Lögregla í Pennsylvaníu rannsakar nú skemmdarverk sem unnið var á legsteini föður Hillary Clinton.
Í frétt Scranton Times-Tribune segir að ábending hafi borist lögreglu í gær um að legsteini Hugh Rodham hafi verið velt. Steininum hefur nú verið komið upp á ný.
Gröf Hugh Rodham er í kirkjugarðinum við Washburn Street í borginni Scranton.
Lögregla segir málið grunsamlegt, sér í lagi þar sem það kemur upp skömmu eftir að Hillary Clinton greindi frá því að hún byði sig fram til að verða forsetaframbjóðandi Demókrata.
Skemmdir unnar á gröf föður Hillary

Tengdar fréttir

Hillary Clinton býður sig fram til forseta Bandaríkjanna
Clinton heldur í baráttuna með víðtækan stuðning demókrata en í könnun CBS sögðust 81 prósent demókrata íhuga það að kjósa fyrrum forsetafrúnna.