Ríkisstjórnin samþykkir aukin framlög vegna Holuhrauns Atli Ísleifsson skrifar 17. apríl 2015 14:42 Eldgosinu lauk 27.febrúar síðastliðinn. Vísir/Valli Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita þeim stofnunum sem unnið hafa að vöktun, viðbúnaði og mælingum vegna Holuhrauns og eldsumbrotanna norðan Vatnajökuls aukin fjárframlög að upphæð 448,7 milljónir króna árið 2015. Er það gert á grundvelli tillögu samráðshóps ráðuneytisstjóra. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að ríkisstjórnin hafi einnig heimilað nýtingu á ónýttum fjárheimildum frá árinu 2014 að fjárhæð 100,8 milljónir króna. „Samantekið að meðtaldri þessari ákvörðun hefur ríkisstjórnin samþykkt viðbótar fjárframlög til stofnana sem nemur 1.136 m.kr. frá því eldsumbrot hófust á síðasta ári fram til septemberloka á þessu ári.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segor það starf sem eftirlits- og viðbragðsaðilar hafi unnið til þessa hafi verið sérlega farsælt.„Þó að mesta hættan virðist liðin hjá er nauðsynlegt að standa vaktina áfram og tryggja fyllsta öryggi á svæðinu sérstaklega yfir ferðamannatímann. Einnig er mikilvægt að efla það vísindastarf sem náttúruhamfarir sem þessar kalla á.“ „Á ríkisstjórnarfundi þann 10. september 2014 samþykkti ríkisstjórnin að skipa samráðshóp ráðuneytisstjóra um viðbrögð við náttúruvá, undir forystu forsætisráðuneytisins, og var honum falið að yfirfara fjárþörf og kostnað vegna hamfaranna og hafa yfirsýn yfir viðbrögð, aðgerðir og samhæfingu. Hópurinn hefur fundað reglulega og lagt mat á viðbótarfjárheimildir til stofnana sem koma helst að málum. Byggt á tillögum hópsins samþykkti ríkisstjórnin á fundi sínum þann 4. nóvember 2014 að veita samtals 687 m. kr. af óráðstöfuðum fjárheimildum til þessara verkefna vegna áætlaðs kostnaðar stofnana umfram fjárheimildir þeirra út árið 2014. Þó að eldgosinu í Holuhrauni sé nú lokið telur hópurinn þörf á að halda hluta af sértækum aðgerðum vegna umbrotanna áfram og vöktun og eftirliti umfram það sem telst hluti af daglegum rekstri og verkefnum stofnana. Þá er mikilvægt að mælingum verðisinnt áfram og að frekari hreyfingar á svæðinu verði vaktaðarmeð tilliti til hugsanlegra frekari hamfara. Vegna óvissu um framvindu telja vísindamenn og viðbragðsaðilar nauðsynlegt að halda úti slíkri vöktun og auknu eftirliti t.d. vegna ferðamanna á svæðinu, auk öflun upplýsinga og gerð rannókna á náttúrufar, vatnasvæði, lífríki og heilsufar þannig að hægt verði að grípa til aðgerða til að draga úr áhrifum,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita þeim stofnunum sem unnið hafa að vöktun, viðbúnaði og mælingum vegna Holuhrauns og eldsumbrotanna norðan Vatnajökuls aukin fjárframlög að upphæð 448,7 milljónir króna árið 2015. Er það gert á grundvelli tillögu samráðshóps ráðuneytisstjóra. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að ríkisstjórnin hafi einnig heimilað nýtingu á ónýttum fjárheimildum frá árinu 2014 að fjárhæð 100,8 milljónir króna. „Samantekið að meðtaldri þessari ákvörðun hefur ríkisstjórnin samþykkt viðbótar fjárframlög til stofnana sem nemur 1.136 m.kr. frá því eldsumbrot hófust á síðasta ári fram til septemberloka á þessu ári.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segor það starf sem eftirlits- og viðbragðsaðilar hafi unnið til þessa hafi verið sérlega farsælt.„Þó að mesta hættan virðist liðin hjá er nauðsynlegt að standa vaktina áfram og tryggja fyllsta öryggi á svæðinu sérstaklega yfir ferðamannatímann. Einnig er mikilvægt að efla það vísindastarf sem náttúruhamfarir sem þessar kalla á.“ „Á ríkisstjórnarfundi þann 10. september 2014 samþykkti ríkisstjórnin að skipa samráðshóp ráðuneytisstjóra um viðbrögð við náttúruvá, undir forystu forsætisráðuneytisins, og var honum falið að yfirfara fjárþörf og kostnað vegna hamfaranna og hafa yfirsýn yfir viðbrögð, aðgerðir og samhæfingu. Hópurinn hefur fundað reglulega og lagt mat á viðbótarfjárheimildir til stofnana sem koma helst að málum. Byggt á tillögum hópsins samþykkti ríkisstjórnin á fundi sínum þann 4. nóvember 2014 að veita samtals 687 m. kr. af óráðstöfuðum fjárheimildum til þessara verkefna vegna áætlaðs kostnaðar stofnana umfram fjárheimildir þeirra út árið 2014. Þó að eldgosinu í Holuhrauni sé nú lokið telur hópurinn þörf á að halda hluta af sértækum aðgerðum vegna umbrotanna áfram og vöktun og eftirliti umfram það sem telst hluti af daglegum rekstri og verkefnum stofnana. Þá er mikilvægt að mælingum verðisinnt áfram og að frekari hreyfingar á svæðinu verði vaktaðarmeð tilliti til hugsanlegra frekari hamfara. Vegna óvissu um framvindu telja vísindamenn og viðbragðsaðilar nauðsynlegt að halda úti slíkri vöktun og auknu eftirliti t.d. vegna ferðamanna á svæðinu, auk öflun upplýsinga og gerð rannókna á náttúrufar, vatnasvæði, lífríki og heilsufar þannig að hægt verði að grípa til aðgerða til að draga úr áhrifum,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira