Bjarni Ben bjargaði Íslenska böðlinum frá refsingu Jakob Bjarnar skrifar 17. apríl 2015 12:33 Ólafur njósnaði fyrir nasista, sem leiddi til handtöku Leifs. Bjarni Ben fékk hann svo framseldan til Íslands eftir stutta fangavist í Noregi. vísir/getty Íslenskur nasisti, sem kom fjölda manna í fangabúðir nasista, hlaut 20 ára fangelsisdóm í Noregi, þó farið hafi verið fram á dauðarefsingu vegna óþokkalegs og svívirðilegs athæfis. Ólafur Pétursson, Íslenski böðullinn, þurfti þó ekki lengi að vera í fangelsi því íslensk stjórnvöld, með Bjarna Benediktsson þá utanríkisráðherra í broddi fylkingar, fengu hann lausan og framseldan til Íslands. Ólafi vegnaði vel á Íslandi eftir komuna hingað til lands. „Í fangabúðum nazista“ eftir Leif Muller hefur verið endurútgefin 70 árum eftir að hún kom fyrst út, eða árið 1945. Þar greinir Leifur frá skelfilegri vist í fangabúðum nasista. Enn þann dag í dag vekur saga Leifs athygli og óhug. Í tilefni þess ræðir Erla Hlynsdóttir, blaðamaður Fréttatímans, við Svein, son Leifs, sem greinir meðal annars frá því að faðir sinn hafi alla tíð borið þessa reynslu með sér, hann svaf við opnar dyr, hafði fötin ávallt tilbúin ef hann þyrfti að fara með skömmum fyrirvara og hann þurfti svefnlyf til að festa svefn. Sveinn segir frá því að Leifur hafi ætlað sér að flýja til Íslands á sínum tíma en það var Íslendingur sem kom í veg fyrir það.Leifur Muller mátti upplifa miklar skelfingar í útrýmingarbúðum nasista og bar hann þess merki alla sína daga.Af forsíðu bókarinnar „Í fangabúðum nazista“.Aðeins í fangelsi í 72 daga Svo gripið sé niður í viðtal Erlu þá segir Sveinn frá því að sá maður hafi heitið Ólafur Pétursson. Hann hafði samband við Leif í Noregi, bauð honum í kaffi ásamt ungri konu sem var í námi í Noregi og veiddi uppúr honum þessar ráðagerðir. „Ólafur Pétursson var seinna kallaður „íslenski böðullinn“ því tugir manna enduðu í fangabúðum vegna hans og fjöldi þeirra lést. Ólafur var dæmdur í 20 ára fangelsi í Noregi eftir stríðið sem þótti mjög þungur dómur. Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, beitti sér síðan fyrir því að Ólafur var framseldur til Íslands og sat hann því aðeins í fangelsi í 72 daga. Mér finnst það hreinlega til skammar,“ segir Sveinn. Frá Ólafi þessum, hinum íslenska böðli, er greint á Wikipediu. Hann er fæddur 1919 og dó 1972, samstarfsmaður nasista á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Ákærandinn í Gulaþingsdómi fór fram á dauðarefsingu en hann fékk, sem áður sagði, 20 ára hegningarvinnu í Noregi og var svo framseldur til Íslands. Ólafur var sonur Péturs Ingimundarsonar, slökkviliðsstjóra í Reykjavík, og Guðrúnar Benediktsdóttur. Hann fór til náms í Noregi, og gekk nasistum á hönd þar og njósnaði fyrir þá.Í dómsniðurstöðu var tekið sérstaklega fram að athæfi Ólafs hafi verið óþokkalegt og svívirðilegt.Myndin er fengin úr Íslenskir nasistar.Óþokkalegt og svívirðilegt athæfiÁ Wikepediu er vitnað í viðtalsbók Garðars Sverrissonar; ævisögu Leifs, Býr Íslendingur hér, og segir að Ólafur hafi flúið til Danmerkur eftir að honum varð óvært í Noregi, ætlaði að flýja til Íslands en var þá handtekinn. Hann var svo framseldur að undirlagi Bjarna Benediktssonar og íslenskra stjórnvalda og kom til Íslands árið 1947. „Í forystugrein norska hægriblaðsins Morgenavisen var látið að því liggja að Ólafi hefði verið sleppt til þess að ekki kæmi til leiðinda við Snorrahátíðina í Reykholti þar sem Norðmenn hugðust gefa Íslendingum styttu af Snorra Sturlusyni. Ólafur stofnaði síðar endurskoðunarfyrirtæki í Reykjavík og var meðal annars einn af hvítliðunum í óeirðunum á Austurvelli árið 1949.” Í Býr Íslendingur hér segir meðal annars: „Á meðan háttsettir nasistar eins og Holmboe voru dæmdir til átta ára fangelsisvistar var Ólafur Pétursson dæmdur í tuttugu ára fangelsi. [..] Í dómsniðurstöðu er sérstaklega tekið fram að athæfi Ólafs Péturssonar í Noregi hafi ekki aðeins verið refsivert heldur líka óþokkalegt og svívirðilegt. Hann hafi misnotað dvalarleyfi sitt og brugðist þeim trúnaði sem honum var sýndur. Tekið er fram að þeir glæpir sem hann framdi séu af verstu tegund slíkra glæpa.“Bjarni Benediktsson þá utanríkisráðherra gekk hart fram til að koma Ólafi undan refsivendi norskra yfirvalda og olli málið gremju meðal Norðmanna.Borgarskjalasafnið.Íslensk stjórnvöld hlutast til um máliðÍ Býr Íslendingur hér er greint frá því að Norðmenn hafi þegar verið farnir að yfirheyra Ólaf þegar íslensk stjórnvöld hófu að blanda sér í málið. Til að byrja með voru sett fram diplómatísk tilmæli um að hann yrði látinn laus. Síðan, þegar ljóst var orðið að réttvísin myndi hafa sinn gang þrátt fyrir tilmælin, setti íslenska ríkisstjórnin fram kröfu um að Ólafur Pétursson yrði látinn í friði. Norðmenn reyndu að skýra það út fyrir Íslendingum hvílík afbrot þessi maður hafði framið í landi þeirra, en allt kom fyrir ekki. Íslensk stjórnvöld héldu áfram þrýstingi sínum og málið færðist nær því að verða að hreinni milliríkjadeilu.“ Málið vakti reiði í Noregi, ekki síst í Bergen þar sem Ólafur hafi verið hvað virkastur í njósnum sínum fyrir nasista. Á Wikepediu má lesa: „En þremur mánuðum eftir að Ólafur var dæmdur í Noregi gekk hann frjáls ferða sinna um götur Reykjavíkur. Þegar Ólafur tók síðan þátt í óeirðunum á Austurvelli 1949 í sveit hvítliða varð það til þess að ferill hans í Noregi var rifjaður upp og afskipti stjórnvalda af málinu. Þá mun utanríkisráðherra, Bjarni Benediktsson, hafa látið í ljós þá skoðun að ómannúðlegt væri að rifja þetta upp þar sem það gæti valdið Ólafi sárindum.“Illugi fjallaði, ásamt bróður sínum Hrafni, um Ólaf á sínum tíma í bókinni Íslenskir nasistar.visir/gvaSkammarleg framganga íslenskra stjórnvalda, einkum BjarnaIllugi Jökulsson skrifaði, ásamt bróður sínum Hrafni, bókina Íslenskir nasistar sem kom út árið 1988 og þar er sagt af Ólafi. Illugi segir þar einkum fjallað um skammarlega tilburði íslenskra stjórnvalda við að koma honum undan þeirri refsingu sem Ólafur hafði verið dæmdur til af norskum yfirvöldum. „Ólafur var látinn laus í Noregs vegna mikils þrýstings íslenskra stjórnvalda. Í bókinni okkar bræðra um íslenska nasista eru birtar umræður um málið í utanríkismálanefnd, og þar kemur fram að allir voru sammála um að leggja yrði þunga áherslu á að fá Ólaf látinn lausan. Þar var hlutur Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra mestur og verstur, en Einar Olgeirsson fulltrúi kommúnista var til dæmis líka áhugamaður um að fá þennan stríðsglæpamann látinn lausan,“ segir Illugi og nefnir að Ólafur hafi gerst endurskoðandi eftir að hann kom til Íslands og starfaði við það til æviloka.Ferill Ólafs honum ekki til trafala á Íslandi„Hann var líka virkur í pólitík, einkum bak við tjöldin, og var til dæmis einn helstu manna í því "varaliði" sem ríkisstjórnin kvaddi út 30. mars 1949 þegar barist var á Austurvelli,“ segir Illugi. Þá fjallaði Þjóðviljinn um Ólaf og hann fór í mál en tapaði loks málinu 1955. En, fer einhverjum sögum af því hvernig honum vegnaði félagslega; var þessu haldið gegn honum eða var þetta jafnvel svo að menn hafi talið honum þetta til tekna? „Ja, þeir sem fengu hann til starfa á Austurvelli 30. mars hafa ekki talið þetta verra, svo mikið er víst.“ Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Íslenskur nasisti, sem kom fjölda manna í fangabúðir nasista, hlaut 20 ára fangelsisdóm í Noregi, þó farið hafi verið fram á dauðarefsingu vegna óþokkalegs og svívirðilegs athæfis. Ólafur Pétursson, Íslenski böðullinn, þurfti þó ekki lengi að vera í fangelsi því íslensk stjórnvöld, með Bjarna Benediktsson þá utanríkisráðherra í broddi fylkingar, fengu hann lausan og framseldan til Íslands. Ólafi vegnaði vel á Íslandi eftir komuna hingað til lands. „Í fangabúðum nazista“ eftir Leif Muller hefur verið endurútgefin 70 árum eftir að hún kom fyrst út, eða árið 1945. Þar greinir Leifur frá skelfilegri vist í fangabúðum nasista. Enn þann dag í dag vekur saga Leifs athygli og óhug. Í tilefni þess ræðir Erla Hlynsdóttir, blaðamaður Fréttatímans, við Svein, son Leifs, sem greinir meðal annars frá því að faðir sinn hafi alla tíð borið þessa reynslu með sér, hann svaf við opnar dyr, hafði fötin ávallt tilbúin ef hann þyrfti að fara með skömmum fyrirvara og hann þurfti svefnlyf til að festa svefn. Sveinn segir frá því að Leifur hafi ætlað sér að flýja til Íslands á sínum tíma en það var Íslendingur sem kom í veg fyrir það.Leifur Muller mátti upplifa miklar skelfingar í útrýmingarbúðum nasista og bar hann þess merki alla sína daga.Af forsíðu bókarinnar „Í fangabúðum nazista“.Aðeins í fangelsi í 72 daga Svo gripið sé niður í viðtal Erlu þá segir Sveinn frá því að sá maður hafi heitið Ólafur Pétursson. Hann hafði samband við Leif í Noregi, bauð honum í kaffi ásamt ungri konu sem var í námi í Noregi og veiddi uppúr honum þessar ráðagerðir. „Ólafur Pétursson var seinna kallaður „íslenski böðullinn“ því tugir manna enduðu í fangabúðum vegna hans og fjöldi þeirra lést. Ólafur var dæmdur í 20 ára fangelsi í Noregi eftir stríðið sem þótti mjög þungur dómur. Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, beitti sér síðan fyrir því að Ólafur var framseldur til Íslands og sat hann því aðeins í fangelsi í 72 daga. Mér finnst það hreinlega til skammar,“ segir Sveinn. Frá Ólafi þessum, hinum íslenska böðli, er greint á Wikipediu. Hann er fæddur 1919 og dó 1972, samstarfsmaður nasista á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Ákærandinn í Gulaþingsdómi fór fram á dauðarefsingu en hann fékk, sem áður sagði, 20 ára hegningarvinnu í Noregi og var svo framseldur til Íslands. Ólafur var sonur Péturs Ingimundarsonar, slökkviliðsstjóra í Reykjavík, og Guðrúnar Benediktsdóttur. Hann fór til náms í Noregi, og gekk nasistum á hönd þar og njósnaði fyrir þá.Í dómsniðurstöðu var tekið sérstaklega fram að athæfi Ólafs hafi verið óþokkalegt og svívirðilegt.Myndin er fengin úr Íslenskir nasistar.Óþokkalegt og svívirðilegt athæfiÁ Wikepediu er vitnað í viðtalsbók Garðars Sverrissonar; ævisögu Leifs, Býr Íslendingur hér, og segir að Ólafur hafi flúið til Danmerkur eftir að honum varð óvært í Noregi, ætlaði að flýja til Íslands en var þá handtekinn. Hann var svo framseldur að undirlagi Bjarna Benediktssonar og íslenskra stjórnvalda og kom til Íslands árið 1947. „Í forystugrein norska hægriblaðsins Morgenavisen var látið að því liggja að Ólafi hefði verið sleppt til þess að ekki kæmi til leiðinda við Snorrahátíðina í Reykholti þar sem Norðmenn hugðust gefa Íslendingum styttu af Snorra Sturlusyni. Ólafur stofnaði síðar endurskoðunarfyrirtæki í Reykjavík og var meðal annars einn af hvítliðunum í óeirðunum á Austurvelli árið 1949.” Í Býr Íslendingur hér segir meðal annars: „Á meðan háttsettir nasistar eins og Holmboe voru dæmdir til átta ára fangelsisvistar var Ólafur Pétursson dæmdur í tuttugu ára fangelsi. [..] Í dómsniðurstöðu er sérstaklega tekið fram að athæfi Ólafs Péturssonar í Noregi hafi ekki aðeins verið refsivert heldur líka óþokkalegt og svívirðilegt. Hann hafi misnotað dvalarleyfi sitt og brugðist þeim trúnaði sem honum var sýndur. Tekið er fram að þeir glæpir sem hann framdi séu af verstu tegund slíkra glæpa.“Bjarni Benediktsson þá utanríkisráðherra gekk hart fram til að koma Ólafi undan refsivendi norskra yfirvalda og olli málið gremju meðal Norðmanna.Borgarskjalasafnið.Íslensk stjórnvöld hlutast til um máliðÍ Býr Íslendingur hér er greint frá því að Norðmenn hafi þegar verið farnir að yfirheyra Ólaf þegar íslensk stjórnvöld hófu að blanda sér í málið. Til að byrja með voru sett fram diplómatísk tilmæli um að hann yrði látinn laus. Síðan, þegar ljóst var orðið að réttvísin myndi hafa sinn gang þrátt fyrir tilmælin, setti íslenska ríkisstjórnin fram kröfu um að Ólafur Pétursson yrði látinn í friði. Norðmenn reyndu að skýra það út fyrir Íslendingum hvílík afbrot þessi maður hafði framið í landi þeirra, en allt kom fyrir ekki. Íslensk stjórnvöld héldu áfram þrýstingi sínum og málið færðist nær því að verða að hreinni milliríkjadeilu.“ Málið vakti reiði í Noregi, ekki síst í Bergen þar sem Ólafur hafi verið hvað virkastur í njósnum sínum fyrir nasista. Á Wikepediu má lesa: „En þremur mánuðum eftir að Ólafur var dæmdur í Noregi gekk hann frjáls ferða sinna um götur Reykjavíkur. Þegar Ólafur tók síðan þátt í óeirðunum á Austurvelli 1949 í sveit hvítliða varð það til þess að ferill hans í Noregi var rifjaður upp og afskipti stjórnvalda af málinu. Þá mun utanríkisráðherra, Bjarni Benediktsson, hafa látið í ljós þá skoðun að ómannúðlegt væri að rifja þetta upp þar sem það gæti valdið Ólafi sárindum.“Illugi fjallaði, ásamt bróður sínum Hrafni, um Ólaf á sínum tíma í bókinni Íslenskir nasistar.visir/gvaSkammarleg framganga íslenskra stjórnvalda, einkum BjarnaIllugi Jökulsson skrifaði, ásamt bróður sínum Hrafni, bókina Íslenskir nasistar sem kom út árið 1988 og þar er sagt af Ólafi. Illugi segir þar einkum fjallað um skammarlega tilburði íslenskra stjórnvalda við að koma honum undan þeirri refsingu sem Ólafur hafði verið dæmdur til af norskum yfirvöldum. „Ólafur var látinn laus í Noregs vegna mikils þrýstings íslenskra stjórnvalda. Í bókinni okkar bræðra um íslenska nasista eru birtar umræður um málið í utanríkismálanefnd, og þar kemur fram að allir voru sammála um að leggja yrði þunga áherslu á að fá Ólaf látinn lausan. Þar var hlutur Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra mestur og verstur, en Einar Olgeirsson fulltrúi kommúnista var til dæmis líka áhugamaður um að fá þennan stríðsglæpamann látinn lausan,“ segir Illugi og nefnir að Ólafur hafi gerst endurskoðandi eftir að hann kom til Íslands og starfaði við það til æviloka.Ferill Ólafs honum ekki til trafala á Íslandi„Hann var líka virkur í pólitík, einkum bak við tjöldin, og var til dæmis einn helstu manna í því "varaliði" sem ríkisstjórnin kvaddi út 30. mars 1949 þegar barist var á Austurvelli,“ segir Illugi. Þá fjallaði Þjóðviljinn um Ólaf og hann fór í mál en tapaði loks málinu 1955. En, fer einhverjum sögum af því hvernig honum vegnaði félagslega; var þessu haldið gegn honum eða var þetta jafnvel svo að menn hafi talið honum þetta til tekna? „Ja, þeir sem fengu hann til starfa á Austurvelli 30. mars hafa ekki talið þetta verra, svo mikið er víst.“
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira