Þarf líklega að „hunskast með skottið á milli lappanna til Íslands með tugi milljóna í skuld en enga gráðu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. apríl 2015 14:30 Þorgerður ásamt eiginmanni sínum. Mynd úr einkasafni Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir, 25 ára gamall nemi í arkitektúr í Los Angeles, óttast að þurfa að „hunskast með skottið á milli lappanna til Íslands með tugi milljóna króna í skuld“ þegar hún á aðeins einni önn ólokið af námi sínu. Hún segir mikilvægt að stjórnvöld átti sig á því að lán til stúdenta snúist ekki aðeins um fjármagn heldur raunveruleg líf fólks og drauma. „Sem í mínu tilfelli eru á tæpasta vaði með að verða að hruni komin.“Þorgerður ásamt eiginmanni sínum og systurdætrum hans.Mynd úr einkasafniVísir birti í morgun pistil sem Þorgerður skrifaði síðastliðin mánaðarmót um stöðu sína í Los Angeles þar sem hún er í arkitektanámi við Southern California Institute of Architecture. Hún lýsir því hvernig hún hafi allt frá sex ára aldri vitað að hana langaði í nám í arkitektúr. „Og þar með var það ákveðið. Stefnan var sett á það markmið og hefur ekki breyst síðan. En það hefur ekki gerst mótlætislaust, og hefur krafist mikillar þrautseigju og fórna af minni hálfu,“ segir í pistli Þorgerðar sem vakið hefur mikla athygli. Að loknu BA-námi sínu, vorið 2012, barst henni orðsending um að hún hefði komist inn í fyrrnefndan háskóla vestanhafs. Skólinn var efstur á lista hennar yfir þá sem hana langaði til að nema við. Viðbrögðin voru ósvikin gleði.Þorgerður fær að óbreyttu ekki meira lán frá LÍN.Vísir„Ég öskraði upp fyrir mig, hljóp fram í stofu, slide-aði eins og Tom Cruise í Risky Business, leit við, og fór að hágráta. Ruby mín var furðu lostin yfir töktunum í mömmu sinni, og milli þess sem ég reyndi að sannfæra hana að allt væri í góðu stimplaði ég skjálfhent númerið hans Grettis inn í símann. Hann skildi varla hvað ég sagði, ég grét svo mikið, og þegar ég hringdi næst í foreldra mína héldu þau að eitthvað hefði komið fyrir, svo mikið var uppnámið. En ég kom skilaboðunum til skila, ég komst INN!“ Þá lýsir Þorgerður ferlinu sem fór í hönd til að láta allt ganga eftir. Í pistlinum kemst hún yfir flestar hindranir en það sem stendur upp úr eru samskiptin við LÍN sem eru athyglisverð lestrar. Nú að loknum þriggja ára námi fær hún ekki lán til að fjármagna lokaönnina, sumarönnina, sem setur hana í erfiða stöðu.Þorvaldur Davíð Kristjánsson, fyrrverandi formaður SÍNE„Eins og stendur hef ég engin tök á að fjármagna sumarönnina og næ því ekki að útskrifast. Ég þarf því hugsanlega að hundskast með skottið á milli lappanna til Íslands með tugi milljóna í skuld en enga gráðu til að afla mér tekna til að borga skuldina. Það er vægast sagt lamandi hugsun.“ Þorgerður segir í samtali við Vísi að pistilinn hafi orðið til í kjölfar pistils sem Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifaði í Fréttablaðið. „Þetta hafði verið í bígerð lengi, oft hóf ég skrifin en hætti við, en það lá bara svo vel að skrifa þetta sem svar við þessum pistli - einkum vegna þess hvernig hann bendir á að stjórnvöld líti á framfærslu til þeirra sem eru að mennta sig sem 'útgjöld'.“ Hún hafi viljað koma staðreyndum á framfæri en einnig hafa pistilinn einlægan.Pistilinn í heild sinni má lesa hér að neðan. Svar við pistli Þorvaldar Davíðs um aðför stjórnvalda á námsmennÞorgerður Anna.Mynd úr einkasafni.Pabba mínum er margt til listanna lagt, í bókstaflegri merkingu. Hann er ekki einungis doktor í sameindalífeðlisfræði, heldur einnig hæfileikaríkur listamaður, hvort sem um er að ræða teikningu, málverk, ljósmyndun eða hvers lags DIY verk sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann kenndi mér, með sínu fordæmi, að nákvæmni og vandvirkni skipta máli í öllu sem maður tekur sér fyrir hendur. Hann myndskreytti fyrir mig heilu sögurnar, fígúrur sem voru og eru mér enn jafn kærar og hver önnur teiknimyndapersóna í sjónvarpinu. En það var sama hvað ég reyndi að herma eftir pabba, aldrei tókst mér að teikna neitt jafn vel og hann. Ég elskaði samt að teikna, og fann leið til að fá útrás fyrir þessa þörf með því að teikna eftir ákveðinni aðferð. Ég kallaði hana “kort af húsum”. Þegar ég var sex ára segist pabbi vilja sýna mér svolítið. Hann opnar tímarit og við mér blasir áhugaverðasta myndefni sem augu mín höfðu nokkru sinni litið.Grunnteikning af húsi. „Þetta er það sem arkitektar gera,” segir pabbi. „Arkitektar?” spyr ég. „Já, arkitektar, architects” segir hann, og útskýrir fyrir mér að þetta sé starfsheiti og eitthvað sem er hægt að læra í háskóla, rétt eins og sameindalífeðlisfræðin. „Ég ætla verða arkitekt þegar ég er orðin stór.” Og þar með var það ákveðið. Stefnan var sett á það markmið og hefur ekki breyst síðan. En það hefur ekki gerst mótlætislaust, og hefur krafist mikillar þrautseigju og fórna af minni hálfu. Spólum fram í tímann, árið er 2012, dagurinn 17. maí og ég ligg löt upp í rúmi að vafra um vefinn. Ég er nýlega búin að skila af mér BA ritgerð og er í fyrsta skiptið á ævinni, ekki brjálæðislega upptekin. Ég man að ég er ekki búin að refresh-a pósthólfið mitt þennan dag og hendi mér snöggvast inn á gjémeilið. Og þarna eru þeir, litlir bókstafir á skjá sem merkja upphaf endaloks þessarar ferðar minnar sem hafði staðið hátt á annan áratug, meirihluta lífs míns eins og ég man eftir því:„Congratulations, you have been accepted to the M. Arch 1 program at Southern California Institute of Architecture.” Besti skólinn á listanum. Skólinn sem ég hugsaði “æj ég tapa ekkert á að sækja um, bara smá prentkostnaður við portfolio, sending, og $50 umsóknargjald, ég læt vaða, þó þetta sé ólíklegt.”Og ég komst inn. Ég öskraði upp fyrir mig, hljóp fram í stofu, slide-aði eins og Tom Cruise í Risky Business, leit við, og fór að hágráta. Ruby mín var furðu lostin yfir töktunum í mömmu sinni, og milli þess sem ég reyndi að sannfæra hana að allt væri í góðu stimplaði ég skjálfhent númerið hans Grettis inn í símann. Hann skildi varla hvað ég sagði, ég grét svo mikið, og þegar ég hringdi næst í foreldra mína héldu þau að eitthvað hefði komið fyrir, svo mikið var uppnámið. En ég kom skilaboðunum til skila, ég komst INN! Við tóku margar vikur af skriffinsku og pappírsvinnu. Allt þetta ofan á sumarskóla (skilyrði fyrir inngöngunni var að ég myndi að bæta við mig stærðfræði og eðlisfræði) og brúðkaupsundirbúning. Svo þurfti að byrja að pakka búslóðinni líka. Redda Ruby sprautum og pappírum til að geta flutt hana út. Selja bílana, leigja út íbúðina. Passa mataræðið, láta gæsa mig. Segja upp báðum vinnunum. Vinna uppsagnarfrestinn. Ég gerði allt rétt. Ekki spyrja mig hvernig ég fór að því. Orðin í e-mailinu drógu mig áfram. Loksins, loksins! Ég tikkaði við allt á to-do listanum og náði meira að segja sumarskólanum þrátt fyrir að hafa ekki verið í stærðfræði né eðlisfræði í sex ár (hæ listnámsbraut og ritlistarnám). Gifti mig. Fjórum dögum síðar héldum við út á flugvöll með allt okkar hafurtask og voffann.Ég gerði allt rétt. Þetta var sönnun þess að allt sem ég hafði lagt á mig, komist yfir, og fórnað, var ekki til einskis. Þegar út var komið byrjuðu vandræðin strax. Ég þurfti að taka fimm vikna sumarkúrs áður en ég byrjaði í mastersnáminu, og mér fannst það ekkert tiltökumál, ég var til í allt, ég komst inn! Ég sæki um sumarlán hjá LÍN, og það var fyrsta neitunin. Lognið á undan storminum. Í mínum skóla teljast 15 einingar fullt nám, sem þýðir að ein eining samsvarar 30 ECTS einingum, kerfið sem stuðst er við í Evrópu og hjá LÍN. Úthlutunarreglurnar það árið hljóðuðu svo að til að fá sumarlán þyrftirðu að klára að minnsta kosti 12 ECTS einingar, en námskeiðið mitt var 6 skólaeiningar. LÍN sendir um hæl, “nei”. Eins og ég sagði, þá var þetta fyrsta baráttan af mörgum. Ég þurfti að láta skólann skrifa bréf til útskýringar á einingakerfinu þeirra, og staðfestingu á því að þessi sumarkúrs væri skilyrði fyrir inngöngu minni, og við tók biðin endalausa. Skólinn minn var ekki í kerfinu hjá LÍN og ég þurfti, þegar ég fékk inngönguna, að láta þau meta hvort hann væri lánshæfur. Jú, hann var það, en LÍN hefur ekki kynnt sér hann mikið frekar en svo að ég þurfti að standa í ströggli fyrstu tvær annirnar bara til þess að fá námslán miðað við fullt nám, þó ég væri í meira en fullu námi, eða 18 skólaeiningum. Ég hreinlega meika ekki að útlista allt það vesen sem ég hef gengið í gegnum með LÍN, því ég nenni ekki að fara í vont skap. En á hverri einustu önn hefur það verið vesen að fá úthlutað rétt. Alltaf hefur mér verið mætt með skætingi og ófagmennsku. Mér ekki trúað, póstarnir mínir og fylgiskjöl ekki lesin almennilega, eða þeim hreinlega ekki svarað. Svo voru lán til námsmanna erlendis náttúrulega skert í fyrra, 10% í mínu tilviki. Í nýjasta pistli sínum útskýrir Þorvaldur Davíð Kristjánsson, formaður Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) hvernig “Þetta var allt saman fyrirfram ákveðið af stjórnvöldum. Það átti að lækka útgjöldin, eins og þeir kalla framfærsluna til þeirra sem eru að reyna mennta sig […]”. Lesa má pistil hans í heild sinni hér. Hann heldur áfram og talar um hvernig honum finnist menntun vera hluti af almennum mannréttindum, sem ég er honum að sjálfsögðu algjörlega sammála um.Ég er svo lánsöm að hafa alist upp við þá heimssýn að ekkert gæti í vegi fyrir mér staðið þegar kæmi að menntun. Sex ára gömul tók ég þessa ákvörðun, og það var aldrei til sú hugsun í kollinum á mér að ég gæti þetta ekki, ætti ekki rétt á þessu, eða að ég myndi á einhvern hátt mæta mótbárum frá utanaðkomandi aðilum þegar snéri að náminu mínu. Það eina sem væri til fyrirstöðu væri mitt eigið metnaðarleysi, sem hefur aldrei verið til í minni orðabók heldur. Í sömu úthlutunarreglum og skerðingin til námsmanna erlendis kom fram, var úthlutunarreglum til námsmanna í fjarnámi breytt. Ég og maðurinn minn erum svo heppin að hann hefur getað búið hérna hjá mér í Los Angeles og jafnframt stundað nám sitt við Háskólann í Reykjavík í fjarnámi. Það hefur kostað mikla fjarveru og útgjöld þegar hann þarf að fara heim að taka próf og vera viðstaddur staðarnámslotur, en það er þess virði. Nýju úthlutunarreglurnar hljóðuðu þannig að fjarnámsnemar ættu nú ekki lengur að fá greitt miðað við búsetuland heldur ættu allir að fá greitt eins og þeir byggju á Íslandi. Framfærslukostnaður er talsvert hærri hér í stórborginni heldur en á Íslandi, en samtals skerðingin á lánum okkar beggja hefði hljóðað upp á 40% þess sem við höfum milli handanna í mánuði hverjum. Mér þætti gaman að vita hvort það sé einhver þarna úti sem gæti tekið 40% launaskerðingu án þess að blikka. Við hjóluðum í LÍN. Ég skrifaði erindi til stjórnarinnar. Mamma greip tækifæri þegar hún var viðstödd málþing sem menntamálaráðherra sat á, og afhenti honum bréfið. Ég gerði SÍNE vart við. Þegar allt kom til alls unnum við. LÍN samþykkti að Grettir yrði einungis að taka á sig 10% skerðingu rétt eins og ég. Hann fengi þó bara þessa undanþágu á núverandi námsferli. Sigur! Við höfum því enn efni á að lifa, rétt svo. Ég er aðstoðarkennari í skólanum, labba með hunda fyrir nágrannana, og tek að mér prófarkalestur í lok anna. Allt til að ná endum saman. Við lifum spart, við eldum heima, við horfum á Netflix í staðinn fyrir að fara í bíó.Við erum að gera allt rétt. En – þrátt fyrir allar þessar mótbárur frá LÍN sem ég hef tæklað, er ein barátta sem ég hef ekki enn unnið. Það er baráttan um fjármögnun skólagjalda minna. LÍN lánar einungis 44.100 USD í skólagjaldalán fyrir námi í Bandaríkjunum. Per einstakling, per ævi. Þessi upphæð kom mér í gegnum fyrsta árið mitt af þremur og hálfu. Eftir það hef ég verið að greiða fyrir skólagjöldin með bankaláni, sem byggist á veði í íbúðinni okkar á Íslandi. Sumir myndu ábyggilega hrista hausinn yfir því að demba sér í svona miklar skuldir, en við það fólk hef ég bara eitt að segja:Það getur enginn tekið af mér menntunina mína. Þetta er því fjárfesting sem ég tek á mig með glöðu geði – besta fjárfesting sem ég hef nokkurn tímann gert. Ég vil ekki þurfa að ferðast aftur í tímann og segja við sex ára gamla sjálfa mig, “Sorrý, gleymdu bara þessum draumi þínum. Það er stofnun á Íslandi, landinu þar sem amma og afi búa, mannstu? Þessi stofnun er búin að ákveða að þú mátt ekki fara í svona dýrt nám.” Svo eru enn aðrir sem setja spurningarmerki við hvers vegna ég fór ekki bara í ókeypis skóla í Evrópu. Ég hef sama svar við því, það getur enginn tekið það af mér að hafa útskrifast úr SCI-Arc, einum fremsta skóla í sínu fagi á heimsvísu. Þetta er bara engin spurning. Það hefði verið heimskulegt að nýta ekki þetta tækifæri, og ég hefði séð eftir því til æviloka. Þegar ég greiddi svo fyrir skólagjöld vorannarinnar á þessu ári hafði ég samband við bankann eins og vanalega í upphafi annar og bið þjónusturáðgjafann að gera símgreiðslu. Bið hana að teygja sig enn lengra ofan í mína framtíðarvasa. Skella enn fleiri klukkustundum á lífsvinnuskyldu mína. Vinnuskylda, sem ég tók á mig með fullu viti og glöðu geði. Þjónusturáðgjafinn tilkynnir mér að hún skuli gera það – en þetta sé líka síðasti peningurinn sem bankinn láni mér. „Ha?” segi ég, „síðasti peningurinn?” „Já, við getum ekki lánað þér meira. Hvenær ertu eiginlega búin í þessu námi?” „Það hefur ekkert breyst, ég útskrifast í september, þetta eru sjö annir, ég á eina önn eftir eftir þessa,” segi ég, enn að melta það sem á milli okkar er að fara. „Já okei,” svarar hún, „þú verður þá bara að fá pabba þinn til að hjálpa þér, er hann ekki skrifaður fyrir þessu?” „Nei, það er hann nú reyndar ekki. Ég er með veð í íbúðinni minni. Ég og maðurinn minn erum að fjármagna þetta sjálf.” Fát kemur á þjónusturáðgjafann. Ég bið hana að endurskoða upphæð veðsins með tilliti til hækkaðs fasteignamats íbúðarinnar. Allt kemur fyrir ekki, ég fæ ekki meira lánað. Í ofanálag, þar sem nú sé veðið fullnýtt, þurfa vextir að greiðast af láninu í hverjum mánuði, sem hljóða upp á 65 þúsund krónur. Þar fór sigurinn við LÍN, skólagjaldalánið gleypir þessi 30% sem við unnum til baka, og meira til. Munið þið skriffinskuna og pappírsvinnuna sem ég fór í strax að mótteknu inngönguboðinu, þarna í maí 2012? Ég vissi alltaf að LÍN myndi bara lána 44.100 USD, því var stór hluti af þessu stússi einmitt samningsgerð við bankann um fjármögnun námsins eftir að skólagjaldakvóta LÍN yrði náð. Lengd námsins hefur ekkert breyst né útskriftardagsetningin, það sem samið var um var sumarnámskeið og sjö annir, útskrift í september 2015. Það er sjálfsagt hægt að kenna vöxtum, gengisbreytingum og verðtryggingu um margt – en að það éti heila önn aftan af láninu, upp á rúmlega tvær milljónir? Einkennilegt.Allt þetta er vegna þess að LÍN, og íslenskum stjórnvöldum, finnst ég, sem Íslendingur, ekki eiga rétt á að fara í nám sem kostar meira en 44.100 USD, samtals. Því er ég meira en hjartanlega sammála honum Þorvaldi Davíð, og set einnig “stórt spurningarmerki við þá fullyrðingu að það sé gott að vera Íslendingur.” Hvers vegna eru takmörk sett á þá fjárhæð sem námsmenn geta fengið lánaða til að fjármagna nám sitt? Þetta er lán, sem greitt er af með vöxtum, ekki gefins peningur. Ríkið græðir á því að lána okkur. Samt kalla þeir þetta útgjöld. Ég myndi nú frekar kalla þetta fjárfestingu – fjárfestingu í þeirri auðlind sem er hugvit þjóðfélagsþegnanna. Fjárfesting sem ekki bara skilar beinum arði í ríkissjóð með vaxtagreiðslum, heldur einnig þeim samfélagslega hagnaði sem kemur af því að fá háskólamenntaða einstaklinga með fjölhæfa menntun og sérþekkingu inn á vinnumarkaðinn. Varðandi það hvernig ég ætla að fjármagna sumarönnina, og þar með útskrifast, þá er það líka ennþá stórt spurningarmerki.Þorgerður Ösp skrifaði pistilinn á heimasíðu sína þann 31. mars síðastliðinn. Hún gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að birta hann. Tengdar fréttir Svar við pistli Þorvaldar Davíðs um aðför stjórnvalda á námsmenn Þegar ég var sex ára segist pabbi vilja sýna mér svolítið. Hann opnar tímarit og við mér blasir áhugaverðasta myndefni sem augu mín höfðu nokkru sinni litið. 17. apríl 2015 09:52 Aðförin að námsmönnum Síðasta vetur tók meirihlutinn í stjórn LÍN ákvörðun þess efnis að skera niður framfærslu námsmanna erlendis. Sú skerðing náði hátt upp í 10% á sumum svæðum. Þessi lækkun átti sér stað án nokkurra útreikninga henni til stuðnings. 31. mars 2015 07:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir, 25 ára gamall nemi í arkitektúr í Los Angeles, óttast að þurfa að „hunskast með skottið á milli lappanna til Íslands með tugi milljóna króna í skuld“ þegar hún á aðeins einni önn ólokið af námi sínu. Hún segir mikilvægt að stjórnvöld átti sig á því að lán til stúdenta snúist ekki aðeins um fjármagn heldur raunveruleg líf fólks og drauma. „Sem í mínu tilfelli eru á tæpasta vaði með að verða að hruni komin.“Þorgerður ásamt eiginmanni sínum og systurdætrum hans.Mynd úr einkasafniVísir birti í morgun pistil sem Þorgerður skrifaði síðastliðin mánaðarmót um stöðu sína í Los Angeles þar sem hún er í arkitektanámi við Southern California Institute of Architecture. Hún lýsir því hvernig hún hafi allt frá sex ára aldri vitað að hana langaði í nám í arkitektúr. „Og þar með var það ákveðið. Stefnan var sett á það markmið og hefur ekki breyst síðan. En það hefur ekki gerst mótlætislaust, og hefur krafist mikillar þrautseigju og fórna af minni hálfu,“ segir í pistli Þorgerðar sem vakið hefur mikla athygli. Að loknu BA-námi sínu, vorið 2012, barst henni orðsending um að hún hefði komist inn í fyrrnefndan háskóla vestanhafs. Skólinn var efstur á lista hennar yfir þá sem hana langaði til að nema við. Viðbrögðin voru ósvikin gleði.Þorgerður fær að óbreyttu ekki meira lán frá LÍN.Vísir„Ég öskraði upp fyrir mig, hljóp fram í stofu, slide-aði eins og Tom Cruise í Risky Business, leit við, og fór að hágráta. Ruby mín var furðu lostin yfir töktunum í mömmu sinni, og milli þess sem ég reyndi að sannfæra hana að allt væri í góðu stimplaði ég skjálfhent númerið hans Grettis inn í símann. Hann skildi varla hvað ég sagði, ég grét svo mikið, og þegar ég hringdi næst í foreldra mína héldu þau að eitthvað hefði komið fyrir, svo mikið var uppnámið. En ég kom skilaboðunum til skila, ég komst INN!“ Þá lýsir Þorgerður ferlinu sem fór í hönd til að láta allt ganga eftir. Í pistlinum kemst hún yfir flestar hindranir en það sem stendur upp úr eru samskiptin við LÍN sem eru athyglisverð lestrar. Nú að loknum þriggja ára námi fær hún ekki lán til að fjármagna lokaönnina, sumarönnina, sem setur hana í erfiða stöðu.Þorvaldur Davíð Kristjánsson, fyrrverandi formaður SÍNE„Eins og stendur hef ég engin tök á að fjármagna sumarönnina og næ því ekki að útskrifast. Ég þarf því hugsanlega að hundskast með skottið á milli lappanna til Íslands með tugi milljóna í skuld en enga gráðu til að afla mér tekna til að borga skuldina. Það er vægast sagt lamandi hugsun.“ Þorgerður segir í samtali við Vísi að pistilinn hafi orðið til í kjölfar pistils sem Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifaði í Fréttablaðið. „Þetta hafði verið í bígerð lengi, oft hóf ég skrifin en hætti við, en það lá bara svo vel að skrifa þetta sem svar við þessum pistli - einkum vegna þess hvernig hann bendir á að stjórnvöld líti á framfærslu til þeirra sem eru að mennta sig sem 'útgjöld'.“ Hún hafi viljað koma staðreyndum á framfæri en einnig hafa pistilinn einlægan.Pistilinn í heild sinni má lesa hér að neðan. Svar við pistli Þorvaldar Davíðs um aðför stjórnvalda á námsmennÞorgerður Anna.Mynd úr einkasafni.Pabba mínum er margt til listanna lagt, í bókstaflegri merkingu. Hann er ekki einungis doktor í sameindalífeðlisfræði, heldur einnig hæfileikaríkur listamaður, hvort sem um er að ræða teikningu, málverk, ljósmyndun eða hvers lags DIY verk sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann kenndi mér, með sínu fordæmi, að nákvæmni og vandvirkni skipta máli í öllu sem maður tekur sér fyrir hendur. Hann myndskreytti fyrir mig heilu sögurnar, fígúrur sem voru og eru mér enn jafn kærar og hver önnur teiknimyndapersóna í sjónvarpinu. En það var sama hvað ég reyndi að herma eftir pabba, aldrei tókst mér að teikna neitt jafn vel og hann. Ég elskaði samt að teikna, og fann leið til að fá útrás fyrir þessa þörf með því að teikna eftir ákveðinni aðferð. Ég kallaði hana “kort af húsum”. Þegar ég var sex ára segist pabbi vilja sýna mér svolítið. Hann opnar tímarit og við mér blasir áhugaverðasta myndefni sem augu mín höfðu nokkru sinni litið.Grunnteikning af húsi. „Þetta er það sem arkitektar gera,” segir pabbi. „Arkitektar?” spyr ég. „Já, arkitektar, architects” segir hann, og útskýrir fyrir mér að þetta sé starfsheiti og eitthvað sem er hægt að læra í háskóla, rétt eins og sameindalífeðlisfræðin. „Ég ætla verða arkitekt þegar ég er orðin stór.” Og þar með var það ákveðið. Stefnan var sett á það markmið og hefur ekki breyst síðan. En það hefur ekki gerst mótlætislaust, og hefur krafist mikillar þrautseigju og fórna af minni hálfu. Spólum fram í tímann, árið er 2012, dagurinn 17. maí og ég ligg löt upp í rúmi að vafra um vefinn. Ég er nýlega búin að skila af mér BA ritgerð og er í fyrsta skiptið á ævinni, ekki brjálæðislega upptekin. Ég man að ég er ekki búin að refresh-a pósthólfið mitt þennan dag og hendi mér snöggvast inn á gjémeilið. Og þarna eru þeir, litlir bókstafir á skjá sem merkja upphaf endaloks þessarar ferðar minnar sem hafði staðið hátt á annan áratug, meirihluta lífs míns eins og ég man eftir því:„Congratulations, you have been accepted to the M. Arch 1 program at Southern California Institute of Architecture.” Besti skólinn á listanum. Skólinn sem ég hugsaði “æj ég tapa ekkert á að sækja um, bara smá prentkostnaður við portfolio, sending, og $50 umsóknargjald, ég læt vaða, þó þetta sé ólíklegt.”Og ég komst inn. Ég öskraði upp fyrir mig, hljóp fram í stofu, slide-aði eins og Tom Cruise í Risky Business, leit við, og fór að hágráta. Ruby mín var furðu lostin yfir töktunum í mömmu sinni, og milli þess sem ég reyndi að sannfæra hana að allt væri í góðu stimplaði ég skjálfhent númerið hans Grettis inn í símann. Hann skildi varla hvað ég sagði, ég grét svo mikið, og þegar ég hringdi næst í foreldra mína héldu þau að eitthvað hefði komið fyrir, svo mikið var uppnámið. En ég kom skilaboðunum til skila, ég komst INN! Við tóku margar vikur af skriffinsku og pappírsvinnu. Allt þetta ofan á sumarskóla (skilyrði fyrir inngöngunni var að ég myndi að bæta við mig stærðfræði og eðlisfræði) og brúðkaupsundirbúning. Svo þurfti að byrja að pakka búslóðinni líka. Redda Ruby sprautum og pappírum til að geta flutt hana út. Selja bílana, leigja út íbúðina. Passa mataræðið, láta gæsa mig. Segja upp báðum vinnunum. Vinna uppsagnarfrestinn. Ég gerði allt rétt. Ekki spyrja mig hvernig ég fór að því. Orðin í e-mailinu drógu mig áfram. Loksins, loksins! Ég tikkaði við allt á to-do listanum og náði meira að segja sumarskólanum þrátt fyrir að hafa ekki verið í stærðfræði né eðlisfræði í sex ár (hæ listnámsbraut og ritlistarnám). Gifti mig. Fjórum dögum síðar héldum við út á flugvöll með allt okkar hafurtask og voffann.Ég gerði allt rétt. Þetta var sönnun þess að allt sem ég hafði lagt á mig, komist yfir, og fórnað, var ekki til einskis. Þegar út var komið byrjuðu vandræðin strax. Ég þurfti að taka fimm vikna sumarkúrs áður en ég byrjaði í mastersnáminu, og mér fannst það ekkert tiltökumál, ég var til í allt, ég komst inn! Ég sæki um sumarlán hjá LÍN, og það var fyrsta neitunin. Lognið á undan storminum. Í mínum skóla teljast 15 einingar fullt nám, sem þýðir að ein eining samsvarar 30 ECTS einingum, kerfið sem stuðst er við í Evrópu og hjá LÍN. Úthlutunarreglurnar það árið hljóðuðu svo að til að fá sumarlán þyrftirðu að klára að minnsta kosti 12 ECTS einingar, en námskeiðið mitt var 6 skólaeiningar. LÍN sendir um hæl, “nei”. Eins og ég sagði, þá var þetta fyrsta baráttan af mörgum. Ég þurfti að láta skólann skrifa bréf til útskýringar á einingakerfinu þeirra, og staðfestingu á því að þessi sumarkúrs væri skilyrði fyrir inngöngu minni, og við tók biðin endalausa. Skólinn minn var ekki í kerfinu hjá LÍN og ég þurfti, þegar ég fékk inngönguna, að láta þau meta hvort hann væri lánshæfur. Jú, hann var það, en LÍN hefur ekki kynnt sér hann mikið frekar en svo að ég þurfti að standa í ströggli fyrstu tvær annirnar bara til þess að fá námslán miðað við fullt nám, þó ég væri í meira en fullu námi, eða 18 skólaeiningum. Ég hreinlega meika ekki að útlista allt það vesen sem ég hef gengið í gegnum með LÍN, því ég nenni ekki að fara í vont skap. En á hverri einustu önn hefur það verið vesen að fá úthlutað rétt. Alltaf hefur mér verið mætt með skætingi og ófagmennsku. Mér ekki trúað, póstarnir mínir og fylgiskjöl ekki lesin almennilega, eða þeim hreinlega ekki svarað. Svo voru lán til námsmanna erlendis náttúrulega skert í fyrra, 10% í mínu tilviki. Í nýjasta pistli sínum útskýrir Þorvaldur Davíð Kristjánsson, formaður Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) hvernig “Þetta var allt saman fyrirfram ákveðið af stjórnvöldum. Það átti að lækka útgjöldin, eins og þeir kalla framfærsluna til þeirra sem eru að reyna mennta sig […]”. Lesa má pistil hans í heild sinni hér. Hann heldur áfram og talar um hvernig honum finnist menntun vera hluti af almennum mannréttindum, sem ég er honum að sjálfsögðu algjörlega sammála um.Ég er svo lánsöm að hafa alist upp við þá heimssýn að ekkert gæti í vegi fyrir mér staðið þegar kæmi að menntun. Sex ára gömul tók ég þessa ákvörðun, og það var aldrei til sú hugsun í kollinum á mér að ég gæti þetta ekki, ætti ekki rétt á þessu, eða að ég myndi á einhvern hátt mæta mótbárum frá utanaðkomandi aðilum þegar snéri að náminu mínu. Það eina sem væri til fyrirstöðu væri mitt eigið metnaðarleysi, sem hefur aldrei verið til í minni orðabók heldur. Í sömu úthlutunarreglum og skerðingin til námsmanna erlendis kom fram, var úthlutunarreglum til námsmanna í fjarnámi breytt. Ég og maðurinn minn erum svo heppin að hann hefur getað búið hérna hjá mér í Los Angeles og jafnframt stundað nám sitt við Háskólann í Reykjavík í fjarnámi. Það hefur kostað mikla fjarveru og útgjöld þegar hann þarf að fara heim að taka próf og vera viðstaddur staðarnámslotur, en það er þess virði. Nýju úthlutunarreglurnar hljóðuðu þannig að fjarnámsnemar ættu nú ekki lengur að fá greitt miðað við búsetuland heldur ættu allir að fá greitt eins og þeir byggju á Íslandi. Framfærslukostnaður er talsvert hærri hér í stórborginni heldur en á Íslandi, en samtals skerðingin á lánum okkar beggja hefði hljóðað upp á 40% þess sem við höfum milli handanna í mánuði hverjum. Mér þætti gaman að vita hvort það sé einhver þarna úti sem gæti tekið 40% launaskerðingu án þess að blikka. Við hjóluðum í LÍN. Ég skrifaði erindi til stjórnarinnar. Mamma greip tækifæri þegar hún var viðstödd málþing sem menntamálaráðherra sat á, og afhenti honum bréfið. Ég gerði SÍNE vart við. Þegar allt kom til alls unnum við. LÍN samþykkti að Grettir yrði einungis að taka á sig 10% skerðingu rétt eins og ég. Hann fengi þó bara þessa undanþágu á núverandi námsferli. Sigur! Við höfum því enn efni á að lifa, rétt svo. Ég er aðstoðarkennari í skólanum, labba með hunda fyrir nágrannana, og tek að mér prófarkalestur í lok anna. Allt til að ná endum saman. Við lifum spart, við eldum heima, við horfum á Netflix í staðinn fyrir að fara í bíó.Við erum að gera allt rétt. En – þrátt fyrir allar þessar mótbárur frá LÍN sem ég hef tæklað, er ein barátta sem ég hef ekki enn unnið. Það er baráttan um fjármögnun skólagjalda minna. LÍN lánar einungis 44.100 USD í skólagjaldalán fyrir námi í Bandaríkjunum. Per einstakling, per ævi. Þessi upphæð kom mér í gegnum fyrsta árið mitt af þremur og hálfu. Eftir það hef ég verið að greiða fyrir skólagjöldin með bankaláni, sem byggist á veði í íbúðinni okkar á Íslandi. Sumir myndu ábyggilega hrista hausinn yfir því að demba sér í svona miklar skuldir, en við það fólk hef ég bara eitt að segja:Það getur enginn tekið af mér menntunina mína. Þetta er því fjárfesting sem ég tek á mig með glöðu geði – besta fjárfesting sem ég hef nokkurn tímann gert. Ég vil ekki þurfa að ferðast aftur í tímann og segja við sex ára gamla sjálfa mig, “Sorrý, gleymdu bara þessum draumi þínum. Það er stofnun á Íslandi, landinu þar sem amma og afi búa, mannstu? Þessi stofnun er búin að ákveða að þú mátt ekki fara í svona dýrt nám.” Svo eru enn aðrir sem setja spurningarmerki við hvers vegna ég fór ekki bara í ókeypis skóla í Evrópu. Ég hef sama svar við því, það getur enginn tekið það af mér að hafa útskrifast úr SCI-Arc, einum fremsta skóla í sínu fagi á heimsvísu. Þetta er bara engin spurning. Það hefði verið heimskulegt að nýta ekki þetta tækifæri, og ég hefði séð eftir því til æviloka. Þegar ég greiddi svo fyrir skólagjöld vorannarinnar á þessu ári hafði ég samband við bankann eins og vanalega í upphafi annar og bið þjónusturáðgjafann að gera símgreiðslu. Bið hana að teygja sig enn lengra ofan í mína framtíðarvasa. Skella enn fleiri klukkustundum á lífsvinnuskyldu mína. Vinnuskylda, sem ég tók á mig með fullu viti og glöðu geði. Þjónusturáðgjafinn tilkynnir mér að hún skuli gera það – en þetta sé líka síðasti peningurinn sem bankinn láni mér. „Ha?” segi ég, „síðasti peningurinn?” „Já, við getum ekki lánað þér meira. Hvenær ertu eiginlega búin í þessu námi?” „Það hefur ekkert breyst, ég útskrifast í september, þetta eru sjö annir, ég á eina önn eftir eftir þessa,” segi ég, enn að melta það sem á milli okkar er að fara. „Já okei,” svarar hún, „þú verður þá bara að fá pabba þinn til að hjálpa þér, er hann ekki skrifaður fyrir þessu?” „Nei, það er hann nú reyndar ekki. Ég er með veð í íbúðinni minni. Ég og maðurinn minn erum að fjármagna þetta sjálf.” Fát kemur á þjónusturáðgjafann. Ég bið hana að endurskoða upphæð veðsins með tilliti til hækkaðs fasteignamats íbúðarinnar. Allt kemur fyrir ekki, ég fæ ekki meira lánað. Í ofanálag, þar sem nú sé veðið fullnýtt, þurfa vextir að greiðast af láninu í hverjum mánuði, sem hljóða upp á 65 þúsund krónur. Þar fór sigurinn við LÍN, skólagjaldalánið gleypir þessi 30% sem við unnum til baka, og meira til. Munið þið skriffinskuna og pappírsvinnuna sem ég fór í strax að mótteknu inngönguboðinu, þarna í maí 2012? Ég vissi alltaf að LÍN myndi bara lána 44.100 USD, því var stór hluti af þessu stússi einmitt samningsgerð við bankann um fjármögnun námsins eftir að skólagjaldakvóta LÍN yrði náð. Lengd námsins hefur ekkert breyst né útskriftardagsetningin, það sem samið var um var sumarnámskeið og sjö annir, útskrift í september 2015. Það er sjálfsagt hægt að kenna vöxtum, gengisbreytingum og verðtryggingu um margt – en að það éti heila önn aftan af láninu, upp á rúmlega tvær milljónir? Einkennilegt.Allt þetta er vegna þess að LÍN, og íslenskum stjórnvöldum, finnst ég, sem Íslendingur, ekki eiga rétt á að fara í nám sem kostar meira en 44.100 USD, samtals. Því er ég meira en hjartanlega sammála honum Þorvaldi Davíð, og set einnig “stórt spurningarmerki við þá fullyrðingu að það sé gott að vera Íslendingur.” Hvers vegna eru takmörk sett á þá fjárhæð sem námsmenn geta fengið lánaða til að fjármagna nám sitt? Þetta er lán, sem greitt er af með vöxtum, ekki gefins peningur. Ríkið græðir á því að lána okkur. Samt kalla þeir þetta útgjöld. Ég myndi nú frekar kalla þetta fjárfestingu – fjárfestingu í þeirri auðlind sem er hugvit þjóðfélagsþegnanna. Fjárfesting sem ekki bara skilar beinum arði í ríkissjóð með vaxtagreiðslum, heldur einnig þeim samfélagslega hagnaði sem kemur af því að fá háskólamenntaða einstaklinga með fjölhæfa menntun og sérþekkingu inn á vinnumarkaðinn. Varðandi það hvernig ég ætla að fjármagna sumarönnina, og þar með útskrifast, þá er það líka ennþá stórt spurningarmerki.Þorgerður Ösp skrifaði pistilinn á heimasíðu sína þann 31. mars síðastliðinn. Hún gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að birta hann.
Tengdar fréttir Svar við pistli Þorvaldar Davíðs um aðför stjórnvalda á námsmenn Þegar ég var sex ára segist pabbi vilja sýna mér svolítið. Hann opnar tímarit og við mér blasir áhugaverðasta myndefni sem augu mín höfðu nokkru sinni litið. 17. apríl 2015 09:52 Aðförin að námsmönnum Síðasta vetur tók meirihlutinn í stjórn LÍN ákvörðun þess efnis að skera niður framfærslu námsmanna erlendis. Sú skerðing náði hátt upp í 10% á sumum svæðum. Þessi lækkun átti sér stað án nokkurra útreikninga henni til stuðnings. 31. mars 2015 07:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Svar við pistli Þorvaldar Davíðs um aðför stjórnvalda á námsmenn Þegar ég var sex ára segist pabbi vilja sýna mér svolítið. Hann opnar tímarit og við mér blasir áhugaverðasta myndefni sem augu mín höfðu nokkru sinni litið. 17. apríl 2015 09:52
Aðförin að námsmönnum Síðasta vetur tók meirihlutinn í stjórn LÍN ákvörðun þess efnis að skera niður framfærslu námsmanna erlendis. Sú skerðing náði hátt upp í 10% á sumum svæðum. Þessi lækkun átti sér stað án nokkurra útreikninga henni til stuðnings. 31. mars 2015 07:00
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent