Hlustar mest á gullaldartónlist: "Afi kom með þrjá kassa af vínylplötum“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. apríl 2015 16:46 Saga Matthildur Árnadóttir vakti verðskuldaða athygli þegar hún tók þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Hún lenti í þriðja sæti keppninnar og varð hlutskörpust í símakosningu um vinsælasta atriðið. „Ég bý í Hlíðunum en fór í FG til að fara á leiklistarbrautina þar,“ sagði Saga Matthildur en hún var í spjalli við Harmageddon á X-977 í morgun. Saga var að auki yngsti keppandi söngkeppninnar. Tónlistin skipar stóran sess í lífi Matthildar en hún notar hana til að takast á við kvíðaröskun sem hún glímir við. Þegar hún var sem verst átti hún erfitt með að fara í skólann. „Spila oft á gítarinn til að róa mig niður.“ „Það var rosalega erfitt að skrá mig í undankeppnina í FG. Ég ákvað að skrá mig svona af því bara. Mig langar að koma fram í framtíðinni og vissi að ég þyrfti einhverntíman að takast á við þetta. Þannig af hverju ekki núna bara?“ Uppáhaldstónlistarmenn hennar eru gullaldarmúsíkantar á borð við Led Zeppelin, Pink Floyd og Jimi Hendrix. „Þegar ég fékk vínylspilara þá heyrði ég í afa og spurði hvort hann ætti ekki einhverjar plötur handa mér. Hann kom með einhverja þrjá kassa handa mér af plötum og ég hef mest hlustað á það.“ Í Harmageddon greip Saga í gítarinn og flutti lagið sem hún söng á söngkeppninni, Lay Me Down með Sam Smith. Saga er einnig með síðu á Facebook þar sem hún deilir tónlistinni sinni en síðuna má skoða hér. Söngkeppni framhaldsskólanna Tengdar fréttir Tók kvíðann í störukeppni og sigraði hann Saga Matthildur sigraði hjörtu landsmanna um helgina þegar hún tók þátt í söngkeppni framhaldsskólanna. Hún keppti fyrir hönd Fjölbrautar í Garðabæ og söng lagið Lay Me Down með Sam Smith. 14. apríl 2015 00:01 MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37 „Hélt að Saga myndi hafa þetta" Menntaskólamærin Karólína Jóhannsdóttir kom, sá og sigraði Söngkeppni framhaldskólanna á laugardag, hún var þó ekki allveg viss um að þetta myndi takast á lokasprettinum. 13. apríl 2015 12:00 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Saga Matthildur Árnadóttir vakti verðskuldaða athygli þegar hún tók þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Hún lenti í þriðja sæti keppninnar og varð hlutskörpust í símakosningu um vinsælasta atriðið. „Ég bý í Hlíðunum en fór í FG til að fara á leiklistarbrautina þar,“ sagði Saga Matthildur en hún var í spjalli við Harmageddon á X-977 í morgun. Saga var að auki yngsti keppandi söngkeppninnar. Tónlistin skipar stóran sess í lífi Matthildar en hún notar hana til að takast á við kvíðaröskun sem hún glímir við. Þegar hún var sem verst átti hún erfitt með að fara í skólann. „Spila oft á gítarinn til að róa mig niður.“ „Það var rosalega erfitt að skrá mig í undankeppnina í FG. Ég ákvað að skrá mig svona af því bara. Mig langar að koma fram í framtíðinni og vissi að ég þyrfti einhverntíman að takast á við þetta. Þannig af hverju ekki núna bara?“ Uppáhaldstónlistarmenn hennar eru gullaldarmúsíkantar á borð við Led Zeppelin, Pink Floyd og Jimi Hendrix. „Þegar ég fékk vínylspilara þá heyrði ég í afa og spurði hvort hann ætti ekki einhverjar plötur handa mér. Hann kom með einhverja þrjá kassa handa mér af plötum og ég hef mest hlustað á það.“ Í Harmageddon greip Saga í gítarinn og flutti lagið sem hún söng á söngkeppninni, Lay Me Down með Sam Smith. Saga er einnig með síðu á Facebook þar sem hún deilir tónlistinni sinni en síðuna má skoða hér.
Söngkeppni framhaldsskólanna Tengdar fréttir Tók kvíðann í störukeppni og sigraði hann Saga Matthildur sigraði hjörtu landsmanna um helgina þegar hún tók þátt í söngkeppni framhaldsskólanna. Hún keppti fyrir hönd Fjölbrautar í Garðabæ og söng lagið Lay Me Down með Sam Smith. 14. apríl 2015 00:01 MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37 „Hélt að Saga myndi hafa þetta" Menntaskólamærin Karólína Jóhannsdóttir kom, sá og sigraði Söngkeppni framhaldskólanna á laugardag, hún var þó ekki allveg viss um að þetta myndi takast á lokasprettinum. 13. apríl 2015 12:00 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Tók kvíðann í störukeppni og sigraði hann Saga Matthildur sigraði hjörtu landsmanna um helgina þegar hún tók þátt í söngkeppni framhaldsskólanna. Hún keppti fyrir hönd Fjölbrautar í Garðabæ og söng lagið Lay Me Down með Sam Smith. 14. apríl 2015 00:01
MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37
„Hélt að Saga myndi hafa þetta" Menntaskólamærin Karólína Jóhannsdóttir kom, sá og sigraði Söngkeppni framhaldskólanna á laugardag, hún var þó ekki allveg viss um að þetta myndi takast á lokasprettinum. 13. apríl 2015 12:00