henni finnist þetta mjög leiðinlegt. Svo segir hún mér að einhver frá Aðföngum muni hafa samband við mig til að bæta mér þetta upp.“Solla Eiríks.Hefur enga lyst á að borða Sollu-vörur framar Í vikunni fékk Helena svo inneignarkort upp á 6000 krónur í Bónus. „Mér finnst það bara hræðilega lítið. Inni í þessum 6000 krónum er líka skilagjald upp á 2400 krónur sem ég fékk fyrir Sollu-vörur sem ég skilaði eftir að þetta gerðist. Ég hef nefnilega enga lyst á að borða Sollu-vörur framar. En í raun fæ ég sem sagt 3600 í bætur fyrir þessa orma í pakkanum.“ Aðspurð hvað hún vilji fá mikið segist Helena ekki alveg gera sér grein fyrir því hvað sé eðlilegt í svona máli. „Ég var að velta fyrir mér kannski svona 15 þúsund krónum en svo hafa sumir sagt alveg 50 þúsund. Ég veit ekki alveg hvað þetta ætti að vera mikið en 3600 krónur er ekki neitt fyrir utan það að ég á enn ógeðslega erfitt með að borða.“„Því miður geta svona hlutir alltaf gerst“ Solla Eiríksdóttir hjá Himneskt segir að því miður sé erfitt að koma í veg fyrir að svona gerist. „Það skiptir ekki máli hvort það erum við eða hver það er, í matvælaframleiðslu eða öðru, það er alltaf eitthvað að koma upp og þá fer bara eðlilegt ferli í gang. Við tökum allt svona mjög alvarlega og sendum vöruna og látum rannsaka hana. Við erum með mjög gott gæðaeftirlit en því miður geta svona hlutir alltaf gerst.“ Hún segir að sjálfsögðu vilji enginn lenda í þessu. „Auðvitað finnst þeim sem lendir í þessu þetta ógeðslegt og fær sjokk. Eftir því sem ég best veit að þá verður alltaf að vega og meta hvert tilfelli fyrir sig. Gæðastjóri Aðfanga sér alfarið um þetta en ég trúi ekki öðru en að þetta verði þannig að allir gangi sáttir frá borði.“Um var að ræða hrökkbrauð með sesamfræum frá Himneskt.Mynd/HelenBjalla verpti í, á eða við pakkningu Samkvæmt skriflegu svari frá gæðastjóra Aðfanga, Baldvins Valgarðssonar, fer ákveðið ferli í gang þegar svona tilfelli koma upp. Það felur það meðal annars í sér að afla upplýsinga um atvikið, meta það, miðla upplýsingum til framleiðanda og/eða birgja vörunnar, rannsaka það innanhúss og komast að líklegri skýringu. „Í þeim tilfellum sem svona kemur upp er sýni tafarlaust sent af okkar hálfu til Náttúrufræðistofu Kópavogs þar sem málið er rannsakað. Niðurstaðan er síðan send til okkar. Þá er jafnframt haft samband við framleiðanda og óskað skýringa og rannsóknar,“ segir Baldvin. Hvað varðar þetta tiltekna atvik þá hefur verið haft samband við framleiðanda vörunnar sem er Continental Bakeries í Þýskalandi. Að sögn Baldvins hefur framleiðandinn upplýst að þetta hafi ekki átt sér stað við bökun hrökkbrauðsins. „Þá hefur varan verið í rannsókn innanhúss hjá honum en ekki hafa fundist nein önnur tilfelli við þá skoðun eða líkleg skýring á atvikinu. Frumathugum var gerð á pakkningunni hjá Aðföngum og sýni sent til Náttúrufræðistofu Kópavogs. Niðurstaðan var sú að um sterkjubjöllu væri að ræða og 3 lirfur sömu tegundar og bjallan.“ Sérfræðingur Náttúrufræðistofunnar telur líklegt að sterkjubjalla hafi verpt í, á eða við pakkningu hrökkbrauðsins. Það hafi líklega átt sér stað eftir bökun en líklega í ferlinu frá pökkun til verslunar.Fæstir myndu vilja fá lirfur í kaupbæti með hrökkbrauðinu.Vísir/HelenaHöfðu samband við Helenu í dag og buðu henni meiri bætur Eftir að Vísir fór að grennslast fyrir um málið höfðu bæði Solla og gæðastjóri Aðfanga samband við Helenu varðandi bætur til hennar vegna málsins. Um þetta segir Baldvin: „Ætíð er brugðist við með því að bjóða viðskiptavininum einhvers konar bætur. Við erum með verkferli í gangi þar sem fyrsta skref er að bjóða ákveðna upphæð fyrir gallaða vöru. Í tilfellum sem þessum er að sjálfsögðu bætt um betur og var gengið frá því fyrr í dag.“ Þetta staðfestir Helena: „Já, hann hringdi í mig í dag og viðurkenndi mistök sín. Hann sagði að þetta hefði ekki verið metið nógu mikið og hann hefði talað við yfirmenn sína um þetta. Ég fæ því annað inneignarkort í Bónus, ég veit reyndar ekki fyrir hversu mikið, en miðað við samskipti okkar gæðastjórans í gær var samskiptum okkar lokið varðandi þetta mál. Solla hringdi svo líka í mig og bauð mér kort á Gló.“ Varan hefur ekki verið innkölluð þar sem við rannsókn síðustu daga hafi ekki fundist nein önnur vara þar sem þetta á við, samkvæmt gæðastjóra Aðfanga. Þá segir hann svona atvik afar fátíð.Í spilaranum hér að ofan má sjá myndband sem tekið var af lirfunum sem leyndust í hrökkbrauðspakkanum. Uppfært klukkan 16:45: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt að Solla væri hjá Himneskri hollustu. Það er ekki rétt heldur er hún hjá Himneskt. Eru hlutaðeigandi beðnir afsökunar á þessum mistökum. Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Helena Svava Hjaltadóttir lenti í heldur óskemmtilegu atviki á fimmtudaginn í seinustu viku þegar hún var að gæða sér á hrökkbrauði frá Himneskt Sollu Eiríks. „Ég keypti þetta í Bónus í Reykjanesbæ og tók þetta svo með mér í vinnuna. Ég opna bara kexpakkann og fæ mér tvö kex í kaffitímanum. Svo þegar ég er að fá mér þriðja kexið og legg það á diskinn til að fá mér að drekka sé ég eitthvað hreyfast á disknum. Ég lít svo betur og sé að það eru tveir ormar á disknum,“ segir Helena í samtali við Vísi. Hún segist vera mjög pödduhrædd og að sér hafi brugðið mikið. Þá hafi hún oft keypt vörur frá Sollu. „Ég hélt að þær ættu að vera góðar og ég bjóst aldrei við að finna neitt lifandi í þeim.“„Ein bjalla í pakkanum sem var mamman“ Helena bað vinnufélaga sinn um að hringja í Aðföng sem flytja vörurnar inn og dreifa þeim í verslanir. Hún segir að fyrirtækið hafi svo sent pakkann til Náttúrufræðistofnunar til rannsóknar. „Þeir hringja svo í mig láta mig vita af því að það fundust bjöllur og ormar í pakkanum. Það hafi verið ein bjalla í pakkanum sem var „mamman“ og hún var að verpa eggjum ofan í pakkann. Það var líka kannað hvort að þessir ormar væru manni eitthvað skaðlegir en svo var ekki. Mér varð því ekkert meint af en mér leið engu að síður mjög illa yfir þessu og grét alla helgina því ég vissi ekki þá að ormarnir væru ekki skaðlegir.“ Helena talaði við Sollu daginn eftir að þetta gerðist og svo aftur á mánudeginum. „Þá segir hún mér að henni finnist þetta mjög leiðinlegt. Svo segir hún mér að einhver frá Aðföngum muni hafa samband við mig til að bæta mér þetta upp.“Solla Eiríks.Hefur enga lyst á að borða Sollu-vörur framar Í vikunni fékk Helena svo inneignarkort upp á 6000 krónur í Bónus. „Mér finnst það bara hræðilega lítið. Inni í þessum 6000 krónum er líka skilagjald upp á 2400 krónur sem ég fékk fyrir Sollu-vörur sem ég skilaði eftir að þetta gerðist. Ég hef nefnilega enga lyst á að borða Sollu-vörur framar. En í raun fæ ég sem sagt 3600 í bætur fyrir þessa orma í pakkanum.“ Aðspurð hvað hún vilji fá mikið segist Helena ekki alveg gera sér grein fyrir því hvað sé eðlilegt í svona máli. „Ég var að velta fyrir mér kannski svona 15 þúsund krónum en svo hafa sumir sagt alveg 50 þúsund. Ég veit ekki alveg hvað þetta ætti að vera mikið en 3600 krónur er ekki neitt fyrir utan það að ég á enn ógeðslega erfitt með að borða.“„Því miður geta svona hlutir alltaf gerst“ Solla Eiríksdóttir hjá Himneskt segir að því miður sé erfitt að koma í veg fyrir að svona gerist. „Það skiptir ekki máli hvort það erum við eða hver það er, í matvælaframleiðslu eða öðru, það er alltaf eitthvað að koma upp og þá fer bara eðlilegt ferli í gang. Við tökum allt svona mjög alvarlega og sendum vöruna og látum rannsaka hana. Við erum með mjög gott gæðaeftirlit en því miður geta svona hlutir alltaf gerst.“ Hún segir að sjálfsögðu vilji enginn lenda í þessu. „Auðvitað finnst þeim sem lendir í þessu þetta ógeðslegt og fær sjokk. Eftir því sem ég best veit að þá verður alltaf að vega og meta hvert tilfelli fyrir sig. Gæðastjóri Aðfanga sér alfarið um þetta en ég trúi ekki öðru en að þetta verði þannig að allir gangi sáttir frá borði.“Um var að ræða hrökkbrauð með sesamfræum frá Himneskt.Mynd/HelenBjalla verpti í, á eða við pakkningu Samkvæmt skriflegu svari frá gæðastjóra Aðfanga, Baldvins Valgarðssonar, fer ákveðið ferli í gang þegar svona tilfelli koma upp. Það felur það meðal annars í sér að afla upplýsinga um atvikið, meta það, miðla upplýsingum til framleiðanda og/eða birgja vörunnar, rannsaka það innanhúss og komast að líklegri skýringu. „Í þeim tilfellum sem svona kemur upp er sýni tafarlaust sent af okkar hálfu til Náttúrufræðistofu Kópavogs þar sem málið er rannsakað. Niðurstaðan er síðan send til okkar. Þá er jafnframt haft samband við framleiðanda og óskað skýringa og rannsóknar,“ segir Baldvin. Hvað varðar þetta tiltekna atvik þá hefur verið haft samband við framleiðanda vörunnar sem er Continental Bakeries í Þýskalandi. Að sögn Baldvins hefur framleiðandinn upplýst að þetta hafi ekki átt sér stað við bökun hrökkbrauðsins. „Þá hefur varan verið í rannsókn innanhúss hjá honum en ekki hafa fundist nein önnur tilfelli við þá skoðun eða líkleg skýring á atvikinu. Frumathugum var gerð á pakkningunni hjá Aðföngum og sýni sent til Náttúrufræðistofu Kópavogs. Niðurstaðan var sú að um sterkjubjöllu væri að ræða og 3 lirfur sömu tegundar og bjallan.“ Sérfræðingur Náttúrufræðistofunnar telur líklegt að sterkjubjalla hafi verpt í, á eða við pakkningu hrökkbrauðsins. Það hafi líklega átt sér stað eftir bökun en líklega í ferlinu frá pökkun til verslunar.Fæstir myndu vilja fá lirfur í kaupbæti með hrökkbrauðinu.Vísir/HelenaHöfðu samband við Helenu í dag og buðu henni meiri bætur Eftir að Vísir fór að grennslast fyrir um málið höfðu bæði Solla og gæðastjóri Aðfanga samband við Helenu varðandi bætur til hennar vegna málsins. Um þetta segir Baldvin: „Ætíð er brugðist við með því að bjóða viðskiptavininum einhvers konar bætur. Við erum með verkferli í gangi þar sem fyrsta skref er að bjóða ákveðna upphæð fyrir gallaða vöru. Í tilfellum sem þessum er að sjálfsögðu bætt um betur og var gengið frá því fyrr í dag.“ Þetta staðfestir Helena: „Já, hann hringdi í mig í dag og viðurkenndi mistök sín. Hann sagði að þetta hefði ekki verið metið nógu mikið og hann hefði talað við yfirmenn sína um þetta. Ég fæ því annað inneignarkort í Bónus, ég veit reyndar ekki fyrir hversu mikið, en miðað við samskipti okkar gæðastjórans í gær var samskiptum okkar lokið varðandi þetta mál. Solla hringdi svo líka í mig og bauð mér kort á Gló.“ Varan hefur ekki verið innkölluð þar sem við rannsókn síðustu daga hafi ekki fundist nein önnur vara þar sem þetta á við, samkvæmt gæðastjóra Aðfanga. Þá segir hann svona atvik afar fátíð.Í spilaranum hér að ofan má sjá myndband sem tekið var af lirfunum sem leyndust í hrökkbrauðspakkanum. Uppfært klukkan 16:45: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt að Solla væri hjá Himneskri hollustu. Það er ekki rétt heldur er hún hjá Himneskt. Eru hlutaðeigandi beðnir afsökunar á þessum mistökum.
Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira