Áhyggjufullir læknanemar 16. apríl 2015 15:42 Kæri Illugi Gunnarsson. Í Slóvakíu situr áhyggjufullur hópur læknanema. Okkur langar að koma á framfæri vangaveltum okkar í kjölfar nýrra úthlutunarreglna Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Fyrir þremur árum hófu fyrstu nemendurnir nám við Comenius háskóla – stærsta háskóla í Slóvakíu. Bæst hefur í hópinn síðustu ár og stunda nú um 70 íslenskir stúdentar nám við skólann. Nýjustu úthlutunarreglur LÍN hafa sett ófyrirséð strik í reikninginn fyrir læknanema í Slóvakíu. Brugðið hefur verið fæti fyrir nemendur með nánast 19 % skerðingu á framfærsluláni síðustu tvö árin. Nemendur hófu hér nám á ákveðnum forsendum sem nú hafa algjörlega brostið. Í kjölfar þessarar skerðingar sjáum við ekki fram á að ná endum saman. Húsnæði og matvara fer hækkandi í Evrópu, en lán okkar lækkandi. Ferðalán var afnumið á síðasta ári sem gerir nemendum erfitt fyrir að afla tekna yfir sumartímann á Íslandi. Þar að auki eru möguleikar á tekjuöflun í Slóvakíu á meðan á námi stendur nánast engir. Það liggur því í augum uppi að dæmið er ekki rétt reiknað. Í Slóvakíu gefst möguleiki á að útskrifa um 20-‐30 íslenska lækna á ári. Nemendur þurfa þó að sjálfsögðu að geta reitt sig á LÍN til framfærslu á meðan á námi stendur. Þau lán munu greiðast tilbaka þegar útskrifaðir læknar koma til starfa á Íslandi að námi loknu. Á Íslandi skortir enn lækna og því ætti þessi kostur að fá meiri meðbyr og stuðning frá íslenska ríkinu. Sá góði kostur sem gefist hefur að mennta lækna erlendis mun lognast útaf með þessu áframhaldi. Fjölbreytni í menntun, þekkingu og reynslu er af hinu góða. Við erum um 70 læknanemar í Slóvakíu sem hafa orðið fyrir barðinu á skerðingunni. Úthlutunarkjör, viðmót og rök af höndum LÍN í okkar garð hafa því miður verið til skammar. Við köllum eftir því að þú Illugi Gunnarsson ásamt ráðamanni frá LÍN komi til fundar við okkur og ræðir við okkur læknanema í Slóvakíu. Þar viljum við að eftirfarandi komi fram: 1. Hvernig réttlætið þið áframhaldandi skerðingu framfærslulána til námsmanna erlendis? 2. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að við megum við meiri skerðingu á framfærslu hér og á hverju byggjast ykkar rök fyrir því? Með kveðju, Auður Jóna Einarsdóttir Ásgeir Þór Magnússon Erna Markúsdóttir Þórdís Magnadóttir Þórunn Elísabet Michaelsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Kæri Illugi Gunnarsson. Í Slóvakíu situr áhyggjufullur hópur læknanema. Okkur langar að koma á framfæri vangaveltum okkar í kjölfar nýrra úthlutunarreglna Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Fyrir þremur árum hófu fyrstu nemendurnir nám við Comenius háskóla – stærsta háskóla í Slóvakíu. Bæst hefur í hópinn síðustu ár og stunda nú um 70 íslenskir stúdentar nám við skólann. Nýjustu úthlutunarreglur LÍN hafa sett ófyrirséð strik í reikninginn fyrir læknanema í Slóvakíu. Brugðið hefur verið fæti fyrir nemendur með nánast 19 % skerðingu á framfærsluláni síðustu tvö árin. Nemendur hófu hér nám á ákveðnum forsendum sem nú hafa algjörlega brostið. Í kjölfar þessarar skerðingar sjáum við ekki fram á að ná endum saman. Húsnæði og matvara fer hækkandi í Evrópu, en lán okkar lækkandi. Ferðalán var afnumið á síðasta ári sem gerir nemendum erfitt fyrir að afla tekna yfir sumartímann á Íslandi. Þar að auki eru möguleikar á tekjuöflun í Slóvakíu á meðan á námi stendur nánast engir. Það liggur því í augum uppi að dæmið er ekki rétt reiknað. Í Slóvakíu gefst möguleiki á að útskrifa um 20-‐30 íslenska lækna á ári. Nemendur þurfa þó að sjálfsögðu að geta reitt sig á LÍN til framfærslu á meðan á námi stendur. Þau lán munu greiðast tilbaka þegar útskrifaðir læknar koma til starfa á Íslandi að námi loknu. Á Íslandi skortir enn lækna og því ætti þessi kostur að fá meiri meðbyr og stuðning frá íslenska ríkinu. Sá góði kostur sem gefist hefur að mennta lækna erlendis mun lognast útaf með þessu áframhaldi. Fjölbreytni í menntun, þekkingu og reynslu er af hinu góða. Við erum um 70 læknanemar í Slóvakíu sem hafa orðið fyrir barðinu á skerðingunni. Úthlutunarkjör, viðmót og rök af höndum LÍN í okkar garð hafa því miður verið til skammar. Við köllum eftir því að þú Illugi Gunnarsson ásamt ráðamanni frá LÍN komi til fundar við okkur og ræðir við okkur læknanema í Slóvakíu. Þar viljum við að eftirfarandi komi fram: 1. Hvernig réttlætið þið áframhaldandi skerðingu framfærslulána til námsmanna erlendis? 2. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að við megum við meiri skerðingu á framfærslu hér og á hverju byggjast ykkar rök fyrir því? Með kveðju, Auður Jóna Einarsdóttir Ásgeir Þór Magnússon Erna Markúsdóttir Þórdís Magnadóttir Þórunn Elísabet Michaelsdóttir.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun