Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði fyrir Stabæk sem vann 6-0 stórsigur á Medkila í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Gunnhildur skoraði fjórða mark leiksina á 67. mínútu og spilaði allan leikinn.
Fyrr í dag tapaði Avaldsnes fyrir Trondheims-Örn á útivelli, 3-1. Hólmfríður Magnúsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Avaldsnes en Þórunn Helga Jónsdóttir var á bekknum.
Þá var Katrín Ásbjörnsdóttir í byrjunarliði Klepp sem vann Arna-Björnar á útivelli, 4-2. Þess má geta að María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar handboltaþjálfara, var einnig í byrjunarliði Klepp en báðum var skipt af velli skömmu fyrir leikslok.
Klepp hefur unnið báða leiki sína á tímabilinu til þessa en Stabæk fékk í kvöld sín fyrstu stig og er í sjötta sæti. Avaldsnes er einnig með þrjú stig.
Í Svíþjóð hafði Rosengård betur gegn Hammarby, 5-0. Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn fyrir Rosengård og lagði upp eitt marka liðsins.
Allir fjórir Íslendingarnir í liði Kristianstad voru í byrjunarliðinu er liðið tapaði fyrir Linköping á útivelli, 1-0. Margrét Lára Viðarsdóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir og Elísa Viðarsdóttir spiluðu allan leikinn en Ásgerður Stefanía Baldursdóttir var tekin af velli í hálfleik. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad.
Rosengård er með fullt hús stiga eftir tvo leiki en Kristianstad með sex stig.
Gunnhildur Yrsa á skotskónum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn
Íslenski boltinn

Ósáttur Ólafur á förum
Íslenski boltinn

Kidd kominn í eigendahóp Everton
Enski boltinn

„Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“
Körfubolti

„Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“
Íslenski boltinn

„Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“
Íslenski boltinn



„Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“
Körfubolti

„Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“
Handbolti