Hrútar valin til þátttöku á Cannes-kvikmyndahátíðinni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. apríl 2015 10:15 Hrútar er fjórða íslenska myndin í fullri lengd sem sýnd er á Cannes. myndir/brynjar snær þrastarson Hrútar, nýjasta kvikmynd Gríms Hákonarsonar, hefur verið valin til þátttöku í Un Certain Regard keppni Cannes kvikmyndahátíðarinnar. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í París í dag þar sem kynntar voru þær myndir sem eru hluti af Cannes Official Selection í ár.Útsendingu Canal+ frá blaðamannafundinum má sjá hér að neðan. Byrjað er að tala um myndir í Un Certain Regard flokki eftir 34:30 mínútur.Hrútar er fjórða kvikmyndin í fullri lengd eftir íslenskan leikstjóra sem kemst í Official Selection á Cannes, en árið 1993 var Sódóma Reykjavík eftir Óskar Jónasson valin til þátttöku í Un Certain Regard, árið 2003 var Stormviðri eftir Sólveigu Anspach valin til þátttöku í Un Certain Regard og árið 2005 var Voksne mennesker eftir Dag Kára sömuleiðis valin til þátttöku í Un Certain Regard. Un Certain Regard hluti Cannes kvikmyndahátíðarinnar var settur á laggirnar árið 1978 og frá og með árinu 1998 hefur verið keppt um „Prix Un Certain Regard“. Markmiðið með verðlaununum er að gera kvikmyndagerðarmönnum sem hafa gert kvikmynd sem hefur frumleika og hugrekki að leiðarljósi hátt undir höfði, m.a. með styrk til dreifingar á kvikmyndinni í Frakklandi.Grímur Hákonarsonmynd/brynjar snær þrastarsonCannes kvikmyndahátíðin er ein allra stærsta og virtasta kvikmyndahátíð heims, svokölluð „A“ hátíð, og því er um gífurlegan heiður að ræða fyrir aðstandendur myndarinnar. Hátíðin mun fara fram frá 13. – 24. maí. Um er að ræða heimsfrumsýningu myndarinnar. Af um 4 þúsund myndum sem sóttu um komust aðeins 20 að og munu keppa um aðalverðlaunin „Prix Un Certain Regard.“ Leikkonan heimsþekkta Isabella Rossellini verður forseti dómnefndar Un Certain Regard keppninnar. Rossellini mun í samvinnu við dómnefnd ákveða sigurvegara keppninnar og veitir svo persónulega aðalverðlaunin á verðlaunakvöldi hátíðarinnar þann 23. maí. Á meðal þekktra leikstjóra sem hafa sýnt myndir sínar í Un Certain Regard eru Gus Van Sant, Sofia Coppola og Steve McQueen. Hrútar fjallar um tvo sauðfjárbændur á sjötugsaldri, bræðurna Gumma og Kidda, sem búa hlið við hlið í afskekktum dal á Norðurlandi. Fjárstofn þeirra bræðra þykir einn sá besti á landinu og eru þeir margverðlaunaðir fyrir hrútana sína. Þrátt fyrir að deila sama landi og lífsviðurværi þá hafa bræðurnir ekki talast við í fjóra áratugi. Sigurður Sigurjónssonmynd/brynjar snær þrastarsonÞegar riðuveiki kemur upp í dalnum grípur um sig mikil örvænting á meðal bændanna þar. Yfirvöld ákveða að skera niður allt sauðfé til þess að sporna við útbreiðslu sjúkdómsins. Bræðurnir standa frammi fyrir því að missa það sem er þeim kærast og grípa til sinna ráða. Tökur fóru fram á bæjunum Mýri og Bólstað, sem staðsettir eru hlið við hlið í Bárðardal á Norðurlandi. Grímur Hákonarson leikstýrir og skrifar handritið að Hrútum. Aðalframleiðandi myndarinnar er Grímar Jónsson fyrir Netop Films og meðframleiðendur eru hin dönsku Ditte Milsted og Jacob Jarek fyrir Profile Pictures. Þá er Þórir Snær Sigurjónsson einn af framleiðendum myndarinnar. Framleiðslustjórn er í höndum Evu Sigurðardóttur. Með aðalhlutverk fara Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson. Stjórn kvikmyndatöku er í höndum Norðmannsins Sturla Brandth Grøvlen og Kristján Loðmfjörð sér um klippingu myndarinnar. Tónlist myndarinnar er samin af Atla Örvarssyni og hljóðhönnun er í höndum Huldars Freys Arnarssonar.Theódór Júlíussonmynd/brynjar snær hákonarsonGrímur hefur starfað við kvikmyndagerð í tæpa tvo áratugi og hefur t.a.m. gert stuttmyndirnar Slavek the Shit og Bræðrabyltu, sem báðar ferðuðust víðsvegar um heiminn á kvikmyndahátíðir og unnu til fjölda verðlauna. Hrútar er önnur kvikmynd hans í fullri lengd en sú fyrsta, Sumarlandið, kom út árið 2010. Þá hefur hann getið sér góðs orðs sem leikstjóri heimildamynda þar sem hann hefur m.a. gert Varði Goes Europe, Hreint hjarta og Hvellur. Stjórnandi kvikmyndatöku Hrúta, Sturla Brandth Grøvlen, vann Silfurbjörn fyrir framúrskarandi listrænt framlag á Berlinale hátíðinni, sem lauk 15. febrúar. Verðlaunin hlaut hann fyrir kvikmyndatöku sína í Victoria, kvikmynd sem er 140 mínútur að lengd og er öll tekin upp í einni töku. Þá hefur Atli Örvarsson tónskáld getið sér góðs orðs í Bandaríkjunum, þar sem hann hefur samið tónlist við fjöldan allan af þekktum kvikmyndum og þáttaröðum til fjölda ára. Þeirra á meðal eru kvikmyndirnar Vantage Point og Hansel & Gretel: Witch Hunters og þáttaraðirnar Law & Order: Criminal Intent, Chicago Fire og Chicago P.D. Þá hefur Atli mikið unnið með tónskáldinu Hans Zimmer, m.a. við The Holiday, The Simpsons Movie og Man of Steel. Hérlendis hefur Atli t.a.m. samið tónlistina fyrir þáttaröðina Hraunið og þá samdi hann einnig tónlistina fyrir Blóðberg, nýja kvikmynd eftir Björn Hlyn Haraldsson. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Bóndahlutverkið fer mér vel“ Sigurður Sigurjónsson leikur eitt aðalhlutverkanna í nýrri íslenskri kvikmynd. 14. ágúst 2014 09:30 Kindurnar ættu að fá Edduna fyrir leik sinn Tökum á kvikmyndinni Hrútum eftir Grím Hákonarson lauk síðastliðna helgi. Snjóleysi setti strik í reikninginn en veðurguðirnir bættu það upp á ýmsa vegu. 15. janúar 2015 11:00 Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Hrútar, nýjasta kvikmynd Gríms Hákonarsonar, hefur verið valin til þátttöku í Un Certain Regard keppni Cannes kvikmyndahátíðarinnar. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í París í dag þar sem kynntar voru þær myndir sem eru hluti af Cannes Official Selection í ár.Útsendingu Canal+ frá blaðamannafundinum má sjá hér að neðan. Byrjað er að tala um myndir í Un Certain Regard flokki eftir 34:30 mínútur.Hrútar er fjórða kvikmyndin í fullri lengd eftir íslenskan leikstjóra sem kemst í Official Selection á Cannes, en árið 1993 var Sódóma Reykjavík eftir Óskar Jónasson valin til þátttöku í Un Certain Regard, árið 2003 var Stormviðri eftir Sólveigu Anspach valin til þátttöku í Un Certain Regard og árið 2005 var Voksne mennesker eftir Dag Kára sömuleiðis valin til þátttöku í Un Certain Regard. Un Certain Regard hluti Cannes kvikmyndahátíðarinnar var settur á laggirnar árið 1978 og frá og með árinu 1998 hefur verið keppt um „Prix Un Certain Regard“. Markmiðið með verðlaununum er að gera kvikmyndagerðarmönnum sem hafa gert kvikmynd sem hefur frumleika og hugrekki að leiðarljósi hátt undir höfði, m.a. með styrk til dreifingar á kvikmyndinni í Frakklandi.Grímur Hákonarsonmynd/brynjar snær þrastarsonCannes kvikmyndahátíðin er ein allra stærsta og virtasta kvikmyndahátíð heims, svokölluð „A“ hátíð, og því er um gífurlegan heiður að ræða fyrir aðstandendur myndarinnar. Hátíðin mun fara fram frá 13. – 24. maí. Um er að ræða heimsfrumsýningu myndarinnar. Af um 4 þúsund myndum sem sóttu um komust aðeins 20 að og munu keppa um aðalverðlaunin „Prix Un Certain Regard.“ Leikkonan heimsþekkta Isabella Rossellini verður forseti dómnefndar Un Certain Regard keppninnar. Rossellini mun í samvinnu við dómnefnd ákveða sigurvegara keppninnar og veitir svo persónulega aðalverðlaunin á verðlaunakvöldi hátíðarinnar þann 23. maí. Á meðal þekktra leikstjóra sem hafa sýnt myndir sínar í Un Certain Regard eru Gus Van Sant, Sofia Coppola og Steve McQueen. Hrútar fjallar um tvo sauðfjárbændur á sjötugsaldri, bræðurna Gumma og Kidda, sem búa hlið við hlið í afskekktum dal á Norðurlandi. Fjárstofn þeirra bræðra þykir einn sá besti á landinu og eru þeir margverðlaunaðir fyrir hrútana sína. Þrátt fyrir að deila sama landi og lífsviðurværi þá hafa bræðurnir ekki talast við í fjóra áratugi. Sigurður Sigurjónssonmynd/brynjar snær þrastarsonÞegar riðuveiki kemur upp í dalnum grípur um sig mikil örvænting á meðal bændanna þar. Yfirvöld ákveða að skera niður allt sauðfé til þess að sporna við útbreiðslu sjúkdómsins. Bræðurnir standa frammi fyrir því að missa það sem er þeim kærast og grípa til sinna ráða. Tökur fóru fram á bæjunum Mýri og Bólstað, sem staðsettir eru hlið við hlið í Bárðardal á Norðurlandi. Grímur Hákonarson leikstýrir og skrifar handritið að Hrútum. Aðalframleiðandi myndarinnar er Grímar Jónsson fyrir Netop Films og meðframleiðendur eru hin dönsku Ditte Milsted og Jacob Jarek fyrir Profile Pictures. Þá er Þórir Snær Sigurjónsson einn af framleiðendum myndarinnar. Framleiðslustjórn er í höndum Evu Sigurðardóttur. Með aðalhlutverk fara Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson. Stjórn kvikmyndatöku er í höndum Norðmannsins Sturla Brandth Grøvlen og Kristján Loðmfjörð sér um klippingu myndarinnar. Tónlist myndarinnar er samin af Atla Örvarssyni og hljóðhönnun er í höndum Huldars Freys Arnarssonar.Theódór Júlíussonmynd/brynjar snær hákonarsonGrímur hefur starfað við kvikmyndagerð í tæpa tvo áratugi og hefur t.a.m. gert stuttmyndirnar Slavek the Shit og Bræðrabyltu, sem báðar ferðuðust víðsvegar um heiminn á kvikmyndahátíðir og unnu til fjölda verðlauna. Hrútar er önnur kvikmynd hans í fullri lengd en sú fyrsta, Sumarlandið, kom út árið 2010. Þá hefur hann getið sér góðs orðs sem leikstjóri heimildamynda þar sem hann hefur m.a. gert Varði Goes Europe, Hreint hjarta og Hvellur. Stjórnandi kvikmyndatöku Hrúta, Sturla Brandth Grøvlen, vann Silfurbjörn fyrir framúrskarandi listrænt framlag á Berlinale hátíðinni, sem lauk 15. febrúar. Verðlaunin hlaut hann fyrir kvikmyndatöku sína í Victoria, kvikmynd sem er 140 mínútur að lengd og er öll tekin upp í einni töku. Þá hefur Atli Örvarsson tónskáld getið sér góðs orðs í Bandaríkjunum, þar sem hann hefur samið tónlist við fjöldan allan af þekktum kvikmyndum og þáttaröðum til fjölda ára. Þeirra á meðal eru kvikmyndirnar Vantage Point og Hansel & Gretel: Witch Hunters og þáttaraðirnar Law & Order: Criminal Intent, Chicago Fire og Chicago P.D. Þá hefur Atli mikið unnið með tónskáldinu Hans Zimmer, m.a. við The Holiday, The Simpsons Movie og Man of Steel. Hérlendis hefur Atli t.a.m. samið tónlistina fyrir þáttaröðina Hraunið og þá samdi hann einnig tónlistina fyrir Blóðberg, nýja kvikmynd eftir Björn Hlyn Haraldsson.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Bóndahlutverkið fer mér vel“ Sigurður Sigurjónsson leikur eitt aðalhlutverkanna í nýrri íslenskri kvikmynd. 14. ágúst 2014 09:30 Kindurnar ættu að fá Edduna fyrir leik sinn Tökum á kvikmyndinni Hrútum eftir Grím Hákonarson lauk síðastliðna helgi. Snjóleysi setti strik í reikninginn en veðurguðirnir bættu það upp á ýmsa vegu. 15. janúar 2015 11:00 Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Bóndahlutverkið fer mér vel“ Sigurður Sigurjónsson leikur eitt aðalhlutverkanna í nýrri íslenskri kvikmynd. 14. ágúst 2014 09:30
Kindurnar ættu að fá Edduna fyrir leik sinn Tökum á kvikmyndinni Hrútum eftir Grím Hákonarson lauk síðastliðna helgi. Snjóleysi setti strik í reikninginn en veðurguðirnir bættu það upp á ýmsa vegu. 15. janúar 2015 11:00