Lánshæfismat Grikkja fallið í ruslflokk ingvar haraldsson skrifar 16. apríl 2015 11:43 Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikkja, fyrir miðri mynd. Gríska ríkið þarf nauðsynlega að finna lausn á skuldavanda sínum á næstunni, annars blasir gjaldþrot við. vísir/ Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poors´s hefur lækkað lánshæfismat gríska ríkisins niður í ruslflokk. The Telegraph greinir frá. Fyrirtækið telur skuldastöðu gríska ríkisins vera ósjálfbæra þar sem stefni í 1,5 prósenta neikvæðan hagvöxt á þessu ári. Því verði ómögulegt verði fyrir gríska ríkið að skila afgangi líkt og áætlanir gera ráð fyrir. Lánshæfiseinkunn Grikkja var lækkuð úr B- í CCC+ með neikvæðar horfur. Fjárlagahalli gríska ríkisins nam 3,5 prósentum af landsframleiðslu árið 2014 sem er langt umfram áætlun um 0,8 prósenta halla. Halli á rekstri gríska ríkisins hefur þó minnkað að undanförnu. Gríska ríkið var rekið með 1 milljarðs evra halla í janúar og febrúar ef vaxtagreiðslur eru undanskildar samanborið við 3,17 milljarða evra halla á sama tímabili árið 2014. Lausafé að klárast og gjaldþrot yfirvofandi Lausafé gríska ríkisins er við það að klárast en landið hefur ekki fengið ný lán síðan í ágúst á síðasta ári. Því var farið fram á við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að fá að fresta lánagreiðslum til sjóðsins en stórir gjalddagar við sjóðinn verða í maí og júní. Því var hafnað samkvæmt frétt Financial Times.Ávöxtunarkrafa á grísk ríkiskuldabréf hefur hækkað verulega undanfarna daga og hefur ekki verið hærri síðan árið 2012 þar sem fjárfestar óttast gjaldþrot gríska ríkisins. Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poors´s hefur lækkað lánshæfismat gríska ríkisins niður í ruslflokk. The Telegraph greinir frá. Fyrirtækið telur skuldastöðu gríska ríkisins vera ósjálfbæra þar sem stefni í 1,5 prósenta neikvæðan hagvöxt á þessu ári. Því verði ómögulegt verði fyrir gríska ríkið að skila afgangi líkt og áætlanir gera ráð fyrir. Lánshæfiseinkunn Grikkja var lækkuð úr B- í CCC+ með neikvæðar horfur. Fjárlagahalli gríska ríkisins nam 3,5 prósentum af landsframleiðslu árið 2014 sem er langt umfram áætlun um 0,8 prósenta halla. Halli á rekstri gríska ríkisins hefur þó minnkað að undanförnu. Gríska ríkið var rekið með 1 milljarðs evra halla í janúar og febrúar ef vaxtagreiðslur eru undanskildar samanborið við 3,17 milljarða evra halla á sama tímabili árið 2014. Lausafé að klárast og gjaldþrot yfirvofandi Lausafé gríska ríkisins er við það að klárast en landið hefur ekki fengið ný lán síðan í ágúst á síðasta ári. Því var farið fram á við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að fá að fresta lánagreiðslum til sjóðsins en stórir gjalddagar við sjóðinn verða í maí og júní. Því var hafnað samkvæmt frétt Financial Times.Ávöxtunarkrafa á grísk ríkiskuldabréf hefur hækkað verulega undanfarna daga og hefur ekki verið hærri síðan árið 2012 þar sem fjárfestar óttast gjaldþrot gríska ríkisins.
Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira